Uppgefin á stressinu um miðnætti Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. október 2024 20:03 Svanborg og Álfrún höfðu fengið nóg af stressi í aðdraganda jóla. Vinahjón segjast hafa fengið nóg af því að hafa einungis getað valið á milli sælgætis og plastsdrasl eða rándýrra leikfanga fyrir jólasveina til að gefa börnum þeirra í skóinn. Þau ákváðu því að taka málin í eigin hendur og taka á sig þriðju vaktina fyrir jólasveina. „Við ræddum þetta í haust, þessa hefð að gefa í skóinn. Okkur langaði að gefa krökkunum okkar eitthvað nytsamlegt og lærdómsríkt í skóinn en ekki bara nammi og plast drasl sem fer í ruslið á nýju ári,“ segja þær Álfrún Perla Baldursdóttir og Svanborg María Guðmundsdóttir í samtali við Vísi. Þær hafa ásamt eiginmönnum sínum Árna Frey Magnússyni og Ívari Hákonarsyni stofnað fyrirtækið Jólaálfinn sem sérhæfir sig í skógjöfum. Samverustundirnar mikilvægastar „Við eigum það auðvitað sameiginlegt að eiga tvö börn hvort parið og höfum í þokkabót þekkst mjög lengi og vorum strax farin að barma okkur yfir því að þurfa að redda öllum þessum gjöfum fyrir krakkana okkar í desember og þá fórum við að spá í því hvort það væri ekki hægt að einfalda foreldrum aðeins lífið.“ Svanborg segir þau hafa rekið sig á það að erfitt væri að finna gæða vörur á lágu verði og að flest þroskaleikföng kosti hálfan handlegg. „Við ákváðum því að reyna á að nýta fjöldan og búa til almennilegan pakka sem gæti nýst fleiri fjölskyldum í samvinnu við flott fyrirtæki.“ Álfrún og Árni ásamt dóttur sinni. Hún segir veruleikann þann að flestir foreldrar hafi í nógu að snúast fyrir jól ár hvert. Öll kannist þau við að hafa þurft að hlaupa út á bensínstöð í stresskasti rétt fyrir miðnætti til þess að redda hlutunum. „Okkur fannst mikilvægast að gefa samverustundir og smá lærdóm líka. Við vildum fara alla leið strax í upphafi og hugsuðum gjafirnar þannig að þær ættu að vera úthugsaðar, nysamlegar, ókynjaðar og flokkaðar fyrir leikskólaaldur og grunnskólaaldur,“ útskýrir Álfrún. Síðan hrundi Þannig má í pakka Jólaálfsins finna bækur eftir íslenska höfunda í boði Forlagsins, litabók, þroskaleikföng og trölladeigsblöndu frá Vilko. Þær Álfrún og Svanborg segjast vonast til þess að geta létt foreldrum lífið í aðdraganda hátíðanna. „Allt of oft gleymum við, eða gefum okkur ekki tíma til, að staldra við og njóta jólanna. Það eru einmitt börnin sem hjálpa okkur að muna að gleðjast um jólin og það eru sönn forréttindi að fá að upplifa barnslega jólagleði og tilhlökkun. Við vonum svo sannarlega að þessi samvinna hjálpi fólki að njóta jólanna í staðinn fyrir að horfa á þau þjóta hjá í stresskasti.“ Þær segja nokkuð ljóst að ýmsir foreldrar hafi leitað að slíkri lausn en á fyrsta degi þá hrundi vefsíðan, fjöldi gesta var svo mikill. „Við trúðum náttúrulega ekki eigin augum og þurftum að drífa í því að finna út úr því hvernig við gætum uppfært síðuna svo hún gæti ráðið við meiri traffík,“ segir Svanborg hlæjandi. „Þetta var hreint út sagt ótrúlegt og augljóst að það er eftirspurn eftir því að létta undir með foreldrum og ég held og vona að fólk finni að það er hjarta og hugur í gjöfunum frá Jólaálfinum.“ Ívar og Svanborg með sonum sínum tveimur. Jól Nýsköpun Börn og uppeldi Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Menning Fleiri fréttir Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Sjá meira
