Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar 1. nóvember 2024 11:17 Af fundi Norðurlandaráðs sem haldinn var í vikunni bárust þau frábæru tíðindi að ráðið beinir því til ríkisstjórna Norðurlanda að stöðva allar hugmyndir um námavinnslu á hafsbotni. Þar er um að ræða gríðarlega röskun á vistkerfum sjávar, sem mjög takmarkað er vitað hvaða afleiðingar getur haft, allt í þágu skjótfengins gróða námafyrirtækja. Ályktunin beinir hins vegar kastljósi að þeirri vandræðalegu staðreynd að öll Norðurlöndin nema tvö eru þegar búin að taka upp þessa afstöðu á alþjóðavísu: Bara Ísland og Noregur eiga hér eftir að sýna í verki að þau standi með vistkerfum sjávar. Noregur gengur reyndar svo langt að stefna á að leyfa námavinnslu á gríðarstóru hafsvæði innan sinnar lögsögu, en á Íslandi ríkir furðulegt sinnuleysi. Ísland tekur ekki þátt og tekur ekki afstöðu Á síðustu tveimur árum hef ég ítrekað spurt ýmsa ráðherra ríkisstjórnarinnar hvert plan Íslands sé og fengið rýr svör. Hvað hefur utanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins sagt? Alþjóðahafsbotnsstofnunin er sá vettvangur þar sem vonandi næst samstaða um alþjóðlegt bann við námavinnslu á hafsbotni, en í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn minni kom í ljós að þangað hafa fulltrúar Íslands aldrei mætt. Í framhaldinu spurði ég hvort Ísland gæti samt ekki tekið afstöðu til hugmynda um bann við námavinnslu á hafsbotni og fékk það svar frá utanríkisráðherra að á meðan Ísland væri ekki þátttakandi í starfi Alþjóðahafsbotnsstofnunarinnar stæði ekki til að tala með eða gegn slíkum hugmyndum. Ísland tekur ekki þátt og Ísland tekur ekki afstöðu. Ekki er það nú glæsilegt. Hvað þá með umhverfisráðherra Sjálfstæðisflokksins? Þegar hann mætti í þingsal til að svara fyrirspurn minni um það hvernig stjórnvöld hefðu unnið í átt að banni við námavinnslu á hafsbotni sagðist hann engar slíkar fyrirspurnir hafa fengið inn í ráðuneytið. Í framhaldinu brást ráðherrann ókvæða við og skildi ekki hvað væri verið að „spyrja um hluti sem svo sannarlega er ekki neitt að gerast í“. Þetta var í lok maí 2023, hálfu ári eftir að norsk stjórnvöld sendu til umsagnar áform sín um stórfellda námavinnslu á hafsbotni á gríðarstóru svæði sem myndi liggja rétt upp að mörkum íslensks og norsks hafsvæðis. Inn á borð ráðherrans eiga að rata mál sem snúa að umhverfismati framkvæmda sem geta haft áhrif yfir lögsögu ríkja. Ábyrgðinni varpað áfram En hvað þá með matvælaráðherra Vinstri grænna, í ljósi þess að námavinnsla á hafsbotni Noregsmegin getur hæglega haft áhrif á vistkerfi og fiskistofna sem ríkin deila? Fram kom í svari ráðherra við fyrirspurn minni í nóvember 2023 að hún hefði fyrst frétt af áformum norskra stjórnvalda í gegnum fyrirspurnina – þrátt fyrir að umhverfismatsferlið hefði þá þegar verið farið af stað. Hún þakkaði fyrir ábendinguna og sagðist munu kanna þessi mál nánar. Þegar til kastanna kom treysti matvælaráðherra sér ekki til að taka málið föstum tökum, eins og sést á svari sem hún gaf við fyrirspurn minni í ágúst síðastliðnum. Þar vísar matvælaráðherra ábyrgðinni áfram á umhverfisráðuneytið sem fari með málaflokk námavinnslu, eða utanríkisráðuneytið sem fari með stefnu Íslands á alþjóðavettvangi. Í ofanálag kemur fram að matvælaráðuneytið hafi ekkert samband haft við norsk stjórnvöld, þrátt fyrir að mikil óvissa séu um umhverfisáhrif og afleiðingar af námavinnslu á hafsbotni, bæði fyrir nytjastofna og annað lífríki sjávar. Verðum að taka skýra afstöðu Nú horfir vonandi til betri vegar eftir að Norðurlandaráð ákvað að ýta við Noregi og Íslandi. Norsk stjórnvöld verða að horfast í augu við það að gegndarlaus ásókn í auðlindir getur ekki haldið áfram án þess að nálgast vistkerfin í kringum okkur af varúð. Íslensk stjórnvöld verða að sama skapi að taka skýra afstöðu með vistkerfum sjávar, þeim sömu vistkerfum og við stólum á til að geta lifað góðu lífi á eyjunni okkar. Á undanförnum árum hafa ráðherrar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hent þessum málaflokki sín á milli eins og heitri kartöflu og neitað að taka afstöðu. Þess vegna þarf öðruvísi flokka í næstu ríkisstjórn, flokka eins og Pírata sem hafa kjark til að standa með náttúrunni og líffræðilegum fjölbreytileika. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Umhverfismál Hafið Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Af fundi Norðurlandaráðs sem haldinn var í vikunni bárust þau frábæru tíðindi að ráðið beinir því til ríkisstjórna Norðurlanda að stöðva allar hugmyndir um námavinnslu á hafsbotni. Þar er um að ræða gríðarlega röskun á vistkerfum sjávar, sem mjög takmarkað er vitað hvaða afleiðingar getur haft, allt í þágu skjótfengins gróða námafyrirtækja. Ályktunin beinir hins vegar kastljósi að þeirri vandræðalegu staðreynd að öll Norðurlöndin nema tvö eru þegar búin að taka upp þessa afstöðu á alþjóðavísu: Bara Ísland og Noregur eiga hér eftir að sýna í verki að þau standi með vistkerfum sjávar. Noregur gengur reyndar svo langt að stefna á að leyfa námavinnslu á gríðarstóru hafsvæði innan sinnar lögsögu, en á Íslandi ríkir furðulegt sinnuleysi. Ísland tekur ekki þátt og tekur ekki afstöðu Á síðustu tveimur árum hef ég ítrekað spurt ýmsa ráðherra ríkisstjórnarinnar hvert plan Íslands sé og fengið rýr svör. Hvað hefur utanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins sagt? Alþjóðahafsbotnsstofnunin er sá vettvangur þar sem vonandi næst samstaða um alþjóðlegt bann við námavinnslu á hafsbotni, en í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn minni kom í ljós að þangað hafa fulltrúar Íslands aldrei mætt. Í framhaldinu spurði ég hvort Ísland gæti samt ekki tekið afstöðu til hugmynda um bann við námavinnslu á hafsbotni og fékk það svar frá utanríkisráðherra að á meðan Ísland væri ekki þátttakandi í starfi Alþjóðahafsbotnsstofnunarinnar stæði ekki til að tala með eða gegn slíkum hugmyndum. Ísland tekur ekki þátt og Ísland tekur ekki afstöðu. Ekki er það nú glæsilegt. Hvað þá með umhverfisráðherra Sjálfstæðisflokksins? Þegar hann mætti í þingsal til að svara fyrirspurn minni um það hvernig stjórnvöld hefðu unnið í átt að banni við námavinnslu á hafsbotni sagðist hann engar slíkar fyrirspurnir hafa fengið inn í ráðuneytið. Í framhaldinu brást ráðherrann ókvæða við og skildi ekki hvað væri verið að „spyrja um hluti sem svo sannarlega er ekki neitt að gerast í“. Þetta var í lok maí 2023, hálfu ári eftir að norsk stjórnvöld sendu til umsagnar áform sín um stórfellda námavinnslu á hafsbotni á gríðarstóru svæði sem myndi liggja rétt upp að mörkum íslensks og norsks hafsvæðis. Inn á borð ráðherrans eiga að rata mál sem snúa að umhverfismati framkvæmda sem geta haft áhrif yfir lögsögu ríkja. Ábyrgðinni varpað áfram En hvað þá með matvælaráðherra Vinstri grænna, í ljósi þess að námavinnsla á hafsbotni Noregsmegin getur hæglega haft áhrif á vistkerfi og fiskistofna sem ríkin deila? Fram kom í svari ráðherra við fyrirspurn minni í nóvember 2023 að hún hefði fyrst frétt af áformum norskra stjórnvalda í gegnum fyrirspurnina – þrátt fyrir að umhverfismatsferlið hefði þá þegar verið farið af stað. Hún þakkaði fyrir ábendinguna og sagðist munu kanna þessi mál nánar. Þegar til kastanna kom treysti matvælaráðherra sér ekki til að taka málið föstum tökum, eins og sést á svari sem hún gaf við fyrirspurn minni í ágúst síðastliðnum. Þar vísar matvælaráðherra ábyrgðinni áfram á umhverfisráðuneytið sem fari með málaflokk námavinnslu, eða utanríkisráðuneytið sem fari með stefnu Íslands á alþjóðavettvangi. Í ofanálag kemur fram að matvælaráðuneytið hafi ekkert samband haft við norsk stjórnvöld, þrátt fyrir að mikil óvissa séu um umhverfisáhrif og afleiðingar af námavinnslu á hafsbotni, bæði fyrir nytjastofna og annað lífríki sjávar. Verðum að taka skýra afstöðu Nú horfir vonandi til betri vegar eftir að Norðurlandaráð ákvað að ýta við Noregi og Íslandi. Norsk stjórnvöld verða að horfast í augu við það að gegndarlaus ásókn í auðlindir getur ekki haldið áfram án þess að nálgast vistkerfin í kringum okkur af varúð. Íslensk stjórnvöld verða að sama skapi að taka skýra afstöðu með vistkerfum sjávar, þeim sömu vistkerfum og við stólum á til að geta lifað góðu lífi á eyjunni okkar. Á undanförnum árum hafa ráðherrar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hent þessum málaflokki sín á milli eins og heitri kartöflu og neitað að taka afstöðu. Þess vegna þarf öðruvísi flokka í næstu ríkisstjórn, flokka eins og Pírata sem hafa kjark til að standa með náttúrunni og líffræðilegum fjölbreytileika. Höfundur er þingmaður Pírata.
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun