Þau leiða Vinstri græn í Norðvesturkjördæmi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 22. október 2024 18:29 Álfhildur, Bjarki og Sigríður skipa efstu þrjú sætin í Norðvesturkjördæmi. Vinstri græn Uppstillinganefnd Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi hefur kynnt framboðslista fyrir komandi Alþingiskosningarnar. Listann leiðir Álfhildur Leifsdóttir, oddviti VG í Skagafirði. Bjarki Hjörleifsson frá Stykkishólmi er í öðru sæti og Ísfirðingurinn Sigríður Gísladóttir í þriðja. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá flokknum, þar sem segir að listinn sé heimabakaður að þessu sinni. Bjarni Jónsson var oddviti listans á síðasta kjörtímabili en tilkynnti í síðustu viku að hann hefði sagt sig úr flokknum og sagt skilið við þingflokkinn. Eftirfarandi kemur fram í umfjöllun um frambjóðendurna þrjá. Álfhildur Leifsdóttir starfar sem grunnskólakennari og er kerfisfræðingur að mennt. Hún er formaður Kennarasambands Norðurlands vestra. Álfhildur hefur setið í sveitarstjórn Skagafjarðar síðastliðin sex ár. Hún er formaður sveitarstjórnarráðs Skagafjarðar og stjórnarmaður í stjórn VG. Bjarki Hjörleifsson, stjórnmálafræðingur frá Stykkishólmi, skipar annað sætið á lista VG í Norðvestur. Bjarki hefur unnið fyrir VG síðan 2019, fyrst á skrifstofu flokksins, svo hjá þingflokknum og síðast sem aðstoðarmaður Bjarkeyjar Olsen matvælaráðherra. Ísfirðingurinn Sigríður Gísladóttir skipar þriðja sæti listans. Sigríður er dýralæknir, framhaldsskólakennari og búfræðingur. Hún kennir við Menntaskólann á Ísafirði. Hún er í stjórn Bjargráðasjóðs og varastjórn Náttúruhamfaratrygginga Íslands. Sigríður hefur starfað með lengi með VG, bæði fyrir landsmálin og sveitarstjórnir og var formaður svæðisfélags VG á Vestfjörðum í tæpan áratug. Fréttin hefur verið uppfærð. Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Norðvesturkjördæmi Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Mikið slegist í miðbænum Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá flokknum, þar sem segir að listinn sé heimabakaður að þessu sinni. Bjarni Jónsson var oddviti listans á síðasta kjörtímabili en tilkynnti í síðustu viku að hann hefði sagt sig úr flokknum og sagt skilið við þingflokkinn. Eftirfarandi kemur fram í umfjöllun um frambjóðendurna þrjá. Álfhildur Leifsdóttir starfar sem grunnskólakennari og er kerfisfræðingur að mennt. Hún er formaður Kennarasambands Norðurlands vestra. Álfhildur hefur setið í sveitarstjórn Skagafjarðar síðastliðin sex ár. Hún er formaður sveitarstjórnarráðs Skagafjarðar og stjórnarmaður í stjórn VG. Bjarki Hjörleifsson, stjórnmálafræðingur frá Stykkishólmi, skipar annað sætið á lista VG í Norðvestur. Bjarki hefur unnið fyrir VG síðan 2019, fyrst á skrifstofu flokksins, svo hjá þingflokknum og síðast sem aðstoðarmaður Bjarkeyjar Olsen matvælaráðherra. Ísfirðingurinn Sigríður Gísladóttir skipar þriðja sæti listans. Sigríður er dýralæknir, framhaldsskólakennari og búfræðingur. Hún kennir við Menntaskólann á Ísafirði. Hún er í stjórn Bjargráðasjóðs og varastjórn Náttúruhamfaratrygginga Íslands. Sigríður hefur starfað með lengi með VG, bæði fyrir landsmálin og sveitarstjórnir og var formaður svæðisfélags VG á Vestfjörðum í tæpan áratug. Fréttin hefur verið uppfærð.
Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Norðvesturkjördæmi Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Mikið slegist í miðbænum Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Sjá meira