„Losnuðu hlekkir við það að lenda undir“ Hjörvar Ólafsson skrifar 24. október 2024 17:47 Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjáflari Víkings, á hliðarlínunni í leiknum í dag. Vísir/Anton Brink Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var vitanlega hreykinn af lærisveinum sínum sem lögðu belgíska liðið Cercle Brugge að velli í annarri umferð deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla á Kópavogsvelli í dag. „Það var smá skrekkur í okkur fyrsta korterið og það var svona svolítið eins og við værum að átta okkur á því hvort við ættum heima á þessu getustigi. Það skrýtna er að eftir að við lentum undir þá virtist eins og það losnuðu af okkur hlekkir og við jöfnuðum bara í næstu sókn á eftir held ég,“ sagði Arnar Bergmann mun þróun leiksins. „Markið sem Ari skoraði minnti mig á þegar hann setti á móti Lech Poznan. Ari er alltaf stórhættulegur þegar hann nær að kötta inn á hægri. Hann var með tvo lausa menn í teignum og ég hefði tekið í lurginn á honum ef hann hefði ekki skorað. Sem betur fer fyrir hann fór boltinn inn,“ sagði Arnar léttur í lundu. Arnar knúsar hér Danijel að leik loknum. Vísir/Anton Brink „Við fengum svo slatta af góðum stöðum og góðum færum í kjölfarið. Þeir voru galopnir hægra megin á vellinum og Erlingur og Ari náðu að nýta sér það mjög vel. Danijel Djuric gerði svo frábærlega þegar hann kom okkur yfir. Eftir að hafa gert mistök í markinu sem við fengum á okkur, klúðrað víti og góðu færi þá var Danijel yfirvegaður þegar hann skoraði. Góðir íþróttamenn ná að ýta mistökum sem þeir gera til hliðar og Danijel gerði það að þessu sinni,“ sagði Arnar. „Mér fannst sigurinn verðskuldaður og við hefðum getað skorað fleiri mörk. Þetta var frábært kvöld og ég er mjög stoltur af leikmönnum mínum. Leikmenn fá tíma til þess að leyfa þessa að sinka inn í kvöld og í fyrramálið en svo hefst bara undirbúningur fyrir stórleikinn á sunnudaginn,“ sagði þjálfarinn. Athygli vakti að Halldór Smári Sigurðarson var í hjarta varnarinnar hjá Víkingi en hann spilaði síðast mótsleik í lok júlí: „Halldór Smári hefur ekki fengið að spila eins og mikið og hann vill í sumar en hann er ávallt klár þegar kallið kemur. Þrátt fyrir að vera pottþétt fúll með að spila ekki meira hefur hann ekki látið á því bera. Hann var nálægt því að byrja leikinn á móti Skaganum. Oliver er meiddur og Jón Guðni er að brasa með hnéð á sér. Þessi leikur hentaði Halldóri Smára vel þar sem þetta var ekki hefðbundið upplegg hjá okkur. Við vorum aftar með varnarlínuna og pressuðum ekki jafn mikið og vanalega. Halldór Smári er ennþá frábær leikmaður og rólegur á boltann. Hann spilaði vel þar til hann þurfti að fara af velli vegna meiðsla. Það var frábært að þessi gegnheili Víkingur spilaði svona vel í svona stórum leik,“ sagði hann um traustan liðsmann sinn. „Það komust allir heilir frá þessum leik nema Halldór Smári sem varð fyrir meiðslum á öxl og er á leið upp á spítala þar sem hann fer í skoðun. Pablo og Matthías verða ekki með á sunnudaginn og það er óvíst með Oliver og Valdimar Þór,“ sagði hann um stöðuna á hópnum sínum fyrir úrslitaleikinn um Íslandsmeistaratitilinn við Blika sem spilaður verður á sunnudagskvöldið kemur. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Fótbolti Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Handbolti Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira
„Það var smá skrekkur í okkur fyrsta korterið og það var svona svolítið eins og við værum að átta okkur á því hvort við ættum heima á þessu getustigi. Það skrýtna er að eftir að við lentum undir þá virtist eins og það losnuðu af okkur hlekkir og við jöfnuðum bara í næstu sókn á eftir held ég,“ sagði Arnar Bergmann mun þróun leiksins. „Markið sem Ari skoraði minnti mig á þegar hann setti á móti Lech Poznan. Ari er alltaf stórhættulegur þegar hann nær að kötta inn á hægri. Hann var með tvo lausa menn í teignum og ég hefði tekið í lurginn á honum ef hann hefði ekki skorað. Sem betur fer fyrir hann fór boltinn inn,“ sagði Arnar léttur í lundu. Arnar knúsar hér Danijel að leik loknum. Vísir/Anton Brink „Við fengum svo slatta af góðum stöðum og góðum færum í kjölfarið. Þeir voru galopnir hægra megin á vellinum og Erlingur og Ari náðu að nýta sér það mjög vel. Danijel Djuric gerði svo frábærlega þegar hann kom okkur yfir. Eftir að hafa gert mistök í markinu sem við fengum á okkur, klúðrað víti og góðu færi þá var Danijel yfirvegaður þegar hann skoraði. Góðir íþróttamenn ná að ýta mistökum sem þeir gera til hliðar og Danijel gerði það að þessu sinni,“ sagði Arnar. „Mér fannst sigurinn verðskuldaður og við hefðum getað skorað fleiri mörk. Þetta var frábært kvöld og ég er mjög stoltur af leikmönnum mínum. Leikmenn fá tíma til þess að leyfa þessa að sinka inn í kvöld og í fyrramálið en svo hefst bara undirbúningur fyrir stórleikinn á sunnudaginn,“ sagði þjálfarinn. Athygli vakti að Halldór Smári Sigurðarson var í hjarta varnarinnar hjá Víkingi en hann spilaði síðast mótsleik í lok júlí: „Halldór Smári hefur ekki fengið að spila eins og mikið og hann vill í sumar en hann er ávallt klár þegar kallið kemur. Þrátt fyrir að vera pottþétt fúll með að spila ekki meira hefur hann ekki látið á því bera. Hann var nálægt því að byrja leikinn á móti Skaganum. Oliver er meiddur og Jón Guðni er að brasa með hnéð á sér. Þessi leikur hentaði Halldóri Smára vel þar sem þetta var ekki hefðbundið upplegg hjá okkur. Við vorum aftar með varnarlínuna og pressuðum ekki jafn mikið og vanalega. Halldór Smári er ennþá frábær leikmaður og rólegur á boltann. Hann spilaði vel þar til hann þurfti að fara af velli vegna meiðsla. Það var frábært að þessi gegnheili Víkingur spilaði svona vel í svona stórum leik,“ sagði hann um traustan liðsmann sinn. „Það komust allir heilir frá þessum leik nema Halldór Smári sem varð fyrir meiðslum á öxl og er á leið upp á spítala þar sem hann fer í skoðun. Pablo og Matthías verða ekki með á sunnudaginn og það er óvíst með Oliver og Valdimar Þór,“ sagði hann um stöðuna á hópnum sínum fyrir úrslitaleikinn um Íslandsmeistaratitilinn við Blika sem spilaður verður á sunnudagskvöldið kemur.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Fótbolti Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Handbolti Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira