Steinunn Ólína ekki á leið í framboð Jakob Bjarnar skrifar 23. október 2024 13:25 Steinunn Ólína segist enga löngun hafa til að fara í framboð núna, hún hafi öðrum hnöppum að hneppa. vísir/arnar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona hefur lengi verið orðuð við framboð í komandi Alþingiskosningum. Helst hefur Sósíalistaflokkur Íslands verið nefndur í tengslu við það. Steinunn Ólína segir hins vegar ekkert slíkt í pípunum. „Nei,“ segir Steinunn Ólína spurð um hvort hún sé að fara fram. Var það erfið ákvörðun? „Nei. Sko, ég hef enga löngun til að fara í framboð og reyndar engin eftirspurn. Ég held ég geri best gagn utan flokka.“ Það hefur reyndar verið þrálátur orðrómur um að þeir sem buðu sig fram í síðustu forsetakosningum, sem voru nánast í gær, hefðu fullan hug á því að bjóða sig fram til Alþingis. Og reyndar hefur sú orðið raunin með nokkur þeirra svo sem Jón Gnarr fyrir Viðreisn, Höllu Hrund Logadóttur fyrir Framsókn, Viktor Traustason fyrir Pírata og Arnar Þór Jónsson sem hefur stofnað stjórnmálaflokk. Það hefur svo spurst að Ísdrottningin Ásdís Rán Gunnarsdóttir liggi undir feldi. Í kosningabaráttunni hafði Steinunn sig ekki síst harða gagnrýni á þjóðfélagsmál? Engin eftirspurn? Er það alveg sannleikanum samkvæmt? „Njahh... Óformlegar fyrirspurnir hafa borist, úr frá nokkrum flokkum,“ segir Steinunn Ólína. En hún hefur öðrum hnöppum að hneppa. Halldóra Geirharðsdóttir leikkona. Hún er nú að undirbúa hlaðvarp ásamt Steinunni Ólínu. Þar verður rifið upp úr öllum skúffum en þær stöllur vekja athygli á því að podkastið verði með öllu ópólitískt.vísir/eyþór „Það sem ber hæst núna er að við vinkonurnar Halldóra Geirharðsdóttir og ég erum að undirbúa að setja í loftið stórkostlega skemmtilegt podpast. Og vinnum að því hörðum höndum akkúrat núna.“ Steinunn Ólína segir að þar verði rætt um allt milli himins og jarðar. Og Halldóra bætir við að það verði rifið upp úr öllum skúffum. „En þetta verður allsendis ópólitískt podkast.“ Alþingiskosningar 2024 Hlaðvörp Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Sjá meira
„Nei,“ segir Steinunn Ólína spurð um hvort hún sé að fara fram. Var það erfið ákvörðun? „Nei. Sko, ég hef enga löngun til að fara í framboð og reyndar engin eftirspurn. Ég held ég geri best gagn utan flokka.“ Það hefur reyndar verið þrálátur orðrómur um að þeir sem buðu sig fram í síðustu forsetakosningum, sem voru nánast í gær, hefðu fullan hug á því að bjóða sig fram til Alþingis. Og reyndar hefur sú orðið raunin með nokkur þeirra svo sem Jón Gnarr fyrir Viðreisn, Höllu Hrund Logadóttur fyrir Framsókn, Viktor Traustason fyrir Pírata og Arnar Þór Jónsson sem hefur stofnað stjórnmálaflokk. Það hefur svo spurst að Ísdrottningin Ásdís Rán Gunnarsdóttir liggi undir feldi. Í kosningabaráttunni hafði Steinunn sig ekki síst harða gagnrýni á þjóðfélagsmál? Engin eftirspurn? Er það alveg sannleikanum samkvæmt? „Njahh... Óformlegar fyrirspurnir hafa borist, úr frá nokkrum flokkum,“ segir Steinunn Ólína. En hún hefur öðrum hnöppum að hneppa. Halldóra Geirharðsdóttir leikkona. Hún er nú að undirbúa hlaðvarp ásamt Steinunni Ólínu. Þar verður rifið upp úr öllum skúffum en þær stöllur vekja athygli á því að podkastið verði með öllu ópólitískt.vísir/eyþór „Það sem ber hæst núna er að við vinkonurnar Halldóra Geirharðsdóttir og ég erum að undirbúa að setja í loftið stórkostlega skemmtilegt podpast. Og vinnum að því hörðum höndum akkúrat núna.“ Steinunn Ólína segir að þar verði rætt um allt milli himins og jarðar. Og Halldóra bætir við að það verði rifið upp úr öllum skúffum. „En þetta verður allsendis ópólitískt podkast.“
Alþingiskosningar 2024 Hlaðvörp Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Sjá meira