Þotur ráðherranna í krefjandi lendingum Kristján Már Unnarsson skrifar 28. október 2024 22:30 Þota sænska forsætisráðherrans að lenda á Reykjavíkurflugvelli síðdegis. Sigurjón Ólason Þrír af forsætisráðherrum Norðurlandanna flugu til Íslands á einkaþotum og lentu þær með fárra mínútna millibili á Reykjavíkurflugvelli síðdegis. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá hve krefjandi aðstæður voru á flugvellinum. Þar var suðvestan strekkingur með rigningarsudda þegar fyrsta þotan birtist úr skýjunum yfir Tjörninni klukkan korter yfir fjögur og greinilegt að talsverð ókyrrð var í lofti þegar flugmennirnir lentu vélinni. Þar var komin þota sænska forsætisráðherrans, Ulfs Kristersson, nítján sæta af gerðinni Grumman Gulfstream, merkt sænska flughernum. Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, stiginn frá borði.Sigurjón Ólason Um líkt leyti og verið var að leggja henni við Loftleiðahótelið birtist næsta þota með norska forsætisráðherrannn um borð, Jonas Gahr Støre. Þotan sem hann kom á er af gerðinni Dassault Falcon og með sæti fyrir allt að tíu farþega. Henni var sömuleiðis ekið að Loftleiðahótelinu og lagt við hlið þeirrar sænsku. Í sömu mund birtist svo þriðja þotan úr skýjaþykkninu með danska forsætisráðherrann um borð, Mette Frederiksen. Einnig hún mátti þola talsverðan hristing þegar vængirnir sveifluðust til í lendingunni. Þota hennar, merkt danska flughernum, er af gerðinni Bombardier Challenger og með pláss fyrir allt að nítján farþega. Svo þétt komu þoturnar að beðið var með að hleypa farþegunum úr þeim fyrri út þar til búið var að leggja þeim öllum á flugstæðinu og drepa á hreyflunum. Þá loks þótti óhætt að opna dyrnar. Bílalestunum var síðan ekið upp að þotunum, hverri að sinni. Þotur forsætisráðherra Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar við Loftleiðahótelið síðdegis. Ráðherrarnir og fylgdarlið að koma sér fyrir í bílunum sem óku þeim til Þingvalla.KMU Sérstakar móttökunefndir tóku á móti ráðherrunum og fylgdarliði þeirra. Meðan gestirnir komu sér fyrir í bílunum mátti sjá enn eina lögreglufylgdina á Hringbrautinni, væntanlega með finnska forsætisráðherrann, sem sameinaðist fljótlega hinum þremur. Aðeins þrír af forsætisráðherrunum flugu með glæsiþotum til Reykjavíkur. Finnski forsætisráðherrann kom með almennu farþegaflugi til Keflavíkur í morgun. Hér má sjá lendingarnar: Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Norðurlandaráð Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Svíþjóð Noregur Danmörk Finnland Tengdar fréttir Svona var dagur Selenskíjs á Íslandi Forseti Úkraínu, fundaði með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í dag á Þingvöllum. Stuttu síðar funduðu þeir tveir með forsætisráðherrum Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands, sem staddir eru hér á landi vegna þings Norðurlandaráðs. Á blaðamannafundi Selenskíj og ráðamanna þakkaði hann fyrir stuðning Norðurlanda við Úkraínu. 28. október 2024 20:18 Vopnaðir lögreglumenn standa vaktina Vopnaðir lögreglumenn standa vaktina á suðvesturhorninu í dag í tilefni Norðurlandaráðsþings og heimsóknar Úkraínuforseta. Forsætisráðherra fundar með Úkraínuforseta á Þingvöllum í dag. 28. október 2024 13:35 Götulokanir og mikil öryggisgæsla vegna heimsóknar þjóðarleiðtoga Mikill viðbúnaður og öryggisgæsla verður í höfuðborginni á morgun þegar von er á fjölda erlendra þjóðarleiðtoga í tengslum við Norðurlandaráðsþing i Reykjavík. Samvinna í öryggis- og varnarmálum og friður og öryggi á Norðurslóðum verða í brennidepli á þinginu í ár. 27. október 2024 12:40 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá hve krefjandi aðstæður voru á flugvellinum. Þar var suðvestan strekkingur með rigningarsudda þegar fyrsta þotan birtist úr skýjunum yfir Tjörninni klukkan korter yfir fjögur og greinilegt að talsverð ókyrrð var í lofti þegar flugmennirnir lentu vélinni. Þar var komin þota sænska forsætisráðherrans, Ulfs Kristersson, nítján sæta af gerðinni Grumman Gulfstream, merkt sænska flughernum. Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, stiginn frá borði.Sigurjón Ólason Um líkt leyti og verið var að leggja henni við Loftleiðahótelið birtist næsta þota með norska forsætisráðherrannn um borð, Jonas Gahr Støre. Þotan sem hann kom á er af gerðinni Dassault Falcon og með sæti fyrir allt að tíu farþega. Henni var sömuleiðis ekið að Loftleiðahótelinu og lagt við hlið þeirrar sænsku. Í sömu mund birtist svo þriðja þotan úr skýjaþykkninu með danska forsætisráðherrann um borð, Mette Frederiksen. Einnig hún mátti þola talsverðan hristing þegar vængirnir sveifluðust til í lendingunni. Þota hennar, merkt danska flughernum, er af gerðinni Bombardier Challenger og með pláss fyrir allt að nítján farþega. Svo þétt komu þoturnar að beðið var með að hleypa farþegunum úr þeim fyrri út þar til búið var að leggja þeim öllum á flugstæðinu og drepa á hreyflunum. Þá loks þótti óhætt að opna dyrnar. Bílalestunum var síðan ekið upp að þotunum, hverri að sinni. Þotur forsætisráðherra Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar við Loftleiðahótelið síðdegis. Ráðherrarnir og fylgdarlið að koma sér fyrir í bílunum sem óku þeim til Þingvalla.KMU Sérstakar móttökunefndir tóku á móti ráðherrunum og fylgdarliði þeirra. Meðan gestirnir komu sér fyrir í bílunum mátti sjá enn eina lögreglufylgdina á Hringbrautinni, væntanlega með finnska forsætisráðherrann, sem sameinaðist fljótlega hinum þremur. Aðeins þrír af forsætisráðherrunum flugu með glæsiþotum til Reykjavíkur. Finnski forsætisráðherrann kom með almennu farþegaflugi til Keflavíkur í morgun. Hér má sjá lendingarnar:
Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Norðurlandaráð Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Svíþjóð Noregur Danmörk Finnland Tengdar fréttir Svona var dagur Selenskíjs á Íslandi Forseti Úkraínu, fundaði með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í dag á Þingvöllum. Stuttu síðar funduðu þeir tveir með forsætisráðherrum Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands, sem staddir eru hér á landi vegna þings Norðurlandaráðs. Á blaðamannafundi Selenskíj og ráðamanna þakkaði hann fyrir stuðning Norðurlanda við Úkraínu. 28. október 2024 20:18 Vopnaðir lögreglumenn standa vaktina Vopnaðir lögreglumenn standa vaktina á suðvesturhorninu í dag í tilefni Norðurlandaráðsþings og heimsóknar Úkraínuforseta. Forsætisráðherra fundar með Úkraínuforseta á Þingvöllum í dag. 28. október 2024 13:35 Götulokanir og mikil öryggisgæsla vegna heimsóknar þjóðarleiðtoga Mikill viðbúnaður og öryggisgæsla verður í höfuðborginni á morgun þegar von er á fjölda erlendra þjóðarleiðtoga í tengslum við Norðurlandaráðsþing i Reykjavík. Samvinna í öryggis- og varnarmálum og friður og öryggi á Norðurslóðum verða í brennidepli á þinginu í ár. 27. október 2024 12:40 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Svona var dagur Selenskíjs á Íslandi Forseti Úkraínu, fundaði með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í dag á Þingvöllum. Stuttu síðar funduðu þeir tveir með forsætisráðherrum Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands, sem staddir eru hér á landi vegna þings Norðurlandaráðs. Á blaðamannafundi Selenskíj og ráðamanna þakkaði hann fyrir stuðning Norðurlanda við Úkraínu. 28. október 2024 20:18
Vopnaðir lögreglumenn standa vaktina Vopnaðir lögreglumenn standa vaktina á suðvesturhorninu í dag í tilefni Norðurlandaráðsþings og heimsóknar Úkraínuforseta. Forsætisráðherra fundar með Úkraínuforseta á Þingvöllum í dag. 28. október 2024 13:35
Götulokanir og mikil öryggisgæsla vegna heimsóknar þjóðarleiðtoga Mikill viðbúnaður og öryggisgæsla verður í höfuðborginni á morgun þegar von er á fjölda erlendra þjóðarleiðtoga í tengslum við Norðurlandaráðsþing i Reykjavík. Samvinna í öryggis- og varnarmálum og friður og öryggi á Norðurslóðum verða í brennidepli á þinginu í ár. 27. október 2024 12:40
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels