„Flokkarnir urðu skíthræddir“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. október 2024 19:56 Kikka Sigurðardóttir segir Græningja komna til að vera og að flokkurinn muni veita næstu ríkisstjórn mikilvægt aðhald í umhverfismálum. Græningjar eru hættir við að bjóða fram í alþingiskosningum 30. nóvember næstkomandi. Formaður flokksins segir innkomu Græningja hafa hrætt hina flokkana og haft áhrif á lista þeirra. Flokkurinn muni bjóða fram í næstu alþingiskosningum. Frestur til að skila inn framboðum vegna kosninga til Alþingis er til hádegis á morgun, fimmtudaginn 31. október 2024, og því enn tími til að safna meðmælum. Andrés Jónsson, almannatengill og hlaðvarpsstjórnandi, kastaði því hins vegar fram í Reykjavík síðdegis í dag að Græningjar hefðu ekki náð að safna nægilega mörgum meðmælum. Fréttastofa heyrði hljóðið í Kikku Sigurðardóttur, rithöfundi og formanni Græningja, til að athuga hver staðan væri hjá flokknum. „Við ákváðum bara að hætta en við vorum komin með eitthvað af meðmælum,“ sagði Kikka og bætti við „Það er bara ein og hálf vika síðan við héldum stofnfund.“ Umhverfissinnar skyndilega birst á listum „Við erum fyrst og fremst ánægð með áhrifin sem við höfðum á aðra flokka því þeir fóru strax í að raða umhverfissinnum á sína lista og við erum spennt að sjá hvað gerist. Hvort umhverfissmálin verði eitthvað rædd í þessari kosningabaráttu,“ hún einnig. „Við förum ekki fram núna og það er í fínu lagi. Við notum þá bara veturinn til að klára það sem við ætluðum að gera í vetur, sem er að stofna deildir um allt land og vera tilbúin fyrir næstu kosningar. Við vissum alveg í upphafi að þetta myndi ekki nást en ákváðum að skella okkur fram til að sjá viðbrögðin. Við höfum fengið rosagóð viðbrögð frá fólki og flokkarnir urðu skíthræddir.“ Og komin með þingmann. „Fyrir utan það náttúrulega.“ „Þau munu lofa öllu fögru en svo verður ekkert gert“ Voruð þið nálægt því að ná meðmælafjölda í einhverju kjördæmi? „Ég hef ekki kíkt á þetta í dag einu sinni, ég er búinn að vera svo upptekinn í dag að vinna upp það sem ég gerði ekki í vikunni. En örugglega í Norðvestur- og Norðaustur- vorum við nálægt því. En það er ekki aðalmálið, það er að við erum komin fram á sviðið og við verðum þar áfram. Við verðum aðhald fyrir þau stjórnvöld sem munu taka við. Við erum umhverfisflokkur númer 1, 2 og 3 og munum alltaf berjast fyrir náttúru Íslands, loftslagsvánni og að auðlindir verði í eigu þjóðarinnar. Það er enginn búinn að vera að hugsa um þetta síðustu sjö árin. Við erum nauðsynleg. Þó við komum ekki núna, munum við koma næst. Þau munu lofa öllu fögru en svo verður ekkert gert. Því miður.“ Alþingiskosningar 2024 Umhverfismál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Frestur til að skila inn framboðum vegna kosninga til Alþingis er til hádegis á morgun, fimmtudaginn 31. október 2024, og því enn tími til að safna meðmælum. Andrés Jónsson, almannatengill og hlaðvarpsstjórnandi, kastaði því hins vegar fram í Reykjavík síðdegis í dag að Græningjar hefðu ekki náð að safna nægilega mörgum meðmælum. Fréttastofa heyrði hljóðið í Kikku Sigurðardóttur, rithöfundi og formanni Græningja, til að athuga hver staðan væri hjá flokknum. „Við ákváðum bara að hætta en við vorum komin með eitthvað af meðmælum,“ sagði Kikka og bætti við „Það er bara ein og hálf vika síðan við héldum stofnfund.“ Umhverfissinnar skyndilega birst á listum „Við erum fyrst og fremst ánægð með áhrifin sem við höfðum á aðra flokka því þeir fóru strax í að raða umhverfissinnum á sína lista og við erum spennt að sjá hvað gerist. Hvort umhverfissmálin verði eitthvað rædd í þessari kosningabaráttu,“ hún einnig. „Við förum ekki fram núna og það er í fínu lagi. Við notum þá bara veturinn til að klára það sem við ætluðum að gera í vetur, sem er að stofna deildir um allt land og vera tilbúin fyrir næstu kosningar. Við vissum alveg í upphafi að þetta myndi ekki nást en ákváðum að skella okkur fram til að sjá viðbrögðin. Við höfum fengið rosagóð viðbrögð frá fólki og flokkarnir urðu skíthræddir.“ Og komin með þingmann. „Fyrir utan það náttúrulega.“ „Þau munu lofa öllu fögru en svo verður ekkert gert“ Voruð þið nálægt því að ná meðmælafjölda í einhverju kjördæmi? „Ég hef ekki kíkt á þetta í dag einu sinni, ég er búinn að vera svo upptekinn í dag að vinna upp það sem ég gerði ekki í vikunni. En örugglega í Norðvestur- og Norðaustur- vorum við nálægt því. En það er ekki aðalmálið, það er að við erum komin fram á sviðið og við verðum þar áfram. Við verðum aðhald fyrir þau stjórnvöld sem munu taka við. Við erum umhverfisflokkur númer 1, 2 og 3 og munum alltaf berjast fyrir náttúru Íslands, loftslagsvánni og að auðlindir verði í eigu þjóðarinnar. Það er enginn búinn að vera að hugsa um þetta síðustu sjö árin. Við erum nauðsynleg. Þó við komum ekki núna, munum við koma næst. Þau munu lofa öllu fögru en svo verður ekkert gert. Því miður.“
Alþingiskosningar 2024 Umhverfismál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira