Ástæðan fyrir því að Íslendingar eru á móti Gumma Tóta Sindri Sverrisson skrifar 25. október 2024 11:32 Gunnar Vatnhamar og félagar í Víkingi gerðu í gær nokkuð sem engu íslensku liði hefur áður tekist, með því að vinna sigur í aðalkeppni Sambandsdeildarinnar. vísir/Anton Sögulegur sigur Víkinga á belgíska liðinu Cercle Brugge í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld færir félaginu ekki bara þrjú stig og sextíu milljónir króna, heldur hjálpar hann öðrum íslenskum félagsliðum. Hvert stig sem íslensk lið safna í Evrópukeppnum hefur áhrif á stöðu Bestu deildarinnar á styrkleikalista UEFA. Eftir sigurinn í gær er Ísland núna í harðri baráttu um að færast upp um flokk á listanum. Það myndi færa bikarmeisturum næsta árs á Íslandi sæti í undankeppni Evrópudeildarinnar 2026 og tryggja enn hærra verðlaunafé inn í íslenska knattspyrnu. Víkingar geta með einu jafntefli eða sigri, í að lágmarki fjórum leikjum sem þeir eiga eftir í Sambandsdeildinni í vetur, komist upp fyrir Kósovó sem er í 33. sæti styrkleikalistans, en það er neðsta sætið sem gefur þátttökurétt í undankeppni Evrópudeildarinnar. Kósovó á ekki lengur lið í neinni keppni og getur því ekki safnað fleiri stigum í vetur. Hins vegar er Armenía einnig fyrir ofan Ísland, í 34. sæti, og enn með lið í Sambandsdeildinni. Það er liðið FC Noah, sem landsliðsmaðurinn Guðmundur Þórarinsson (eða Gummi Tóta) leikur með. Þó að Íslendingar ættu alla jafna að vera þakklátir fyrir vinstri fót og söngrödd Guðmundar þá hafa þeir ærna ástæðu til að vonast eftir töpum hjá honum í Sambandsdeildinni í ár. Það má nefnilega segja að Noah og Víkingur séu í sérstakri stigasöfnunarkeppni, fyrir sínar landsdeildir, og liðin mætast einmitt í Armeníu 28. nóvember í leik sem gæti þar með reynst afskaplega mikilvægur. 🚨 🇮🇸 Iceland overtook 🇱🇻 Latvia and moved up to 35th place on the Country Ranking, as Víkingur Reykjavík added them +0.500 points today!🇮🇸 Iceland are now just +0.208 points (one draw) away from the Top 33 place, which secures spot in the Europa League qualifiers! pic.twitter.com/ajT3mes0Cr— Football Rankings (@FootRankings) October 24, 2024 Beytir ekki baráttunni um helgina Ísland er í dag með fjögur Evrópusæti; eitt sæti í undankeppni Meistaradeildar Evrópu og þrjú sæti í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Íslandsmeistararnir fá sætið í undankeppni Meistaradeildar (og geta svo færst í undankeppni Sambandsdeildar eða Evrópudeildar ef þeir falla þar úr leik), og bikarmeistarar og liðin í 2.-3. sæti Bestu deildar fá svo sæti í undankeppni Sambandsdeildarinnar. Um þessi sæti er einmitt hörð barátta um helgina og það eina sem er ljóst er að KA fær sæti í undankeppni Sambandsdeildar, sem bikarmeistari. Víkingur og Breiðablik berjast um sæti í undankeppni Meistaradeildar, og Valur og Stjarnan um síðasta sætið í undankeppni Sambandsdeildar. Skammt síðan Ísland var í ruslflokki Ef að Víkingar næðu að koma Íslandi upp í 33. sæti styrkleikalista UEFA myndi það hafa áhrif á næsta keppnistímabil. Það er að segja, bikarmeistarar næsta árs (eða liðið í 2. sæti Bestu deildar ef eitthvað lið verður bæði Íslands- og bikarmeistari) myndu fá sæti í undankeppni Evrópudeildarinnar sumarið 2026. Bikarmeistararnir væru þar með öruggir um að spila að minnsta kosti tvö Evrópueinvígi, með tilheyrandi verðlaunafé, því lið sem falla út í undankeppni Evrópudeildar færast í undankeppni Sambandsdeildarinnar. Vert er að hafa í huga að skammt er síðan að Ísland átti aðeins þrjú Evrópusæti. Þrjú íslensk lið fóru í undankeppnirnar 2022 og 2023, eftir að Ísland var komið niður í hóp fimm lægst skrifuðu þjóða Evrópu vegna slakra úrslita í Evrópukeppnum árin á undan. Við röðun á styrkleikalista er horft til úrslita síðustu fimm ára fram að árinu fyrir nýtt keppnistímabil. Sambandsdeild Evrópu Evrópudeild UEFA Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Hvert stig sem íslensk lið safna í Evrópukeppnum hefur áhrif á stöðu Bestu deildarinnar á styrkleikalista UEFA. Eftir sigurinn í gær er Ísland núna í harðri baráttu um að færast upp um flokk á listanum. Það myndi færa bikarmeisturum næsta árs á Íslandi sæti í undankeppni Evrópudeildarinnar 2026 og tryggja enn hærra verðlaunafé inn í íslenska knattspyrnu. Víkingar geta með einu jafntefli eða sigri, í að lágmarki fjórum leikjum sem þeir eiga eftir í Sambandsdeildinni í vetur, komist upp fyrir Kósovó sem er í 33. sæti styrkleikalistans, en það er neðsta sætið sem gefur þátttökurétt í undankeppni Evrópudeildarinnar. Kósovó á ekki lengur lið í neinni keppni og getur því ekki safnað fleiri stigum í vetur. Hins vegar er Armenía einnig fyrir ofan Ísland, í 34. sæti, og enn með lið í Sambandsdeildinni. Það er liðið FC Noah, sem landsliðsmaðurinn Guðmundur Þórarinsson (eða Gummi Tóta) leikur með. Þó að Íslendingar ættu alla jafna að vera þakklátir fyrir vinstri fót og söngrödd Guðmundar þá hafa þeir ærna ástæðu til að vonast eftir töpum hjá honum í Sambandsdeildinni í ár. Það má nefnilega segja að Noah og Víkingur séu í sérstakri stigasöfnunarkeppni, fyrir sínar landsdeildir, og liðin mætast einmitt í Armeníu 28. nóvember í leik sem gæti þar með reynst afskaplega mikilvægur. 🚨 🇮🇸 Iceland overtook 🇱🇻 Latvia and moved up to 35th place on the Country Ranking, as Víkingur Reykjavík added them +0.500 points today!🇮🇸 Iceland are now just +0.208 points (one draw) away from the Top 33 place, which secures spot in the Europa League qualifiers! pic.twitter.com/ajT3mes0Cr— Football Rankings (@FootRankings) October 24, 2024 Beytir ekki baráttunni um helgina Ísland er í dag með fjögur Evrópusæti; eitt sæti í undankeppni Meistaradeildar Evrópu og þrjú sæti í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Íslandsmeistararnir fá sætið í undankeppni Meistaradeildar (og geta svo færst í undankeppni Sambandsdeildar eða Evrópudeildar ef þeir falla þar úr leik), og bikarmeistarar og liðin í 2.-3. sæti Bestu deildar fá svo sæti í undankeppni Sambandsdeildarinnar. Um þessi sæti er einmitt hörð barátta um helgina og það eina sem er ljóst er að KA fær sæti í undankeppni Sambandsdeildar, sem bikarmeistari. Víkingur og Breiðablik berjast um sæti í undankeppni Meistaradeildar, og Valur og Stjarnan um síðasta sætið í undankeppni Sambandsdeildar. Skammt síðan Ísland var í ruslflokki Ef að Víkingar næðu að koma Íslandi upp í 33. sæti styrkleikalista UEFA myndi það hafa áhrif á næsta keppnistímabil. Það er að segja, bikarmeistarar næsta árs (eða liðið í 2. sæti Bestu deildar ef eitthvað lið verður bæði Íslands- og bikarmeistari) myndu fá sæti í undankeppni Evrópudeildarinnar sumarið 2026. Bikarmeistararnir væru þar með öruggir um að spila að minnsta kosti tvö Evrópueinvígi, með tilheyrandi verðlaunafé, því lið sem falla út í undankeppni Evrópudeildar færast í undankeppni Sambandsdeildarinnar. Vert er að hafa í huga að skammt er síðan að Ísland átti aðeins þrjú Evrópusæti. Þrjú íslensk lið fóru í undankeppnirnar 2022 og 2023, eftir að Ísland var komið niður í hóp fimm lægst skrifuðu þjóða Evrópu vegna slakra úrslita í Evrópukeppnum árin á undan. Við röðun á styrkleikalista er horft til úrslita síðustu fimm ára fram að árinu fyrir nýtt keppnistímabil.
Sambandsdeild Evrópu Evrópudeild UEFA Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira