Segja Man. Utd með fimm manna lista en hver er líklegastur? Sindri Sverrisson skrifar 28. október 2024 13:36 Ruud van Nistelrooy gæti mögulega tryggt sér starfið til frambúðar ef hann stendur sig sem tímabundinn stjóri Manchester United. Getty/John Walton Manchester United er nú í leit að nýjum knattspyrnustjóra til frambúðar, eftir að Hollendingurinn Erik ten Hag fékk að vita það í morgun að hann hefði verið rekinn. Ljóst er að Ruud van Nistelrooy mun stýra United að minnsta kosti tímabundið, eftir að hafa verið aðstoðarstjóri, en liðið á fyrir höndum leiki gegn Leicester í deildabikarnum á miðvikudagskvöld, við Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag, og við PAOK í Evrópudeildinni fimmtudaginn 7. nóvember. Það að hafa Nistelrooy gefur United svigrúm til að taka sér tíma í að ráða næsta knattspyrnustjóra, en samkvæmt veðbönkum í dag er Nistelrooy reyndar talinn líklegastur sem framtíðarstjóri félagsins. Þessi 48 ára Hollendingur raðaði inn mörkum fyrir United á árunum 2001-2006 og hefur þjálfað hjá PSV Eindhoven eftir að skórnir fóru upp í hillu. Hann stýrði þar yngri liðum en tók svo við aðalliði félagsins í mars 2022, áður en hann hætti rúmu ári síðar, eftir að hafa gert PSV að bikarmeistara, og bar fyrir sig skort á stuðningi stjórnenda. Hann var svo ráðinn til United í sumar. Fyrir utan Nistelrooy eru Spánverjinn Xavi, Englendingarnir Gareth Southgate og Graham Potter, Daninn Thomas Frank og Portúgalinn Ruben Amorim einna helst nefndir til sögunnar og efstir í veðbönkum yfir mögulega arftaka Ten Hag. Gareth Southgate bíður mögulega við símann.Getty/Dave Benett Potter var rekinn frá Chelsea í apríl 2023 og er enn án starfs. Áður hafði hann náð afar eftirtektarverðum árangri, fyrst með sænska smáliðinu Östersund og svo sem stjóri Swansea og Brighton. Thomas Frank hefur þótt gera góða hluti með Brentford sem hann kom upp og festi í sessi í ensku úrvalsdeildinni. Það myndi þó kosta sitt fyrir United að losa hann frá Brentford. Amorim var sterklega orðaður við Liverpool áður en félagið réði Arne Slot. Hann stýrði Sporting Lissabon til portúgalska meistaratitilsins árið 2021, aðeins 36 ára gamall, eftir nítján ára bið félagsins, og vann titilinn aftur á síðustu leiktíð. Hann er með samning við Sporting sem gildir til sumarsins 2026. Southgate er án starfs eftir að hafa stýrt enska landsliðinu og nú síðast komið því í úrslitaleik Evrópumótsins í sumar, þar sem það tapaði fyrir Spáni. Xavi stýrði Barcelona til spænska meistaratitilsins á tveimur og hálfu ári sem stjóri félags í mikilli fjárhagskrísu, áður en hann hætti síðasta vor. Sky Sports segir að United sé með fimm manna lista til að vinna út frá en telur þó ekki upp nöfnin á þeim lista. Á meðal annarra sem nefndir hafa verið til sögunnar, fyrir utan þá sem taldir eru upp hér að ofan, eru Kieran McKenna, Zinedine Zidane, Simone Inzaghi, Michael Carrick, Julian Nagelsmann, Edin Terzic og Roberto de Zerbi. Enski boltinn Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Í beinni: Ipswich Town - Manchester City | Meistararnir heimsækja nýliðana Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Sjá meira
Ljóst er að Ruud van Nistelrooy mun stýra United að minnsta kosti tímabundið, eftir að hafa verið aðstoðarstjóri, en liðið á fyrir höndum leiki gegn Leicester í deildabikarnum á miðvikudagskvöld, við Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag, og við PAOK í Evrópudeildinni fimmtudaginn 7. nóvember. Það að hafa Nistelrooy gefur United svigrúm til að taka sér tíma í að ráða næsta knattspyrnustjóra, en samkvæmt veðbönkum í dag er Nistelrooy reyndar talinn líklegastur sem framtíðarstjóri félagsins. Þessi 48 ára Hollendingur raðaði inn mörkum fyrir United á árunum 2001-2006 og hefur þjálfað hjá PSV Eindhoven eftir að skórnir fóru upp í hillu. Hann stýrði þar yngri liðum en tók svo við aðalliði félagsins í mars 2022, áður en hann hætti rúmu ári síðar, eftir að hafa gert PSV að bikarmeistara, og bar fyrir sig skort á stuðningi stjórnenda. Hann var svo ráðinn til United í sumar. Fyrir utan Nistelrooy eru Spánverjinn Xavi, Englendingarnir Gareth Southgate og Graham Potter, Daninn Thomas Frank og Portúgalinn Ruben Amorim einna helst nefndir til sögunnar og efstir í veðbönkum yfir mögulega arftaka Ten Hag. Gareth Southgate bíður mögulega við símann.Getty/Dave Benett Potter var rekinn frá Chelsea í apríl 2023 og er enn án starfs. Áður hafði hann náð afar eftirtektarverðum árangri, fyrst með sænska smáliðinu Östersund og svo sem stjóri Swansea og Brighton. Thomas Frank hefur þótt gera góða hluti með Brentford sem hann kom upp og festi í sessi í ensku úrvalsdeildinni. Það myndi þó kosta sitt fyrir United að losa hann frá Brentford. Amorim var sterklega orðaður við Liverpool áður en félagið réði Arne Slot. Hann stýrði Sporting Lissabon til portúgalska meistaratitilsins árið 2021, aðeins 36 ára gamall, eftir nítján ára bið félagsins, og vann titilinn aftur á síðustu leiktíð. Hann er með samning við Sporting sem gildir til sumarsins 2026. Southgate er án starfs eftir að hafa stýrt enska landsliðinu og nú síðast komið því í úrslitaleik Evrópumótsins í sumar, þar sem það tapaði fyrir Spáni. Xavi stýrði Barcelona til spænska meistaratitilsins á tveimur og hálfu ári sem stjóri félags í mikilli fjárhagskrísu, áður en hann hætti síðasta vor. Sky Sports segir að United sé með fimm manna lista til að vinna út frá en telur þó ekki upp nöfnin á þeim lista. Á meðal annarra sem nefndir hafa verið til sögunnar, fyrir utan þá sem taldir eru upp hér að ofan, eru Kieran McKenna, Zinedine Zidane, Simone Inzaghi, Michael Carrick, Julian Nagelsmann, Edin Terzic og Roberto de Zerbi.
Enski boltinn Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Fleiri fréttir Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Í beinni: Ipswich Town - Manchester City | Meistararnir heimsækja nýliðana Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Sjá meira