Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 2. nóvember 2024 08:02 „Mín reynsla er sú að það er alltaf betra að tala um hlutina heldur en að geyma þá ofan í læstri skúffu,“ segir Þorvaldur Helgason Vísir/Vilhelm Það eru ekki margir sem státa af þeirri reynslu að hafa dáið og komið aftur til lífs. Og það eru líklega enn færri sem geta sagt að þeir gangi bókstaflega fyrir rafhlöðum. Þorvaldur Sigurbjörn Helgason er einn af þeim. Þegar Þorvaldur var fimmtán ára nýnemi í menntaskóla fór hann skyndilega í hjartastopp, dag einn á göngum á skólans. Eftir endurlífgunartilraunir, sem stóðu yfir í tæpan hálftíma var hjarta hans „ræst“ á ný og hann sneri aftur til lífs. Og af skiljanlegum ástæðum átti þessi reynsla eftir að marka djúp spor og olli því að Þorvaldur fór að velta fyrir sér stórum spurningum um starfsemi hjartans, lífið og dauðann. Allt varð svart „Þetta var 3. september árið 2007. Mánudagur,“ segir Þorvaldur. „Ég var fimmtán ára busi í Kvennó og þetta var önnur eða þriðja vikan mín í skólanum. Það getur náttúrulega verið maður sé eitthvað búinn að stílfæra minninguna í hausnum. En ég man alveg vel aðdragandann að þessu. Ég fór í tíma um morguninn og svo kom hádegishlé. Ég var frekar seinn í mat og endaði á því að fá mér einhverja sóma grænmetissamloku af því að það var það eina sem var eftir í mötuneytinu. Ég man þetta nákvæmlega af því þetta var svo ógeðslega vond samloka. Svo fór ég upp í Uppsali, bygginguna sem er í Þingholtunum, af því að ég átti að mæta í tíma þar. Ég var svolítið snemma á ferðinni, þannig að ég settist fyrir framan stofuna á annarri hæð og beið eftir því að tíminn myndi byrja. Af því að þetta var árið 2007, fyrir tíma snjallsímana, þá var lítið hægt að gera til að stytta sér stundir, annað en spila snake í símanum og spjalla við samnemendurna. Allt í einu byrja ég að fá rosalega hraðan, alveg dúndrandi hjartslátt. Ég hafði aldrei verið greindur með neinn hjartagalla eða slíkt, ég hafði þó lent í því nokkrum sinnum áður að fá svona hraðan hjartslátt upp úr þurru. En það hafði alltaf liðið hjá endanum. Þess vegna var ég ekki með neitt alltof miklar áhyggjur þarna; reyndi bara að slaka á og anda rólega. Égvar búinn að læra eitthvað svona trikk sem var að halda niðri í mér andanum, og þá yfirleitt hætti þetta. Ég prófaði að gera það þarna en hjartslátturinn jókst bara ennþá meira og varð hraðari og hraðari. Og svo leið yfir mig. Það var allt svart.“ 33 mínútur og 3 sekúndur Þorvaldur hafði farið í hjartastopp. Frásögn hans af atburðarásinni sem tók við í kjölfarið er alfarið byggð á því sem hann hefur heyrt frá öðrum. Sjálfur man hann ekkert. „Ég hef fengið að heyra söguna frá ýmsum aðilum. Mér skilst að ég hafi dottið á öxlina á einni bekkjarsystur minni og lognast út af. Hún fattaði ekki alveg strax hvað væri að gerast og hélt að ég væri bara eitthvað að grínast. En sem betur fer tóku nokkrar eldri stelpur eftir þessu og áttuðu sig á því að það var eitthvað að. Og þær hringdu á Neyðarlínuna.“ Líkt og Þorvaldur bendir á þá reyndist það honum til happs að Kvennaskólabyggingin var mjög stutt frá Landspítalanum. Sjúkrabílinn var kominn á staðinn eftir einungis þrjár mínútur og hægt var að hefja endurlífgunartilraunir þegar í stað. „Þegar ég var að velja framhaldsskóla á sínum tíma, nokkrum mánuðum fyrir þetta, þá stóð valið á milli Kvennó og MR, sem er augljóslega í aðeins lengri akstursfjarlægð frá spítalanum. Ég ætlaði upphaflega alltaf að fara í MR en svo leist mér einhvern veginn betur á Kvennó. Ég hef oft hugsað um þetta: Hvað ef ég hefði farið í MR? Ef ég hefði endað á því að fara í þann skóla þá er ég ekki viss um að ég væri á lífi í dag.“ Þar sem Þorvaldur lá á gólfinu á gangi Kvennaskólans var hann „stuðaður“ alls tólf sinnum, með hjartastuðtæki. Áður en sjúkraflutningamönnunum tókst að ræsa hjarta hans í gang var hann, tæknilega séð, dáinn, í nákvæmlega 33 mínútur og 3 sekúndur. Vaktaður af bjargráði Og síðan var Þorvaldur fluttur beint á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi þar sem líkami hans var kældur niður í tvær gráður. Þegar hann loks rankaði við sér var búið að halda honum sofandi í öndunarvél í nokkra sólarhringa. Hann hafði enga hugmynd um hvar hann var eða hvað hafði gerst. „Og þú getur rétt ímyndað þér hvernig það er að vera fimmtán ára og vakna upp á spítala, og vera sagt að þú hafir dáið og verið endurlífgaður.“ Þorvaldi var tjáð að hann hefði verið í það sem kallað er slegatif (e.ventricular fibrillation.) Miðað við hversu lengi hann hafði verið „dáinn“ þá var það að mörgu leyti kraftaverk að hann hefði ekki orðið fyrir heilaskemmdum. „En það sem var svo skrýtið var að það var aldrei fundið út úr því nákvæmlega af hverju þetta hafði gerst. Ég var settur í alls konar rannsóknir og það fannst eitthvað sem heitir aukarafbraut í hjartanu sem var brennt fyrir en það var aldrei hægt að „pinpointa“ nákvæmlega af hverju þetta hefði gerst.“ Í kjölfarið gekkst Þorvaldur undir aðgerð, þar sem settur var í hann svokallaður bjargráður. Bjargráður virkar á svipaðan hátt og gangráður og grípur inn í starfsemi hjartans ef hjartsláttur verður of hægur. Munurinn á þessum tveimur tækjum er þó sá að gangráður stýrir hjartslættinum á meðan bjargráður vaktar hann, með hjálp innbyggðrar tölvu. Ef tækið greinir hjartsláttartruflanir gefur það frá rafstuð, og kemur þannig í veg fyrir hjartastopp hjá Þorvaldi. Þorvaldur fékk að halda eftir fyrsta bjargráðnum sem var settur í hann á sínum tíma.Vísir/Vilhelm Það urðu hins vegar tæknilegir örðugleikar í byrjun, eins og Þorvaldur lýsir. „Ég lenti tvisvar í því að leiðslan losnaði, fyrra skiptið var nokkrum vikum eftir aðgerðina. Þegar það gerðist fékk ég allt í einu svakalegt högg, það var eins og ég hefði verið kýldur fast. Þá var þetta semsagt bjargráðurinn að gefa mér tilefnislaust stuð. Það endaði á því að ég þurfti að fara í aðra aðgerð til að laga leiðsluna. Nokkrum vikum seinna losnaði leiðslan aftur, með sömu afleiðingum, og ég þurfti að fara í þriðju aðgerðina. En í þetta skipti var leiðslan fest almennilega.“ Tíu ára ferli En líkt og fleiri tæki þá hefur bjargráðurinn takmarkaðan líftíma; rafhlöðurnar endast ekki nema í takmarkaðan tíma. Þar af leiðandi þurfti Þorvaldur að fá nýjan bjargráð árið 2015. Í dag, níu árum seinna, sér sá bjargráður ennþá um að halda Þorvaldi gangandi, ef ske kynni að hjartað myndi bregðast honum aftur. Það eru ekki margir sem geta sagt að þeir séu drifnir áfram af vélbúnaði. En fyrir Þorvaldi er það eðlilegt. „Það er liðinn svo langur tími núna. Ég hugsa eiginlega mjög sjaldan um þetta, þetta er orðið sjálfsagður hlutur fyrir mér. Þegar þú ert búin að venjast þessu þá verður þetta norm, rétt eins og ganga með gleraugu. Ég man eftir því á sínum tíma, þegar ég var að fara í aðgerðina þar sem bjargráðurinn var settur í mig og læknirinn var að telja upp allskonar hluti sem ég mætti ekki gera, eins og að stunda áhættusport og þess háttar. Og það var auðvitað mjög niðurdrepandi og svekkjandi fyrir fimmtán ára strák. En þrátt fyrir allt þá hefur mér tekist að gera allt það sem mig langar til, ég hef stundað íþróttir og hlaupið hálfmaraþon. Og ég hef ferðast út um allan heim.“ En eins og Þorvaldur lýsir því þá var áfallið á sínum tíma gífurlega mikið fyrir ungan og hraustan unglingsstrák. „Þetta er ekki staða sem þú óskar þér að vera í, verandi nýbyrjaður í menntaskóla. Mér fannst algjörlega glatað að missa af busaballinu í Kvennó, og þurfa að eyða 16 ára afmælisdeginum mínum fastur á spítala. Og ég vildi náttúrlega bara halda áfram með lífið eins og ekkert hefði í skorist, og var þar af leiðandi ekkert sérstaklega mikið að horfa til baka. Fjölskyldan mín, fólkið í kringum mig var augljóslega líka í sjokki eftir þetta, og þetta var í raun lítið rætt svona fyrstu árin á eftir. Þegar maður er fimmtán ára að verða sextán ára þá er maður kannski ekki alveg með andlega burði, eða reiðubúinn til að „prósessa“ svona áfall. Eða það held ég. Ég myndi segja að það hafi tekið mig góð tíu ár að vinna úr þessu, og einhvern veginn byrja að skilja hvað gerðist fyrir mig. Það var eiginlega ekki fyrr en ég var kominn yfir tvítugt að ég fór í alvöru að pæla í þessu. Þetta hafði margvísleg áhrif á mig, sem ég kom ekki auga á fyrr en löngu seinna. Í nokkur ár var ég til dæmis haldinn alveg svakalegum heilsukvíða. Ég var alltaf með áhyggjur af heilsunni og í hvert sinn sem ég fann fyrir einhverjum smávægilegum verk þá var ég sannfærður um að ég væri kominn með krabbamein eða einhvern hrikalegan sjúkdóm. Ég var mjög oft að fara til læknis og biðja um að láta tékka á mér. En ég tengdi þetta aldrei við þetta áfall, þetta alvarlega tráma sem ég gekk í gegnum sem unglingur.“ Heillaður af hjartanu Árið 2012 fór Þorvaldur í Listaháskólann, á sviðshöfundabraut. Á öðru árinu í náminu byrjaði hann að sækja í eigin reynslubrunn- og hugleiðingar sínar um hjartað og dauðann. Spurningar sem höfðu leitað á hann árin á undan. „Ég gerði sviðslistaverk ásamt tveimur bekkjarfélögum mínum sem hét Gangverk lífsins. Þetta var svokallað þátttökuleikhús, þar sem fólk fór í gengum upplifunarrými. Í tengslum við það verkefni fékk ég að fara inn á Landspítalann með þáverandi hjartalækninum mínum, Hirti Oddssyni, og fékk að fylgjast með honum við störf. Og ég fékk að fylgjast með nokkrum hjartaaðgerðum, sem var ansi magnað.“ Þorvaldur framkvæmdi það sem hann kallar listræna rannsókn, á hjartanu. „Á tímabili var ég alveg heillaður, og dálítið heltekinn af hjartanu. Hjartað er nefnilega svo magnað og einstakt líffæri. Þetta er auðvitað mikilvægasta líffærið í líkamanum, það pumpar blóðinu í gegnum líkamann og heldur okkur gangandi. Það er vél; gangverk. Mér finnst svo áhugavert hvernig tilfinningar okkar hafa áhrif á starfsemi hjartans og hvernig við getum stjórnað því. Þú getur haft áhrif á eigin hjartslátt, til dæmis með því að hugsa um manneskju sem þú ert ástfanginn af, eða rifja upp erfiða minningu. Og hjartað er miklu meira en bara líffæri; það á sér mjög ríka sögu í menningunni, alveg frá tímum Forn-Grikkja og Egypta. Þess vegna vildi ég rannsaka hjartað, bæði sem líffæri og út frá þessari hugmyndafræðilegu hlið. Þorvaldur byrjaði að gera upp reynslu sína þegar hann var kominn í Listaháskólann.Vísir/Vilhelm Ég myndi segja að þetta hafi að vissu leyti hjálpað mér að „prósessa“ þetta áfall sem ég hafði gengið í gegnum fimmtán ára gamall. Það var ákveðin lækning fólgin í því að horfa á þennan atburð, algjörlega óttalaust. Skoða hann krítískt, með verkfærum listarinnar. Það kemur auðvitað ekkert í staðinn fyrir alvöru sálfræðimeðferð og andlega vinnu, ég hef alveg þurft að stunda það líka í gegnum árin, bæði í tengslum við þetta tiltekna áfall og annað sem ég hef gengið í gengum á lífsleiðinni. En þetta var engu að síður þerapía í sjálfu sér.“ Lokaverkefni Þorvaldar við Listaháskólann var sviðslistaverk- um dauðann, sem hét Handan. Það var þátttökuleikhús, þar sem áhorfendur, eða réttara sagt þátttakendur, voru settir í þau spor að deyja. Þeir fengu að „reflekta“ á eigin dauðleika. „Af því að ég hafði nefnilega líka verið með þráhyggju fyrir dauðanum á tímabili; hvað dauðinn þýddi og hvaða merkingu hann hafði. En ég held reyndar að sé bara mjög hollt hverjum og einum að velta fyrir sér eigin dauðleika. Þetta verkefni hjálpaði mér að ná vissri sátt við dauðann, myndi ég segja. Ég er ekki hræddur við dauðann í dag; ég er miklu hræddari við að ná ekki að gera allt það sem mig langar til á meðan ég lifi. Það deyja allir á endanum og þess vegna er eins gott að sætta sig við dauðann. En ég reyni að einblína á lífið, eins og það er akkúrat núna, og ég reyni að njóta þess.“ Ljóð á læknamáli Eftir útskrift úr Listaháskólanum fór Þorvaldur í meistaranám í ritlist við Háskóla Íslands. Og hann hélt áfram að velta fyrir sér ástinni og lífinu – og óþægilegri nálgun sinni við dauðann. Afraksturinn var ljóðabókin Gangverk, sem kom út hjá Forlaginu árið 2019. Önnur ljóðabókin af þremur sem Þorvaldur hefur skrifað. Gangverk er sjálfsævisögulegt verk, og er að sögn Þorvaldar lokapunkturinn í rannsóknarferlinu,Aðsend „Bókin segir sögu þessa fyrstu tíu ára sem ég var með bjargráðinn,og segir frá atvikinu og eftirmálum þess. Og hún fjallar um líka um hjartað í víðara samhengi; bókstaflega líkamlega hjartað og líka andlega og rómantíska hjartað, tilhugalífið og ástina. Ég var bæði að fjalla um mína sjúkrasögu, og mína rómantísku sögu. Þannig að þetta er nokkurskonar þroskasaga ungs manns sem er að ganga í gegnum hjartaveikindi, og er líka að ganga í gengum lífið; það að verða ástfanginn og lenda í ástarsorg og höfnun og allt sem því fylgir.“ Þorvaldi þykir einstaklega vænt um bókina Gangverk, enda afar persónulegt verk.Vísir/Vilhelm Þorvaldur fékk á sínum tíma aðgang að læknaskýrslum og bréfum sem rituð voru í tengslum við hjartastoppið. Hann nýtti þann texta í skrifunum, auk þess sem hann studdist við sínar eigin minningar. „Skýrslurnar voru skrifaðar á skrítnu og flóknu læknamáli og fullar af allskonar fræðitali og læknaslettum. Svona tungumál sem er örugglega mjög eðlilegt fyrir læknum og heilbrigðisstarfsfólki, en mjög framandi fyrir okkur hin. Ég rakst á setningar og orð sem voru óvænt mjög ljóðræn á einhvern hátt. Og ég nýtti mér það, klippti þessar setningar í sundur og endurraðaði þeim. Þessi bók var hluti af útskriftarverkefninu mínu úr ritlistarnáminu. Og hún var eiginlega svona lokapunkturinn í þessu rannsóknarferli sem ég hóf í Listaháskólanum á sínum tíma.“ Margir forvitnir Þorvaldur er með mörg járn í eldinum; hann starfar sem akademískur verkefnastjóri hjá Listaháskóla Íslands, stundar tónlistarnám og sinnir skrifum meðfram því. Á heimasíðu Þorvaldar má lesa nánar um fyrri verk hans og störf. Það er augljóslega ekki hver sem er sem getur sagt að hann hafi dáið, og komið aftur til lífs. Og í gegnum tíðina hefur Þorvaldur oftar en einu sinni svarað spurningum frá fólki sem er forvitið um þessa reynslu. „Mín reynsla er sú að það er alltaf betra að tala um hlutina heldur en að geyma þá ofan í læstri skúffu. Og nýta reynsluna til góðs. En ég er alls ekkert að sækjast eftir því að tala um þetta endalaust. Lífið heldur jú alltaf áfram. Þó svo að þetta sé auðvitað mjög stórt partur af minni lífssögu, þá vill maður nú ekkert vera þekktur sem gaurinn sem er alltaf að tala um eigin áföll, og ég vil ekki að þetta skilgreini mig. Heilbrigðismál Ljóðlist Bókmenntir Helgarviðtal Mest lesið Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Kvöddu með stæl Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Orð ársins vísar til rotnunar heilans Lífið Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Lífið Harold með ólæknandi krabbamein Lífið Fleiri fréttir Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Sjá meira
Þegar Þorvaldur var fimmtán ára nýnemi í menntaskóla fór hann skyndilega í hjartastopp, dag einn á göngum á skólans. Eftir endurlífgunartilraunir, sem stóðu yfir í tæpan hálftíma var hjarta hans „ræst“ á ný og hann sneri aftur til lífs. Og af skiljanlegum ástæðum átti þessi reynsla eftir að marka djúp spor og olli því að Þorvaldur fór að velta fyrir sér stórum spurningum um starfsemi hjartans, lífið og dauðann. Allt varð svart „Þetta var 3. september árið 2007. Mánudagur,“ segir Þorvaldur. „Ég var fimmtán ára busi í Kvennó og þetta var önnur eða þriðja vikan mín í skólanum. Það getur náttúrulega verið maður sé eitthvað búinn að stílfæra minninguna í hausnum. En ég man alveg vel aðdragandann að þessu. Ég fór í tíma um morguninn og svo kom hádegishlé. Ég var frekar seinn í mat og endaði á því að fá mér einhverja sóma grænmetissamloku af því að það var það eina sem var eftir í mötuneytinu. Ég man þetta nákvæmlega af því þetta var svo ógeðslega vond samloka. Svo fór ég upp í Uppsali, bygginguna sem er í Þingholtunum, af því að ég átti að mæta í tíma þar. Ég var svolítið snemma á ferðinni, þannig að ég settist fyrir framan stofuna á annarri hæð og beið eftir því að tíminn myndi byrja. Af því að þetta var árið 2007, fyrir tíma snjallsímana, þá var lítið hægt að gera til að stytta sér stundir, annað en spila snake í símanum og spjalla við samnemendurna. Allt í einu byrja ég að fá rosalega hraðan, alveg dúndrandi hjartslátt. Ég hafði aldrei verið greindur með neinn hjartagalla eða slíkt, ég hafði þó lent í því nokkrum sinnum áður að fá svona hraðan hjartslátt upp úr þurru. En það hafði alltaf liðið hjá endanum. Þess vegna var ég ekki með neitt alltof miklar áhyggjur þarna; reyndi bara að slaka á og anda rólega. Égvar búinn að læra eitthvað svona trikk sem var að halda niðri í mér andanum, og þá yfirleitt hætti þetta. Ég prófaði að gera það þarna en hjartslátturinn jókst bara ennþá meira og varð hraðari og hraðari. Og svo leið yfir mig. Það var allt svart.“ 33 mínútur og 3 sekúndur Þorvaldur hafði farið í hjartastopp. Frásögn hans af atburðarásinni sem tók við í kjölfarið er alfarið byggð á því sem hann hefur heyrt frá öðrum. Sjálfur man hann ekkert. „Ég hef fengið að heyra söguna frá ýmsum aðilum. Mér skilst að ég hafi dottið á öxlina á einni bekkjarsystur minni og lognast út af. Hún fattaði ekki alveg strax hvað væri að gerast og hélt að ég væri bara eitthvað að grínast. En sem betur fer tóku nokkrar eldri stelpur eftir þessu og áttuðu sig á því að það var eitthvað að. Og þær hringdu á Neyðarlínuna.“ Líkt og Þorvaldur bendir á þá reyndist það honum til happs að Kvennaskólabyggingin var mjög stutt frá Landspítalanum. Sjúkrabílinn var kominn á staðinn eftir einungis þrjár mínútur og hægt var að hefja endurlífgunartilraunir þegar í stað. „Þegar ég var að velja framhaldsskóla á sínum tíma, nokkrum mánuðum fyrir þetta, þá stóð valið á milli Kvennó og MR, sem er augljóslega í aðeins lengri akstursfjarlægð frá spítalanum. Ég ætlaði upphaflega alltaf að fara í MR en svo leist mér einhvern veginn betur á Kvennó. Ég hef oft hugsað um þetta: Hvað ef ég hefði farið í MR? Ef ég hefði endað á því að fara í þann skóla þá er ég ekki viss um að ég væri á lífi í dag.