Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar 30. október 2024 10:31 Hann vaknar við vekjaraklukkuna, ómissandi tæki sem kom fyrst fram á sjónarsviðið í Frakklandi undir lok 19. aldar, sveiflar af sér dúnsænginni, sem á rætur í Kína um 3 þúsund f.kr. og fékk almenna útbreiðslu í Noregi fyrir um þúsund árum, og stígur upp úr rúminu, sem er framleitt í Svíþjóð en kom fyrst fram í S-Afríku fyrir um 77 þúsund árum og var algeng í núverandi mynd hjá Forn-Egyptum. Eftir að hann hefur smellt á sig inniskóm, sem voru fyrst framleiddir í Kína fyrir um 4.700 árum, og farið í náttfötin, sem rekja ættir sínar til Ottóman-heimsveldisins á 12. öld, fer hann inn í eldhús. Þar hellir hann upp á kaffi, sem geitasmalinn Kaldi lagaði fyrstur manna í Eþíópíu 800 e.kr., en fyrir konuna útbýr hann te, sem deilt er um hvort eigi rætur í Kína, Tævan, Japan, Sri Lanka eða Indlandi en hann keypti nú bara í Krónunni (vörumerkið First Price, flutt inn á fríverslunarsamningi frá Noregi), með ögn af sykri sem var fyrst unnin í Nýju-Gíneu. Hann smyr sér brauð, sem byggir á tækni sem líklega kom fyrst fram á svæðinu umhverfis Jórdaníu um 10 þúsund árum f.kr., með rammíslensku smjöri, sem á rætur til Afríku 8 þúsund árum f.kr. og var notað sem andlitskrem í Egyptalandi til forna, og setur á það ost, sem er framleiddur með aðferð sem kom fram Mið-Austurlöndum og voru þróaðar af Rómverjum, og sultu, sem Grikkir settu fyrstir á brauð. Stundum fær hann sér ekta amerískt hnetusmjör, sem er uppfinning Inka í Suður-Ameríku. Eftir morgunmat flýtir hann sér að bursta tennurnar með tannbursta, sem kom fyrst fram í Kína á 8. öld, og tannkremi sem er útgáfa af efni sem Egyptar notuðu til sömu hluta fyrir um 7 þúsund árum, smellir sér í jakkafötin, sem rekja má til breska smekkmannsins Beau Brummel á 18. öld og setur á sig bindi, sem króatískir málaliðar gerðu svo fræg í Frakklandi árið 1636 að Louis XIII varð að fá sér eitt. Hann fer út í japanskan bíl, sem byggir á uppfinningu sem Carl Benz fékk fyrstur einkaleyfi fyrir í Þýskalandi árið 1886 og ekur í vinnuna þar sem hann skrifar á blað, sem á rætur til Forn-Egypta en var fyrst framleitt í Kína um árið 100, pælingar um árekstra vegna blöndunar menningarheima. Höfundur er fyrrverandi ríkissáttasemjari og er í 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Aðalsteinn Leifsson Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Hann vaknar við vekjaraklukkuna, ómissandi tæki sem kom fyrst fram á sjónarsviðið í Frakklandi undir lok 19. aldar, sveiflar af sér dúnsænginni, sem á rætur í Kína um 3 þúsund f.kr. og fékk almenna útbreiðslu í Noregi fyrir um þúsund árum, og stígur upp úr rúminu, sem er framleitt í Svíþjóð en kom fyrst fram í S-Afríku fyrir um 77 þúsund árum og var algeng í núverandi mynd hjá Forn-Egyptum. Eftir að hann hefur smellt á sig inniskóm, sem voru fyrst framleiddir í Kína fyrir um 4.700 árum, og farið í náttfötin, sem rekja ættir sínar til Ottóman-heimsveldisins á 12. öld, fer hann inn í eldhús. Þar hellir hann upp á kaffi, sem geitasmalinn Kaldi lagaði fyrstur manna í Eþíópíu 800 e.kr., en fyrir konuna útbýr hann te, sem deilt er um hvort eigi rætur í Kína, Tævan, Japan, Sri Lanka eða Indlandi en hann keypti nú bara í Krónunni (vörumerkið First Price, flutt inn á fríverslunarsamningi frá Noregi), með ögn af sykri sem var fyrst unnin í Nýju-Gíneu. Hann smyr sér brauð, sem byggir á tækni sem líklega kom fyrst fram á svæðinu umhverfis Jórdaníu um 10 þúsund árum f.kr., með rammíslensku smjöri, sem á rætur til Afríku 8 þúsund árum f.kr. og var notað sem andlitskrem í Egyptalandi til forna, og setur á það ost, sem er framleiddur með aðferð sem kom fram Mið-Austurlöndum og voru þróaðar af Rómverjum, og sultu, sem Grikkir settu fyrstir á brauð. Stundum fær hann sér ekta amerískt hnetusmjör, sem er uppfinning Inka í Suður-Ameríku. Eftir morgunmat flýtir hann sér að bursta tennurnar með tannbursta, sem kom fyrst fram í Kína á 8. öld, og tannkremi sem er útgáfa af efni sem Egyptar notuðu til sömu hluta fyrir um 7 þúsund árum, smellir sér í jakkafötin, sem rekja má til breska smekkmannsins Beau Brummel á 18. öld og setur á sig bindi, sem króatískir málaliðar gerðu svo fræg í Frakklandi árið 1636 að Louis XIII varð að fá sér eitt. Hann fer út í japanskan bíl, sem byggir á uppfinningu sem Carl Benz fékk fyrstur einkaleyfi fyrir í Þýskalandi árið 1886 og ekur í vinnuna þar sem hann skrifar á blað, sem á rætur til Forn-Egypta en var fyrst framleitt í Kína um árið 100, pælingar um árekstra vegna blöndunar menningarheima. Höfundur er fyrrverandi ríkissáttasemjari og er í 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun