Slot sló 132 ára félagsmet Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2024 17:31 Arne Slot hefur byrjað frábærlega sem knattspyrnustjóri Liverpool og með því séð til þess að það er enginn að gráta Jürgen Klopp lengur. Getty/ John Powell Allt gengur eins í sögu hjá Liverpool síðan að Arne Slot fékk það stóra verkefni að fylla í skarð goðsagnarinnar Jürgen Klopp. Það eru fáir að tala um Klopp í dag enda stígur liðið varla feilspor undir stjórn Hollendingsins. Liverpool hefur unnið ellefu af tólf fyrstu leikjum sínum í deild og Meistaradeild síðan að Slot settist í stjórastólinn. Það er þó sérstaklega gengið á útivöllum sem hefur vakið athygli. Liverpool var oft að gera frábæra hluti á Anfield í stjóratíð Klopp en það gekk oft mun verr á útivöllum. Slot hefur hins vegar stýrt Liverpool liðinu til sigurs í sex fyrstu útileikjum tímabilsins í deild og Meistaradeild. Hann varð fyrsti knattspyrnustjórinn í 132 ára sögu félagsins sem nær því. „Met eru fín en það er annað sem er betra en að setja met og við vitum öll hvað það er. Ég meina, það er að vinna titla,“ sagði Arne Slot eftir leikinn. Darwin Núñez skoraði eina mark leiksins en markvörðurinn Caoimhín Kelleher þurfti aðeins að taka á stóra sínum til að sjá til þess að það mark myndi duga. „Ef við hefðum farið héðan með jafntefli þá hefði mér fundist að við hefðum tapað einhverju. Við vorum með yfirburði í sjötíu mínútur svona fyrir utan fyrstu tíu mínúturnar,“ sagði Slot. Hann tók Mohamed Salah af velli þegar hálftími var eftir. Það kom ekki í bakið á honum. „Við erum að glíma við meiðsli og ég þarf að passa upp á leikmennina sem hafa spilað mikið. Mo er einn af þeim og það er stórleikur sem bíður okkar á sunnudaginn,“ sagði Slot. Liverpool mætir þá Arsenal í toppslag í ensku úrvalsdeildinni. „Við þurfum fullt af leikmönnum til að komast í gegnum erfiðar vikur framundan og þessa krefjandi mánuði sem bíða okkar. Það eru allir í hópnum tilbúnir að spila,“ sagði Slot. View this post on Instagram A post shared by Liverpool FC (@liverpoolfcfanpage) Enski boltinn Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Fleiri fréttir „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Sjá meira
Liverpool hefur unnið ellefu af tólf fyrstu leikjum sínum í deild og Meistaradeild síðan að Slot settist í stjórastólinn. Það er þó sérstaklega gengið á útivöllum sem hefur vakið athygli. Liverpool var oft að gera frábæra hluti á Anfield í stjóratíð Klopp en það gekk oft mun verr á útivöllum. Slot hefur hins vegar stýrt Liverpool liðinu til sigurs í sex fyrstu útileikjum tímabilsins í deild og Meistaradeild. Hann varð fyrsti knattspyrnustjórinn í 132 ára sögu félagsins sem nær því. „Met eru fín en það er annað sem er betra en að setja met og við vitum öll hvað það er. Ég meina, það er að vinna titla,“ sagði Arne Slot eftir leikinn. Darwin Núñez skoraði eina mark leiksins en markvörðurinn Caoimhín Kelleher þurfti aðeins að taka á stóra sínum til að sjá til þess að það mark myndi duga. „Ef við hefðum farið héðan með jafntefli þá hefði mér fundist að við hefðum tapað einhverju. Við vorum með yfirburði í sjötíu mínútur svona fyrir utan fyrstu tíu mínúturnar,“ sagði Slot. Hann tók Mohamed Salah af velli þegar hálftími var eftir. Það kom ekki í bakið á honum. „Við erum að glíma við meiðsli og ég þarf að passa upp á leikmennina sem hafa spilað mikið. Mo er einn af þeim og það er stórleikur sem bíður okkar á sunnudaginn,“ sagði Slot. Liverpool mætir þá Arsenal í toppslag í ensku úrvalsdeildinni. „Við þurfum fullt af leikmönnum til að komast í gegnum erfiðar vikur framundan og þessa krefjandi mánuði sem bíða okkar. Það eru allir í hópnum tilbúnir að spila,“ sagði Slot. View this post on Instagram A post shared by Liverpool FC (@liverpoolfcfanpage)
Enski boltinn Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Fleiri fréttir „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Sjá meira