„Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Stefán Árni Pálsson skrifar 1. nóvember 2024 11:31 Guðrún og Sæmundur komu að syni sínum látnum. Magnús Andri fell frá langt fyrir aldur fram vegna fíknar. Hann kemur frá góðu heimili og átti framtíðina fyrir sér en um er að ræða sjúkdóm sem erfitt er að ráða við. Foreldrar hans vilja að brugðist sé betur við þessum hópi en rætt var við þau í Íslandi í dag á Stöð 2 í vikunni. Þau Sæmundur St. Magnússon og Guðrún Katrín Sandholt kynntust í námi á Bifröst árið 2001. „Ég kem sem sagt með barn inn í sambandið en síðan árið 2003 fæðist Magnús Andri og síðan árið 2006 María Margrét,“ segir Guðrún en fjölskyldan flytur því næst í Mosfellsbæinn og þá næst upp á Akranes þar sem þau bjuggu í tólf ár. Þar gekk fjölskyldulífið vel, allt snerist um skólann, vini og íþróttir og öllum gekk vel og leið vel. „Svo líða árin og síðasta ár var mjög erfitt fyrir okkur fjölskylduna en Magnús Andri lést úr ofskömmtun,“ segir Sæmundur en fráfall hans gerðist hratt þó svo að vandamálið eigi sér mögulega lengri sögu. „Við tökum eftir að það er eitthvað í gangi þegar hann er fjórtán eða fimmtán ára. Þá kemur í ljós að hann er byrjaður að fikta við grasneyslu. Við ákváðum að flytja með hann í bæinn þar sem við héldum að hann væri í slæmum félagsskap. En hann var í raun svolítið frakkur og það var í raun hann sem var slæmi félagsskapurinn. Við héldum að þetta myndi lagast hér í bænum. Hann fer í Iðnskólinn í húsasmíði og var þar í eina önn, var ekki alveg að fíla þetta svo að hann fer í Borgarholtsskóla og er þar í eina önn og svo fer hann að vinna. Hann var hörkuduglegur og sá alltaf um sig sjálfur fjárhagslega,“ segir Guðrún. „Hann var duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan,“ segir Sæmundur. Magnús var glaður ungur drengur. Foreldrarnir taka eftir því þegar Magnús er um átján ára að það er einhver meiri neysla í gangi. Og neyslan náði honum strax. „Hann sagði það við okkur sjálfur,“ segir Guðrún en fljótlega var hann kominn í harðari efni. „Stuttu áður en hann lést var honum vísað af fíknigeðdeild og ég hafði samband við lögfræðing um að svifta hann sjálfræði og láta setja hann inn. En þó sviptum sjálfræði færi í gegn þá var ekkert vistunarúrræði. Það hefði því ekki breytt einu eða neinu,“ segir Sæmundur. Var ekki nægilega geðveikur „Ég vann í raun mjög lítið alveg síðustu tvö árin,“ segir Guðrún en þau hjónin gáfust aldrei upp á drengnum. Aðalumræðan á heimilinu hafi alltaf verið hvernig hægt væri að bjarga stráknum. „Ég hringdi á hverjum einasta degi í þrjá mánuði og talaði inn á símsvara á Hlaðgerðarkoti og gaf upp nafn hans og kennitölu til að reyna koma honum þar inn,“ segir Guðrún en þau fengu oft ráðleggingar að loka á hann en það var aldrei inni í myndinni. En svona voru síðustu dagar hans. „Í janúar átti hann pantað sjálfviljugur í meðferð, hann vildi fara og vildi snúa við blaðinu. Hann fer inn á fíknigeðdeild og er þar í tvær vikur og í kjölfarið fær hann strax inn á Vog. Fer þar út samdægurs beint inn á fíknigeðdeild aftur og þar er honum vísað út eftir nokkra daga og hann var rosalega ósáttur við það, hann vildi vera inni. Hann treysti sér ekki heim, hann var í það rosalegum fráhvörfum. Hann fékk að vera nokkra daga í viðbót, ég barðist fyrir því. Hann var ekki nægilega geðveikur til að vera þarna inni. Hann fer heim á mánudegi og byrjar að stunda fundi og fær sponsor. Hann var í raun rosalega ánægður miðað við allt og hann vildi virkilega, þó maður hafi séð hvað þetta var ógeðslega erfitt fyrir hann,“ segir móðir hans. „En svo gerist eitthvað þennan laugardag og við finnum hann á sunnudeginum, viku eftir að hann kemur út,“ segir Sæmundur og heldur áfram. „Það er ekki hægt að lýsa því að koma að syni sínum látnum. Ef einhver hugsar að það sé erfitt þá getur hann margfaldað það með svona hundrað milljónum og þá getur maður kannski ímyndað sér hvernig það er.“ Þau vilja ekki að aðrir foreldrar lendi í sömu stöðu. Styrktartónleikar til minningar um Magnús voru haldnir í Langholtskirkju í gær. Ísland í dag Fíkn Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Fleiri fréttir Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Sjá meira
Foreldrar hans vilja að brugðist sé betur við þessum hópi en rætt var við þau í Íslandi í dag á Stöð 2 í vikunni. Þau Sæmundur St. Magnússon og Guðrún Katrín Sandholt kynntust í námi á Bifröst árið 2001. „Ég kem sem sagt með barn inn í sambandið en síðan árið 2003 fæðist Magnús Andri og síðan árið 2006 María Margrét,“ segir Guðrún en fjölskyldan flytur því næst í Mosfellsbæinn og þá næst upp á Akranes þar sem þau bjuggu í tólf ár. Þar gekk fjölskyldulífið vel, allt snerist um skólann, vini og íþróttir og öllum gekk vel og leið vel. „Svo líða árin og síðasta ár var mjög erfitt fyrir okkur fjölskylduna en Magnús Andri lést úr ofskömmtun,“ segir Sæmundur en fráfall hans gerðist hratt þó svo að vandamálið eigi sér mögulega lengri sögu. „Við tökum eftir að það er eitthvað í gangi þegar hann er fjórtán eða fimmtán ára. Þá kemur í ljós að hann er byrjaður að fikta við grasneyslu. Við ákváðum að flytja með hann í bæinn þar sem við héldum að hann væri í slæmum félagsskap. En hann var í raun svolítið frakkur og það var í raun hann sem var slæmi félagsskapurinn. Við héldum að þetta myndi lagast hér í bænum. Hann fer í Iðnskólinn í húsasmíði og var þar í eina önn, var ekki alveg að fíla þetta svo að hann fer í Borgarholtsskóla og er þar í eina önn og svo fer hann að vinna. Hann var hörkuduglegur og sá alltaf um sig sjálfur fjárhagslega,“ segir Guðrún. „Hann var duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan,“ segir Sæmundur. Magnús var glaður ungur drengur. Foreldrarnir taka eftir því þegar Magnús er um átján ára að það er einhver meiri neysla í gangi. Og neyslan náði honum strax. „Hann sagði það við okkur sjálfur,“ segir Guðrún en fljótlega var hann kominn í harðari efni. „Stuttu áður en hann lést var honum vísað af fíknigeðdeild og ég hafði samband við lögfræðing um að svifta hann sjálfræði og láta setja hann inn. En þó sviptum sjálfræði færi í gegn þá var ekkert vistunarúrræði. Það hefði því ekki breytt einu eða neinu,“ segir Sæmundur. Var ekki nægilega geðveikur „Ég vann í raun mjög lítið alveg síðustu tvö árin,“ segir Guðrún en þau hjónin gáfust aldrei upp á drengnum. Aðalumræðan á heimilinu hafi alltaf verið hvernig hægt væri að bjarga stráknum. „Ég hringdi á hverjum einasta degi í þrjá mánuði og talaði inn á símsvara á Hlaðgerðarkoti og gaf upp nafn hans og kennitölu til að reyna koma honum þar inn,“ segir Guðrún en þau fengu oft ráðleggingar að loka á hann en það var aldrei inni í myndinni. En svona voru síðustu dagar hans. „Í janúar átti hann pantað sjálfviljugur í meðferð, hann vildi fara og vildi snúa við blaðinu. Hann fer inn á fíknigeðdeild og er þar í tvær vikur og í kjölfarið fær hann strax inn á Vog. Fer þar út samdægurs beint inn á fíknigeðdeild aftur og þar er honum vísað út eftir nokkra daga og hann var rosalega ósáttur við það, hann vildi vera inni. Hann treysti sér ekki heim, hann var í það rosalegum fráhvörfum. Hann fékk að vera nokkra daga í viðbót, ég barðist fyrir því. Hann var ekki nægilega geðveikur til að vera þarna inni. Hann fer heim á mánudegi og byrjar að stunda fundi og fær sponsor. Hann var í raun rosalega ánægður miðað við allt og hann vildi virkilega, þó maður hafi séð hvað þetta var ógeðslega erfitt fyrir hann,“ segir móðir hans. „En svo gerist eitthvað þennan laugardag og við finnum hann á sunnudeginum, viku eftir að hann kemur út,“ segir Sæmundur og heldur áfram. „Það er ekki hægt að lýsa því að koma að syni sínum látnum. Ef einhver hugsar að það sé erfitt þá getur hann margfaldað það með svona hundrað milljónum og þá getur maður kannski ímyndað sér hvernig það er.“ Þau vilja ekki að aðrir foreldrar lendi í sömu stöðu. Styrktartónleikar til minningar um Magnús voru haldnir í Langholtskirkju í gær.
Ísland í dag Fíkn Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Fleiri fréttir Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“