Hugsuðu út fyrir kassann og bjuggu til ókeypis stúkusæti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. október 2024 09:01 Magnús Páll og Ómar á þaki Land Roversins. Ógleymanlegt kvöld í Fossvoginum. Vísir/KTD Þegar félagarnir Magnús Páll Gunnarsson og Ómar Maack áttuðu sig á því að þeim tækist ekki að verða sér úti um miða á úrslitaleik Víkings og Breiðabliks í Bestu deild karla í knattspyrnu þurfti að hugsa út fyrir kassann. Þá kom sér vel að vera með gamlan Land Rover og tryggja sér besta bílastæðið í Víkinni. Breiðablik tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu með sannfærandi 3-0 sigri á Víkingum í Fossvoginum í gærkvöldi. Mögnuð stund fyrir Blika sem þustu inn á völlinn í leikslok, þ.e. að segja þá 250 stuðningsmenn sem voru með miða aftan við markið Kópavogsmegin í Dalnum. Á sama tíma stóðu tveir grjótharðir Blikar á þaki Land Rovers á bílastæðinu og féllust í faðma. Magnús Páll spilaði bæði með Víkingum og Blikum á ferli sínum en Blikahjartað er stóra hjartað. Hann vann bronsskóinn í búningi Blika árið 2007. Sitjandi á bílnum í leikslok.Vísir/KTD „Við reyndum að fá miða, það var vonlaust,“ sagði Magnús Páll í samtali við blaðamann í kuldanum í Fossvoginum í leikslok. Þar sem um heimaleik Víkings var að ræða gátu þeir svörtu og rauðu ráðstafað miðunum. Massinn fór til stuðningsmanna heimaliðsins og 250 til Blika. Margir Blikar sátu eftir með sárt ennið. „Ég fékk ekki miða. Mér fannst þetta algjört leikslys hjá Víkingum að bjóða okkur bara upp á 250 miða. Þetta er algjört hneyksli. Það fauk aðeins í mig og ég hugsaði aðeins út fyrir boxið. Hér var ég í algjöru stúkusæti með Ómar minn stórmeistaravin með mér. Við munum aldrei gleyma þessu,“ sagði sigurreifur Magnús Páll. Hann segist hafa farið í hjólreiðatúr niður í Fossvog að taka út aðstæður í síðustu viku. Tveggja ára dóttir hans framan á stýrinu og níu og tólf ára guttarnir á eigin hjólum. Land Roverinn gamli reyndist vinur í raun fyrir tvo harða Blika.Vísir/KTD „Ég sá að það þýddi ekkert að koma með stiga eða eitthvað. Ég hugsaði að ég væri með gamlan Land Rover, hann er tveir metrar á hæð. Ég er sjálfur tveir metrar á hæð. Ég legg bara í besta stæðið og geymi bílinn yfir helgina.“ Á föstudagskvöldið klukkan sjö renndu félagarnir í hlað með bílinn. Tveir sólarhringar í leik. „Svo hugsuðum við hvernig við myndum nýta bílastæðið. Hugmyndin var að sitja á bílnum, horfa á leikinn og verða vitni að sögulegri stund. Þessi hugmynd reyndist vera algjört masterplan.“ Magnús Páll nýtti daginn til þess að útvega sér krossviðarplötu. Félagarnir á bílnum meðan á leik stóð.Vísir/KTD „Ég fór á Sorpu og náði mér í þessa krossviðarplötu til að dreifa álaginu svo þakið myndi ekki alveg brotna,“ segir Magnús hlæjandi. Þeir völdu bílastæðið næst leikklukkunni þar sem girðingin er lægst og því vel hægt að sjá inn á völlinn. Þeir segjast hafa verið við öllu búnir við mætingu í Fossvoginn í kvöld. Að gæslan myndi gera athugasemdir. Gæslan hafi gengið úr skugga um að þeir ættu bílinn en svo ekki gert frekari athugasemdir. „Kúdos á gæsluna,“ segir Ómar. Skítakuldi var í Fossvoginum, hiti við frostmark og félagarnir vel rauðir í framan eftir útiveruna í kuldanum. Þá kom sér vel að vera veiðimenn og eiga hlý föt, föðurland og þar fram eftir götunum. Kaffi og bjór hjálpaði líka til. „Það er bara að hugsa út fyrir boxið og hafa gaman. Þetta var ógleymanlegt kvöld,“ segja vinirnir. Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Sjá meira
Breiðablik tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu með sannfærandi 3-0 sigri á Víkingum í Fossvoginum í gærkvöldi. Mögnuð stund fyrir Blika sem þustu inn á völlinn í leikslok, þ.e. að segja þá 250 stuðningsmenn sem voru með miða aftan við markið Kópavogsmegin í Dalnum. Á sama tíma stóðu tveir grjótharðir Blikar á þaki Land Rovers á bílastæðinu og féllust í faðma. Magnús Páll spilaði bæði með Víkingum og Blikum á ferli sínum en Blikahjartað er stóra hjartað. Hann vann bronsskóinn í búningi Blika árið 2007. Sitjandi á bílnum í leikslok.Vísir/KTD „Við reyndum að fá miða, það var vonlaust,“ sagði Magnús Páll í samtali við blaðamann í kuldanum í Fossvoginum í leikslok. Þar sem um heimaleik Víkings var að ræða gátu þeir svörtu og rauðu ráðstafað miðunum. Massinn fór til stuðningsmanna heimaliðsins og 250 til Blika. Margir Blikar sátu eftir með sárt ennið. „Ég fékk ekki miða. Mér fannst þetta algjört leikslys hjá Víkingum að bjóða okkur bara upp á 250 miða. Þetta er algjört hneyksli. Það fauk aðeins í mig og ég hugsaði aðeins út fyrir boxið. Hér var ég í algjöru stúkusæti með Ómar minn stórmeistaravin með mér. Við munum aldrei gleyma þessu,“ sagði sigurreifur Magnús Páll. Hann segist hafa farið í hjólreiðatúr niður í Fossvog að taka út aðstæður í síðustu viku. Tveggja ára dóttir hans framan á stýrinu og níu og tólf ára guttarnir á eigin hjólum. Land Roverinn gamli reyndist vinur í raun fyrir tvo harða Blika.Vísir/KTD „Ég sá að það þýddi ekkert að koma með stiga eða eitthvað. Ég hugsaði að ég væri með gamlan Land Rover, hann er tveir metrar á hæð. Ég er sjálfur tveir metrar á hæð. Ég legg bara í besta stæðið og geymi bílinn yfir helgina.“ Á föstudagskvöldið klukkan sjö renndu félagarnir í hlað með bílinn. Tveir sólarhringar í leik. „Svo hugsuðum við hvernig við myndum nýta bílastæðið. Hugmyndin var að sitja á bílnum, horfa á leikinn og verða vitni að sögulegri stund. Þessi hugmynd reyndist vera algjört masterplan.“ Magnús Páll nýtti daginn til þess að útvega sér krossviðarplötu. Félagarnir á bílnum meðan á leik stóð.Vísir/KTD „Ég fór á Sorpu og náði mér í þessa krossviðarplötu til að dreifa álaginu svo þakið myndi ekki alveg brotna,“ segir Magnús hlæjandi. Þeir völdu bílastæðið næst leikklukkunni þar sem girðingin er lægst og því vel hægt að sjá inn á völlinn. Þeir segjast hafa verið við öllu búnir við mætingu í Fossvoginn í kvöld. Að gæslan myndi gera athugasemdir. Gæslan hafi gengið úr skugga um að þeir ættu bílinn en svo ekki gert frekari athugasemdir. „Kúdos á gæsluna,“ segir Ómar. Skítakuldi var í Fossvoginum, hiti við frostmark og félagarnir vel rauðir í framan eftir útiveruna í kuldanum. Þá kom sér vel að vera veiðimenn og eiga hlý föt, föðurland og þar fram eftir götunum. Kaffi og bjór hjálpaði líka til. „Það er bara að hugsa út fyrir boxið og hafa gaman. Þetta var ógleymanlegt kvöld,“ segja vinirnir.
Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Sjá meira