Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 1. nóvember 2024 22:15 Wendell Green skoraði sextán stig og gaf fimm stoðsendingar hjá Keflavík. vísir/Anton Keflavík tók á móti KR í Blue höllinni í kvöld í lokaleik fimmtu umferðar Bónus deild karla. Eftir örlitla eyðimerkurgöngu var það Keflavík sem komst aftur á sigurbraut með sex stiga sigri, 94-88. Það var KR sem tók uppkastið og voru fljótir að koma sér á körfuna til að taka forystuna í kvöld. Það var mikil jafnræði með liðunum í upphafi leiks og skiptust liðin á því að setja niður skot. Þegar líða tók á leikinn var það hins vegar Keflavík sem náði flottu áhlaupi og skoraði ellefu stig í röð áður en KR náði að stöðva áhlaup heimamanna. KR náði flottum endaspretti en það var samt Keflavík sem leiddi eftir fyrsta leikhluta, 31-29. Marek Dolezaj setti fyrsta stig annars leikhluta fyrir Keflavík þegar hann setti niður eitt af tveimur vítum fyrir Keflavík en sóknarleikur Keflavíkur var ekki merkilegur í upphafi annars leikhluta og klikkaði liðið á hverju skotinu á fætur öðru á meðan KR náði að fara fram úr þeim. KR komst í fimm stiga forskot um miðjan leikhluta áður en Keflavík náði loksins að finna réttu skotin. Heimamenn náðu að jafna og var allt í járnum fram að loka sekúndum fyrri hálfleiks en þá stálu KR boltanum og Þorvaldur Orri Árnason sá til þess að KR færi með forystu inn í hálfleikinn þegar hann setti sniðskot þegar flautan gall og KR fóru með 49-51 stöðu inn í hálfleikinn. KR skoraði fyrsta stig þriðja leikhluta en Wendell Green svaraði því með þrist á hinum endanum og setti tóninn fyrir það sem koma skyldi frá Keflavík. Keflavík voru frábærir í þriðja leikhluta og náði að læsa KR. Keflavík fór að setja niður skotin sín og ná stoppum gegn KR varnarlega líka. Marek var frábær varnarlega hjá Keflavík og átti tvö frábær blokk sem keyrðu upp alla stemningu fyrir Keflavík. Heimamenn á flugi fóru með fimmtán stiga forystu inn í fjórða leikhluta, 76-61. Í fjórða leikhluta var mjög jafnt með liðunum. KR náði aðeins að saxa á forskot Keflavíkur en heimamenn leyfðu þeim þó ekki að komast mjög nálægt sér og náði að halda KR í þokkalegri fjarlægð. Keflavík fór að lokum með sex stiga sigur 94-88. Atvik leiksins Marek var frábær í kvöld og ekki annað hægt en að nefna þetta svakalega blokk sem hann átti í þriðja leikhluta sem keyrði upp alla stemningu hjá Keflavík. Átti annað blokk stuttu seinna líka en þetta varða skot undir körfunni í stöðunni 69-58 var rosalegt. Stjörnur og skúrkar Marek var frábær í kvöld og með tvöfalda tvennu, fjórtán stig og tíu fráköst auk þess að eiga varið skot og annað varnarlega. Jaka Brodnik var einnig flottur í liði Keflavíkur og var stigahæstur með nítján stig og reif niður níu fráköst að auki. Hjá KR var Nimrod Hilliard IV stigahæstur með tuttugu stig og setti nokkur góð skot fyrir gestina. Dómararnir Ég ætla ekki að útnefna mig sem einhvern sérfræðing í dómaramálum en það voru þó nokkur atriði sem fengu tuð úr stúkunni. Ég var sammála nokkrum þeirra en öðrum ekki svo heilt yfir var þetta líklega bara ágætt. Heiðarleg sjöa myndu einhverjir jafnvel kalla þetta. Stemingin og umgjörð Það er alltaf hægt að treysta á stuð og stemningu í Keflavík. Umgjörðin og púðrið sem Keflvíkingar setja í þetta er til fyrirmyndar. Hrós á KR-inga sem lögðu leið sína suður með sjó og létu vel í sér heyra. Viðtöl „Við erum ennþá í botnbaráttu og langt frá því að vera í toppbaráttu“ Strákarnir hans Péturs Ingvarssonar eru komnir aftur á sigurbraut.vísir/anton „Það er miklu skemmtilegra að vinna en að tapa,“ sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, eftir sigurinn í kvöld. Aðspurður um hvað hafi siglt þessu fyrir Keflavík grínaðist Pétur með að inná skiptingarnar sínar og vitnaði þar í „excel skiptingar“ umræðuna en hélt svo áfram. „Við spiluðum bara rosalega vel í þriðja leikhluta og héldum þeim í tíu stigum og þeir settu meira að segja þrist í lokin þannig þetta var eiginlega 27-7 kafli í þriðja leikhluta. Það er svona það sem skóp þennan sigur.“ Hvað var það sem gerðist í þriðja leikhluta sem hleypti Keflvíkingum á þetta skrið? „Meiri orka í mönnum. Menn voru að gera þetta saman í þriðja og svo sem fjórða líka en þeir settu þá erfið skot ofan í og náðu að koma sér aðeins inn í leikinn aftur.“ Keflavík hafði tapað síðustu þrem leikjum sínum og var þungu fargi létt að ná inn þessum sigri. „Að sjálfsögðu. Við erum ennþá með neikvætt skot. Við erum búnir að vinna tvo og tapa þremur. Við erum ennþá í botnbaráttu og langt frá því að vera í einhverri toppbaráttu. Við þurfum að byggja ofan á þessu og við eigum erfiðan útileik á móti ÍR sem voru næstum því búnir að vinna í síðasta leik. Við þurfum að undirbúa okkur vel fyrir það. Það er svona botnbaráttu leikur fyrir okkur. “ „Fannst við vorkenna okkur þegar hlutirnir gengu ekki alveg eins upp“ Jakob Örn Sigurðarson var ekki sáttur með þriðja leikhlutann hjá KR.vísir/hulda margrét „Þetta var mjög svekkjandi. Mér fannst þeir halda sér inni í leiknum á sóknarfráköstum og mér fannst við missa þá frá okkur með töpuðum boltum mikið í seinni hálfleik,“ sagði Jakob Örn Sigurðarson, þjálfari KR, eftir leikinn í kvöld. Keflavík fengu oft á tíðum fleiri en eitt tækifæri í sínum sóknum eftir að hafa unnið seinni bolta og var Jakob svekktur með það. „Að sjálfsögðu. Það er eitthvað sem að maður vill að liðið sitt vinni. Það að vera aktívur og með á tánnum, aggressívur og frekur á boltann. Mér fannst það að hafa tapað svona mörgum boltum í þriðja leikhluta hafa of mikil áhrif á okkur varnarlega þar sem við vorum að gefa sniðskot og fórum aðeins út úr því sem að við töluðum um að gera og vorum að gera að mestu leyti varnarlega fannst mér í þessum leik.“ KR hafa núna tapað tveim leikjum í röð og vill Jakob sjá sitt lið svara þessu sem ein heild. „Ég vill fyrst og fremst sjá okkur svara sem ein heild. Vera svolítið bara með kassan úti og spila með sjálfstraust og saman sem lið. Það var eitt af því sem ég talaði um í einu leikhléi sem ég tók. Mér fannst það svolítið hverfa hjá okkur. Mér fannst við svolítið vera að vorkenna okkur þegar hlutirnir gengu ekki alveg eins upp og við ætluðum okkur,“ sagði Jakob. „Þá þurfum við að vera meira saman og vera meira sem lið og það er svona það fyrsta sem kemur upp í hugan en þetta er langt tímabil. Það fer upp og það fer niður. Þú þarft að bregðast rétt við og þú þarft að reyna að vera vaxandi heilt yfir tímabilið og við erum ennþá á ágætis stað miðað við það.“ Bónus-deild karla Keflavík ÍF KR
Keflavík tók á móti KR í Blue höllinni í kvöld í lokaleik fimmtu umferðar Bónus deild karla. Eftir örlitla eyðimerkurgöngu var það Keflavík sem komst aftur á sigurbraut með sex stiga sigri, 94-88. Það var KR sem tók uppkastið og voru fljótir að koma sér á körfuna til að taka forystuna í kvöld. Það var mikil jafnræði með liðunum í upphafi leiks og skiptust liðin á því að setja niður skot. Þegar líða tók á leikinn var það hins vegar Keflavík sem náði flottu áhlaupi og skoraði ellefu stig í röð áður en KR náði að stöðva áhlaup heimamanna. KR náði flottum endaspretti en það var samt Keflavík sem leiddi eftir fyrsta leikhluta, 31-29. Marek Dolezaj setti fyrsta stig annars leikhluta fyrir Keflavík þegar hann setti niður eitt af tveimur vítum fyrir Keflavík en sóknarleikur Keflavíkur var ekki merkilegur í upphafi annars leikhluta og klikkaði liðið á hverju skotinu á fætur öðru á meðan KR náði að fara fram úr þeim. KR komst í fimm stiga forskot um miðjan leikhluta áður en Keflavík náði loksins að finna réttu skotin. Heimamenn náðu að jafna og var allt í járnum fram að loka sekúndum fyrri hálfleiks en þá stálu KR boltanum og Þorvaldur Orri Árnason sá til þess að KR færi með forystu inn í hálfleikinn þegar hann setti sniðskot þegar flautan gall og KR fóru með 49-51 stöðu inn í hálfleikinn. KR skoraði fyrsta stig þriðja leikhluta en Wendell Green svaraði því með þrist á hinum endanum og setti tóninn fyrir það sem koma skyldi frá Keflavík. Keflavík voru frábærir í þriðja leikhluta og náði að læsa KR. Keflavík fór að setja niður skotin sín og ná stoppum gegn KR varnarlega líka. Marek var frábær varnarlega hjá Keflavík og átti tvö frábær blokk sem keyrðu upp alla stemningu fyrir Keflavík. Heimamenn á flugi fóru með fimmtán stiga forystu inn í fjórða leikhluta, 76-61. Í fjórða leikhluta var mjög jafnt með liðunum. KR náði aðeins að saxa á forskot Keflavíkur en heimamenn leyfðu þeim þó ekki að komast mjög nálægt sér og náði að halda KR í þokkalegri fjarlægð. Keflavík fór að lokum með sex stiga sigur 94-88. Atvik leiksins Marek var frábær í kvöld og ekki annað hægt en að nefna þetta svakalega blokk sem hann átti í þriðja leikhluta sem keyrði upp alla stemningu hjá Keflavík. Átti annað blokk stuttu seinna líka en þetta varða skot undir körfunni í stöðunni 69-58 var rosalegt. Stjörnur og skúrkar Marek var frábær í kvöld og með tvöfalda tvennu, fjórtán stig og tíu fráköst auk þess að eiga varið skot og annað varnarlega. Jaka Brodnik var einnig flottur í liði Keflavíkur og var stigahæstur með nítján stig og reif niður níu fráköst að auki. Hjá KR var Nimrod Hilliard IV stigahæstur með tuttugu stig og setti nokkur góð skot fyrir gestina. Dómararnir Ég ætla ekki að útnefna mig sem einhvern sérfræðing í dómaramálum en það voru þó nokkur atriði sem fengu tuð úr stúkunni. Ég var sammála nokkrum þeirra en öðrum ekki svo heilt yfir var þetta líklega bara ágætt. Heiðarleg sjöa myndu einhverjir jafnvel kalla þetta. Stemingin og umgjörð Það er alltaf hægt að treysta á stuð og stemningu í Keflavík. Umgjörðin og púðrið sem Keflvíkingar setja í þetta er til fyrirmyndar. Hrós á KR-inga sem lögðu leið