Sex hundruð milljónir fyrir að grípa bolta í stúkunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2024 06:32 Shohei Ohtani átta magnað tímabil með Los Angeles Dodgers. Getty/Sean M. Haffey Japanski hafnaboltamaðurinn Shohei Ohtani hjá Los Angeles Dodgers átti sögulegt tímabil í bandaríska hafnaboltanum og einn boltanna sem hann sló upp í stúku í ár var seldur á metfé í gær. Ohtani varð sá fyrsti í sögu MLB deildarinnar til að ná því á einu og sama tímabilinu, að slá bæði boltann fimmtíu sinnum upp í stúku [home run] sem og að ná því að stela fimmtíu höfnum. Ohtani innsiglaði þetta afrek þegar hann sló boltann upp í stúku og komst í heimahöfn í fimmtugasta sinn í leik á móti Marlins í september. Boltanum var síðan komið í sölu með hjálp uppboðshaldarans Goldin Auctions. Boltinn seldist síðan á uppboði í gær á metfé eða fyrir 4,39 milljónir Bandaríkjadala. Það gera 607 milljónir íslenskra króna. Það kom ekki fram hver hefði keypt boltann. Gamla metið var frá 1999 þegar hafnabolti seldist fyrir þrjár milljónir dollara. Þann bolta sló Mark McGwire upp í stúku en hann setti þá met með því að ná heimahafnarhlaupi í sjötugasta sinn á 1998 tímabilinu. Það er reyndar ekki búið að skera út um það fyrir dómstólum hver sé réttur eigandi boltans. Það gekk nefnilega mikið á í stúkunni í kapphlaupi við að ná þessum dýrmæta bolta. Þeir sem gera tilkall til hans voru þó tilbúnir að selja hann á uppboðinu. Dómsmálið mun síðan ákveða hver þeirra fær peninginn. Það er ekki slæmt að fá yfir sex hundruð milljónir fyrir að grípa bolta í stúkunni. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Hafnabolti Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Fleiri fréttir Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Sjá meira
Ohtani varð sá fyrsti í sögu MLB deildarinnar til að ná því á einu og sama tímabilinu, að slá bæði boltann fimmtíu sinnum upp í stúku [home run] sem og að ná því að stela fimmtíu höfnum. Ohtani innsiglaði þetta afrek þegar hann sló boltann upp í stúku og komst í heimahöfn í fimmtugasta sinn í leik á móti Marlins í september. Boltanum var síðan komið í sölu með hjálp uppboðshaldarans Goldin Auctions. Boltinn seldist síðan á uppboði í gær á metfé eða fyrir 4,39 milljónir Bandaríkjadala. Það gera 607 milljónir íslenskra króna. Það kom ekki fram hver hefði keypt boltann. Gamla metið var frá 1999 þegar hafnabolti seldist fyrir þrjár milljónir dollara. Þann bolta sló Mark McGwire upp í stúku en hann setti þá met með því að ná heimahafnarhlaupi í sjötugasta sinn á 1998 tímabilinu. Það er reyndar ekki búið að skera út um það fyrir dómstólum hver sé réttur eigandi boltans. Það gekk nefnilega mikið á í stúkunni í kapphlaupi við að ná þessum dýrmæta bolta. Þeir sem gera tilkall til hans voru þó tilbúnir að selja hann á uppboðinu. Dómsmálið mun síðan ákveða hver þeirra fær peninginn. Það er ekki slæmt að fá yfir sex hundruð milljónir fyrir að grípa bolta í stúkunni. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn)
Hafnabolti Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Fleiri fréttir Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti