Andri Freyr Jónasson hefur framlengt samning sinn til tveggja ára eða út sumarið 2026.
Hann er 26 ára sóknarmaður sem skoraði 3 mörk í 18 leikjum í Lengjudeildinni í sumar.
Andri Freyr er næstmarkahæsti leikmaðurinn í sögu Aftureldingar með 65 mörk í deild og bikar en einungis Wentzel Steinarr Ragnarsson Kamban hefur skorað fleiri mörk í fimmtíu ára sögu knattspyrnudeildar.
Hann hefur spilað allan sinn feril með Aftureldingu fyrir utan tvö tímabil með Fjölni frá 2021 til 2022.
Andri spilaði í sumar sinn hundraðasta leik með Aftureldingu þegar hann hjálpaði liðinu upp í Bestu deildina í fyrsta skipti. Andri átti einnig stóran þátt í að Afturelding fór upp úr 2. deildinni árið 2018 og á næsta ári getur hann orðið fyrsti leikmaðurinn til að spila með Aftureldingu í þremur efstu deildum Íslandsmótsins.
Andri hefur skorað 19 mörk í 76 leikjum með Aftureldingu í B-deildinni og 24 mörk í 30 leikjum með Aftureldingu í C-deildinni.