„Við ræddum þetta í haust, þessa hefð að gefa í skóinn. Okkur langaði að gefa krökkunum okkar eitthvað nytsamlegt og lærdómsríkt í skóinn en ekki bara nammi og plast drasl sem fer í ruslið á nýju ári,“ segja þær Álfrún Perla Baldursdóttir og Svanborg María Guðmundsdóttir í samtali við Vísi. Þær hafa ásamt eiginmönnum sínum Árna Frey Magnússyni og Ívari Hákonarsyni stofnað fyrirtækið Jólaálfinn sem sérhæfir sig í skógjöfum. Samverustundirnar mikilvægastar „Við eigum það auðvitað sameiginlegt að eiga tvö börn hvort parið og höfum í þokkabót þekkst mjög lengi og vorum strax farin að barma okkur yfir því að þurfa að redda öllum þessum gjöfum fyrir krakkana okkar í desember og þá fórum við að spá í því hvort það væri ekki hægt að einfalda foreldrum aðeins lífið.“ Svanborg segir þau hafa rekið sig á það að erfitt væri að finna gæða vörur á lágu verði og að flest þroskaleikföng kosti hálfan handlegg. „Við ákváðum því að reyna á að nýta fjöldan og búa til almennilegan pakka sem gæti nýst fleiri fjölskyldum í samvinnu við flott fyrirtæki.“ Álfrún og Árni ásamt dóttur sinni. Hún segir veruleikann þann að flestir foreldrar hafi í nógu að snúast fyrir jól ár hvert. Öll kannist þau við að hafa þurft að hlaupa út á bensínstöð í stresskasti rétt fyrir miðnætti til þess að redda hlutunum. „Okkur fannst mikilvægast að gefa samverustundir og smá lærdóm líka. Við vildum fara alla leið strax í upphafi og hugsuðum gjafirnar þannig að þær ættu að vera úthugsaðar, nysamlegar, ókynjaðar og flokkaðar fyrir leikskólaaldur og grunnskólaaldur,“ útskýrir Álfrún. Síðan hrundi Þannig má í pakka Jólaálfsins finna bækur eftir íslenska höfunda í boði Forlagsins, litabók, þroskaleikföng og trölladeigsblöndu frá Vilko. Þær Álfrún og Svanborg segjast vonast til þess að geta létt foreldrum lífið í aðdraganda hátíðanna. „Allt of oft gleymum við, eða gefum okkur ekki tíma til, að staldra við og njóta jólanna. Það eru einmitt börnin sem hjálpa okkur að muna að gleðjast um jólin og það eru sönn forréttindi að fá að upplifa barnslega jólagleði og tilhlökkun. Við vonum svo sannarlega að þessi samvinna hjálpi fólki að njóta jólanna í staðinn fyrir að horfa á þau þjóta hjá í stresskasti.“ Þær segja nokkuð ljóst að ýmsir foreldrar hafi leitað að slíkri lausn en á fyrsta degi þá hrundi vefsíðan, fjöldi gesta var svo mikill. „Við trúðum náttúrulega ekki eigin augum og þurftum að drífa í því að finna út úr því hvernig við gætum uppfært síðuna svo hún gæti ráðið við meiri traffík,“ segir Svanborg hlæjandi. „Þetta var hreint út sagt ótrúlegt og augljóst að það er eftirspurn eftir því að létta undir með foreldrum og ég held og vona að fólk finni að það er hjarta og hugur í gjöfunum frá Jólaálfinum.“ Ívar og Svanborg með sonum sínum tveimur.
Jól Nýsköpun Börn og uppeldi Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Menning Fleiri fréttir Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Sjá meira