“ Þar sem Þorvaldur lá á gólfinu á gangi Kvennaskólans var hann „stuðaður“ alls tólf sinnum, með hjartastuðtæki. Áður en sjúkraflutningamönnunum tókst að ræsa hjarta hans í gang var hann, tæknilega séð, dáinn, í nákvæmlega 33 mínútur og 3 sekúndur. Vaktaður af bjargráði Og síðan var Þorvaldur fluttur beint á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi þar sem líkami hans var kældur niður í tvær gráður. Þegar hann loks rankaði við sér var búið að halda honum sofandi í öndunarvél í nokkra sólarhringa. Hann hafði enga hugmynd um hvar hann var eða hvað hafði gerst. „Og þú getur rétt ímyndað þér hvernig það er að vera fimmtán ára og vakna upp á spítala, og vera sagt að þú hafir dáið og verið endurlífgaður.“ Þorvaldi var tjáð að hann hefði verið í það sem kallað er slegatif (e.ventricular fibrillation.) Miðað við hversu lengi hann hafði verið „dáinn“ þá var það að mörgu leyti kraftaverk að hann hefði ekki orðið fyrir heilaskemmdum. „En það sem var svo skrýtið var að það var aldrei fundið út úr því nákvæmlega af hverju þetta hafði gerst. Ég var settur í alls konar rannsóknir og það fannst eitthvað sem heitir aukarafbraut í hjartanu sem var brennt fyrir en það var aldrei hægt að „pinpointa“ nákvæmlega af hverju þetta hefði gerst.“ Í kjölfarið gekkst Þorvaldur undir aðgerð, þar sem settur var í hann svokallaður bjargráður. Bjargráður virkar á svipaðan hátt og gangráður og grípur inn í starfsemi hjartans ef hjartsláttur verður of hægur. Munurinn á þessum tveimur tækjum er þó sá að gangráður stýrir hjartslættinum á meðan bjargráður vaktar hann, með hjálp innbyggðrar tölvu. Ef tækið greinir hjartsláttartruflanir gefur það frá rafstuð, og kemur þannig í veg fyrir hjartastopp hjá Þorvaldi. Þorvaldur fékk að halda eftir fyrsta bjargráðnum sem var settur í hann á sínum tíma.Vísir/Vilhelm Það urðu hins vegar tæknilegir örðugleikar í byrjun, eins og Þorvaldur lýsir. „Ég lenti tvisvar í því að leiðslan losnaði, fyrra skiptið var nokkrum vikum eftir aðgerðina. Þegar það gerðist fékk ég allt í einu svakalegt högg, það var eins og ég hefði verið kýldur fast. Þá var þetta semsagt bjargráðurinn að gefa mér tilefnislaust stuð. Það endaði á því að ég þurfti að fara í aðra aðgerð til að laga leiðsluna. Nokkrum vikum seinna losnaði leiðslan aftur, með sömu afleiðingum, og ég þurfti að fara í þriðju aðgerðina. En í þetta skipti var leiðslan fest almennilega.“ Tíu ára ferli En líkt og fleiri tæki þá hefur bjargráðurinn takmarkaðan líftíma; rafhlöðurnar endast ekki nema í takmarkaðan tíma. Þar af leiðandi þurfti Þorvaldur að fá nýjan bjargráð árið 2015. Í dag, níu árum seinna, sér sá bjargráður ennþá um að halda Þorvaldi gangandi, ef ske kynni að hjartað myndi bregðast honum aftur. Það eru ekki margir sem geta sagt að þeir séu drifnir áfram af vélbúnaði. En fyrir Þorvaldi er það eðlilegt. „Það er liðinn svo langur tími núna. Ég hugsa eiginlega mjög sjaldan um þetta, þetta er orðið sjálfsagður hlutur fyrir mér. Þegar þú ert búin að venjast þessu þá verður þetta norm, rétt eins og ganga með gleraugu. Ég man eftir því á sínum tíma, þegar ég var að fara í aðgerðina þar sem bjargráðurinn var settur í mig og læknirinn var að telja upp allskonar hluti sem ég mætti ekki gera, eins og að stunda áhættusport og þess háttar. Og það var auðvitað mjög niðurdrepandi og svekkjandi fyrir fimmtán ára strák. En þrátt fyrir allt þá hefur mér tekist að gera allt það sem mig langar til, ég hef stundað íþróttir og hlaupið hálfmaraþon. Og ég hef ferðast út um allan heim.“ En eins og Þorvaldur lýsir því þá var áfallið á sínum tíma gífurlega mikið fyrir ungan og hraustan unglingsstrák. „Þetta er ekki staða sem þú óskar þér að vera í, verandi nýbyrjaður í menntaskóla. Mér fannst algjörlega glatað að missa af busaballinu í Kvennó, og þurfa að eyða 16 ára afmælisdeginum mínum fastur á spítala. Og ég vildi náttúrlega bara halda áfram með lífið eins og ekkert hefði í skorist, og var þar af leiðandi ekkert sérstaklega mikið að horfa til baka. Fjölskyldan mín, fólkið í kringum mig var augljóslega líka í sjokki eftir þetta, og þetta var í raun lítið rætt svona fyrstu árin á eftir. Þegar maður er fimmtán ára að verða sextán ára þá er maður kannski ekki alveg með andlega burði, eða reiðubúinn til að „prósessa“ svona áfall. Eða það held ég. Ég myndi segja að það hafi tekið mig góð tíu ár að vinna úr þessu, og einhvern veginn byrja að skilja hvað gerðist fyrir mig. Það var eiginlega ekki fyrr en ég var kominn yfir tvítugt að ég fór í alvöru að pæla í þessu. Þetta hafði margvísleg áhrif á mig, sem ég kom ekki auga á fyrr en löngu seinna. Í nokkur ár var ég til dæmis haldinn alveg svakalegum heilsukvíða. Ég var alltaf með áhyggjur af heilsunni og í hvert sinn sem ég fann fyrir einhverjum smávægilegum verk þá var ég sannfærður um að ég væri kominn með krabbamein eða einhvern hrikalegan sjúkdóm. Ég var mjög oft að fara til læknis og biðja um að láta tékka á mér. En ég tengdi þetta aldrei við þetta áfall, þetta alvarlega tráma sem ég gekk í gegnum sem unglingur.“ Heillaður af hjartanu Árið 2012 fór Þorvaldur í Listaháskólann, á sviðshöfundabraut. Á öðru árinu í náminu byrjaði hann að sækja í eigin reynslubrunn- og hugleiðingar sínar um hjartað og dauðann. Spurningar sem höfðu leitað á hann árin á undan. „Ég gerði sviðslistaverk ásamt tveimur bekkjarfélögum mínum sem hét Gangverk lífsins. Þetta var svokallað þátttökuleikhús, þar sem fólk fór í gengum upplifunarrými. Í tengslum við það verkefni fékk ég að fara inn á Landspítalann með þáverandi hjartalækninum mínum, Hirti Oddssyni, og fékk að fylgjast með honum við störf. Og ég fékk að fylgjast með nokkrum hjartaaðgerðum, sem var ansi magnað.“ Þorvaldur framkvæmdi það sem hann kallar listræna rannsókn, á hjartanu. „Á tímabili var ég alveg heillaður, og dálítið heltekinn af hjartanu. Hjartað er nefnilega svo magnað og einstakt líffæri. Þetta er auðvitað mikilvægasta líffærið í líkamanum, það pumpar blóðinu í gegnum líkamann og heldur okkur gangandi. Það er vél; gangverk. Mér finnst svo áhugavert hvernig tilfinningar okkar hafa áhrif á starfsemi hjartans og hvernig við getum stjórnað því. Þú getur haft áhrif á eigin hjartslátt, til dæmis með því að hugsa um manneskju sem þú ert ástfanginn af, eða rifja upp erfiða minningu. Og hjartað er miklu meira en bara líffæri; það á sér mjög ríka sögu í menningunni, alveg frá tímum Forn-Grikkja og Egypta. Þess vegna vildi ég rannsaka hjartað, bæði sem líffæri og út frá þessari hugmyndafræðilegu hlið. Þorvaldur byrjaði að gera upp reynslu sína þegar hann var kominn í Listaháskólann.Vísir/Vilhelm Ég myndi segja að þetta hafi að vissu leyti hjálpað mér að „prósessa“ þetta áfall sem ég hafði gengið í gegnum fimmtán ára gamall. Það var ákveðin lækning fólgin í því að horfa á þennan atburð, algjörlega óttalaust. Skoða hann krítískt, með verkfærum listarinnar. Það kemur auðvitað ekkert í staðinn fyrir alvöru sálfræðimeðferð og andlega vinnu, ég hef alveg þurft að stunda það líka í gegnum árin, bæði í tengslum við þetta tiltekna áfall og annað sem ég hef gengið í gengum á lífsleiðinni. En þetta var engu að síður þerapía í sjálfu sér.“ Lokaverkefni Þorvaldar við Listaháskólann var sviðslistaverk- um dauðann, sem hét Handan. Það var þátttökuleikhús, þar sem áhorfendur, eða réttara sagt þátttakendur, voru settir í þau spor að deyja. Þeir fengu að „reflekta“ á eigin dauðleika. „Af því að ég hafði nefnilega líka verið með þráhyggju fyrir dauðanum á tímabili; hvað dauðinn þýddi og hvaða merkingu hann hafði. En ég held reyndar að sé bara mjög hollt hverjum og einum að velta fyrir sér eigin dauðleika. Þetta verkefni hjálpaði mér að ná vissri sátt við dauðann, myndi ég segja. Ég er ekki hræddur við dauðann í dag; ég er miklu hræddari við að ná ekki að gera allt það sem mig langar til á meðan ég lifi. Það deyja allir á endanum og þess vegna er eins gott að sætta sig við dauðann. En ég reyni að einblína á lífið, eins og það er akkúrat núna, og ég reyni að njóta þess.“ Ljóð á læknamáli Eftir útskrift úr Listaháskólanum fór Þorvaldur í meistaranám í ritlist við Háskóla Íslands. Og hann hélt áfram að velta fyrir sér ástinni og lífinu – og óþægilegri nálgun sinni við dauðann. Afraksturinn var ljóðabókin Gangverk, sem kom út hjá Forlaginu árið 2019. Önnur ljóðabókin af þremur sem Þorvaldur hefur skrifað. Gangverk er sjálfsævisögulegt verk, og er að sögn Þorvaldar lokapunkturinn í rannsóknarferlinu,Aðsend „Bókin segir sögu þessa fyrstu tíu ára sem ég var með bjargráðinn,og segir frá atvikinu og eftirmálum þess. Og hún fjallar um líka um hjartað í víðara samhengi; bókstaflega líkamlega hjartað og líka andlega og rómantíska hjartað, tilhugalífið og ástina. Ég var bæði að fjalla um mína sjúkrasögu, og mína rómantísku sögu. Þannig að þetta er nokkurskonar þroskasaga ungs manns sem er að ganga í gegnum hjartaveikindi, og er líka að ganga í gengum lífið; það að verða ástfanginn og lenda í ástarsorg og höfnun og allt sem því fylgir.“ Þorvaldi þykir einstaklega vænt um bókina Gangverk, enda afar persónulegt verk.Vísir/Vilhelm Þorvaldur fékk á sínum tíma aðgang að læknaskýrslum og bréfum sem rituð voru í tengslum við hjartastoppið. Hann nýtti þann texta í skrifunum, auk þess sem hann studdist við sínar eigin minningar. „Skýrslurnar voru skrifaðar á skrítnu og flóknu læknamáli og fullar af allskonar fræðitali og læknaslettum. Svona tungumál sem er örugglega mjög eðlilegt fyrir læknum og heilbrigðisstarfsfólki, en mjög framandi fyrir okkur hin. Ég rakst á setningar og orð sem voru óvænt mjög ljóðræn á einhvern hátt. Og ég nýtti mér það, klippti þessar setningar í sundur og endurraðaði þeim. Þessi bók var hluti af útskriftarverkefninu mínu úr ritlistarnáminu. Og hún var eiginlega svona lokapunkturinn í þessu rannsóknarferli sem ég hóf í Listaháskólanum á sínum tíma.“ Margir forvitnir Þorvaldur er með mörg járn í eldinum; hann starfar sem akademískur verkefnastjóri hjá Listaháskóla Íslands, stundar tónlistarnám og sinnir skrifum meðfram því. Á heimasíðu Þorvaldar má lesa nánar um fyrri verk hans og störf. Það er augljóslega ekki hver sem er sem getur sagt að hann hafi dáið, og komið aftur til lífs. Og í gegnum tíðina hefur Þorvaldur oftar en einu sinni svarað spurningum frá fólki sem er forvitið um þessa reynslu. „Mín reynsla er sú að það er alltaf betra að tala um hlutina heldur en að geyma þá ofan í læstri skúffu. Og nýta reynsluna til góðs. En ég er alls ekkert að sækjast eftir því að tala um þetta endalaust. Lífið heldur jú alltaf áfram. Þó svo að þetta sé auðvitað mjög stórt partur af minni lífssögu, þá vill maður nú ekkert vera þekktur sem gaurinn sem er alltaf að tala um eigin áföll, og ég vil ekki að þetta skilgreini mig.
Heilbrigðismál Ljóðlist Bókmenntir Helgarviðtal Mest lesið Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Lífið Gísli Pálmi er orðinn pabbi Lífið Kvöddu með stæl Lífið Manuela og Eiður ástfangin á ný Lífið Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Tíska og hönnun Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Lífið Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Lífið Orð ársins vísar til rotnunar heilans Lífið Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Lífið Harold með ólæknandi krabbamein Lífið Fleiri fréttir Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Sjá meira