sína suður með sjó og létu vel í sér heyra. Viðtöl „Við erum ennþá í botnbaráttu og langt frá því að vera í toppbaráttu“ Strákarnir hans Péturs Ingvarssonar eru komnir aftur á sigurbraut.vísir/anton „Það er miklu skemmtilegra að vinna en að tapa,“ sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, eftir sigurinn í kvöld. Aðspurður um hvað hafi siglt þessu fyrir Keflavík grínaðist Pétur með að inná skiptingarnar sínar og vitnaði þar í „excel skiptingar“ umræðuna en hélt svo áfram. „Við spiluðum bara rosalega vel í þriðja leikhluta og héldum þeim í tíu stigum og þeir settu meira að segja þrist í lokin þannig þetta var eiginlega 27-7 kafli í þriðja leikhluta. Það er svona það sem skóp þennan sigur.“ Hvað var það sem gerðist í þriðja leikhluta sem hleypti Keflvíkingum á þetta skrið? „Meiri orka í mönnum. Menn voru að gera þetta saman í þriðja og svo sem fjórða líka en þeir settu þá erfið skot ofan í og náðu að koma sér aðeins inn í leikinn aftur.“ Keflavík hafði tapað síðustu þrem leikjum sínum og var þungu fargi létt að ná inn þessum sigri. „Að sjálfsögðu. Við erum ennþá með neikvætt skot. Við erum búnir að vinna tvo og tapa þremur. Við erum ennþá í botnbaráttu og langt frá því að vera í einhverri toppbaráttu. Við þurfum að byggja ofan á þessu og við eigum erfiðan útileik á móti ÍR sem voru næstum því búnir að vinna í síðasta leik. Við þurfum að undirbúa okkur vel fyrir það. Það er svona botnbaráttu leikur fyrir okkur. “ „Fannst við vorkenna okkur þegar hlutirnir gengu ekki alveg eins upp“ Jakob Örn Sigurðarson var ekki sáttur með þriðja leikhlutann hjá KR.vísir/hulda margrét „Þetta var mjög svekkjandi. Mér fannst þeir halda sér inni í leiknum á sóknarfráköstum og mér fannst við missa þá frá okkur með töpuðum boltum mikið í seinni hálfleik,“ sagði Jakob Örn Sigurðarson, þjálfari KR, eftir leikinn í kvöld. Keflavík fengu oft á tíðum fleiri en eitt tækifæri í sínum sóknum eftir að hafa unnið seinni bolta og var Jakob svekktur með það. „Að sjálfsögðu. Það er eitthvað sem að maður vill að liðið sitt vinni. Það að vera aktívur og með á tánnum, aggressívur og frekur á boltann. Mér fannst það að hafa tapað svona mörgum boltum í þriðja leikhluta hafa of mikil áhrif á okkur varnarlega þar sem við vorum að gefa sniðskot og fórum aðeins út úr því sem að við töluðum um að gera og vorum að gera að mestu leyti varnarlega fannst mér í þessum leik.“ KR hafa núna tapað tveim leikjum í röð og vill Jakob sjá sitt lið svara þessu sem ein heild. „Ég vill fyrst og fremst sjá okkur svara sem ein heild. Vera svolítið bara með kassan úti og spila með sjálfstraust og saman sem lið. Það var eitt af því sem ég talaði um í einu leikhléi sem ég tók. Mér fannst það svolítið hverfa hjá okkur. Mér fannst við svolítið vera að vorkenna okkur þegar hlutirnir gengu ekki alveg eins upp og við ætluðum okkur,“ sagði Jakob. „Þá þurfum við að vera meira saman og vera meira sem lið og það er svona það fyrsta sem kemur upp í hugan en þetta er langt tímabil. Það fer upp og það fer niður. Þú þarft að bregðast rétt við og þú þarft að reyna að vera vaxandi heilt yfir tímabilið og við erum ennþá á ágætis stað miðað við það.“
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti