Líkir Jürgen Klopp við Jordan Henderson Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2024 07:32 Jürgen Klopp og Jordan Henderson þegar þeir voru báðir í leiðtogahlutverki hjá Liverpool. Getty/Sebastian Frej Jürgen Klopp og Jordan Henderson upplifðu frábæra tíma saman sem knattspyrnustjóri og fyrirliði Liverpool. Liverpool vann marga titla á þeim tíma. Þeir eiga það líka sameiginlegt að hafa tekið umdeilda ákvörðun sem sumir telja að hafa skaðað orðspor þeirra. Blaðamaðurinn Simon Hughes segir að nýjast útspil Klopp, um að taka við starfi hjá Red Bull fótboltaveldinu, minni hann á þegar Jordan Henderson elti peningana til Sádí-Arabíu. „Hann talaði fyrir einu en gerði svo algjöra andstöðu þess,“ sagði Simon Hughes. Henderson yfirgaf Liverpool fyrir peningana í Sádí-Arabíu. Maðurinn sem hafði leitt Liverpool liðið og látið verkin tala inn á vellinum lét freistast af gylliboðum Arabanna. Ævintýri hans í Sádi-Arabíu var þó afar stutt og áður en tímabilið var liðið þá var hann kominn aftur til Evrópu. Hann samdi við hollenska félagið Ajax þar sem hann spilar enn. Það er engin spurning um það að Henderson er ekki litinn sömu augum í dag og þegar leit út fyrir að hann ætlaði að enda ferilinn hjá Liverpool. Margir stuðningsmenn Liverpool grétu líka þegar Jürgen Klopp hætti sem stjóri liðsins en hann var ekki lengi í burtu frá fótboltanum. Klopp mun taka við sem alþjóða yfirmaður knattspyrnumála hjá Red Bull fyrirtækinu í upphafi nýs árs. Red Bull á félög í nokkrum löndum og eru Red Bull Leipzig í Þýskalandi og Red Bull Salzburg í Austurríki þeirra stærst. Ákvörðun Klopp hefur fengið töluverða gagnrýni í Þýskalandi sem og víðar en hvergi meiri en hjá aðdáendum Mainz og Dortmund, liðum sem Klopp stýrði um árabil. Klopp hefur í gegnum tíðina verið gagnrýninn á eigendur knattspyrnufélaga sem eiga hlut í mörgum félögum. Árið 2017 sagði hann að hann væri „knattspyrnurómantíkus og aðdáandi hefða innan knattspyrnunnar.“ Þessi orð hans eru nú að bíta hann í rassinn. Stuðningsmenn Dortmund hafa farið mikinn á samfélagsmiðlum og segja hræsni Klopp mikla. Stuðningsmenn Mainz létu goðsögn félagsins líka heyra það á borðum sínum í síðasta leik. View this post on Instagram A post shared by The Athletic | Football (@theathleticfc) Enski boltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira
Blaðamaðurinn Simon Hughes segir að nýjast útspil Klopp, um að taka við starfi hjá Red Bull fótboltaveldinu, minni hann á þegar Jordan Henderson elti peningana til Sádí-Arabíu. „Hann talaði fyrir einu en gerði svo algjöra andstöðu þess,“ sagði Simon Hughes. Henderson yfirgaf Liverpool fyrir peningana í Sádí-Arabíu. Maðurinn sem hafði leitt Liverpool liðið og látið verkin tala inn á vellinum lét freistast af gylliboðum Arabanna. Ævintýri hans í Sádi-Arabíu var þó afar stutt og áður en tímabilið var liðið þá var hann kominn aftur til Evrópu. Hann samdi við hollenska félagið Ajax þar sem hann spilar enn. Það er engin spurning um það að Henderson er ekki litinn sömu augum í dag og þegar leit út fyrir að hann ætlaði að enda ferilinn hjá Liverpool. Margir stuðningsmenn Liverpool grétu líka þegar Jürgen Klopp hætti sem stjóri liðsins en hann var ekki lengi í burtu frá fótboltanum. Klopp mun taka við sem alþjóða yfirmaður knattspyrnumála hjá Red Bull fyrirtækinu í upphafi nýs árs. Red Bull á félög í nokkrum löndum og eru Red Bull Leipzig í Þýskalandi og Red Bull Salzburg í Austurríki þeirra stærst. Ákvörðun Klopp hefur fengið töluverða gagnrýni í Þýskalandi sem og víðar en hvergi meiri en hjá aðdáendum Mainz og Dortmund, liðum sem Klopp stýrði um árabil. Klopp hefur í gegnum tíðina verið gagnrýninn á eigendur knattspyrnufélaga sem eiga hlut í mörgum félögum. Árið 2017 sagði hann að hann væri „knattspyrnurómantíkus og aðdáandi hefða innan knattspyrnunnar.“ Þessi orð hans eru nú að bíta hann í rassinn. Stuðningsmenn Dortmund hafa farið mikinn á samfélagsmiðlum og segja hræsni Klopp mikla. Stuðningsmenn Mainz létu goðsögn félagsins líka heyra það á borðum sínum í síðasta leik. View this post on Instagram A post shared by The Athletic | Football (@theathleticfc)
Enski boltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira