Bann Arnars staðfest og Jón Þór byrjar næsta ár í banni Sindri Sverrisson skrifar 22. október 2024 15:56 Jón Þór Hauksson verður í banni í lokaumferðinni um helgina og einnig þegar ný leiktíð hefst í Bestu deildinni. vísir/Anton Átta leikmenn og tveir þjálfarar hafa verið úrskurðaðir í bann fyrir hina æsispennandi lokaumferð sem fram undan er í Bestu deild karla í fótbolta um næstu helgi. Enginn leikmanna Víkings og Breiðabliks verður í banni þegar liðin mætast í úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn á sunnudagskvöld. Hins vegar, eins og fram hefur komið, verður Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga í banni vegna uppsafnaðra gulra spjalda. Arnar fékk sitt þriðja gula spjald í sumar fyrir að hlaupa inn á völlinn í fögnuðinum við hádramatískt sigurmark gegn ÍA á laugardaginn, og hafði einnig fengið gult spjald í Meistarakeppninni 1. apríl. Fjögur gul spjöld þýða eins leiks bann. Arnar hefur einnig fengið tvö rauð spjöld í sumar og missir samtals af fimm leikjum í Bestu deildinni vegna leikbanna í sumar. Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, verður einnig í banni um helgina en hann fékk rautt spjald vegna hegðunar sinnar í garð dómara eftir tapið gegn Víkingum, þar sem mistök dómarans kostuðu Víkinga sigurmark. Jón Þór fékk tveggja leikja bann og verður því einnig í banni þegar ný leiktíð hefst í Bestu deildinni á næsta ári. Jón Þór missir af leiknum við Val á laugardag og Valsmenn verða án Bjarna Mark Antonssonar og Kristins Freys Sigurðssonar, vegna uppsafnaðra spjalda. Kristinn er kominn með tíu áminningar á leiktíðinni og Bjarni fjórar. Leikurinn er afar mikilvægur fyrir Val en sigur tryggir liðinu 3. sæti deildarinnar, Evrópusæti. Tapi Valur gæti Stjarnan náð 3. sætinu með sigri gegn FH. Þar verða FH-ingar án Böðvars Böðvarssonar sem kominn er með sjö áminningar. Fjórir í banni frá leiknum á Ísafirði Í neðri hlutanum verða fjórir leikmenn í banni þegar Vestri tekur á móti Fylki á laugardaginn. Gunnar Jónas Hauksson verður ekki með heimamönnum vegna rauða spjaldsins sem hann fékk gegn KA í síðustu umferð, og hið sama má segja um Nikulás Val Gunnarsson úr Fylki sem fékk rautt gegn KR. Tveir Fylkismenn til viðbótar, þeir Arnór Breki Ásþórsson og Birkir Eyþórsson, missa af leiknum við Vestra vegna uppsafnaðra áminninga. Vestri þarf sigur til að tryggja sér áframhaldandi veru í Bestu deildinni. Liðið er jafnt HK að stigum en með mun betri markatölu. Annað þessara liða mun fylgja Fylki niður í Lengjudeildina. HK-ingar mæta KR í leik sem fram fer á heimavelli Þróttar í Laugardal. Besta deild karla Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Sjá meira
Enginn leikmanna Víkings og Breiðabliks verður í banni þegar liðin mætast í úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn á sunnudagskvöld. Hins vegar, eins og fram hefur komið, verður Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga í banni vegna uppsafnaðra gulra spjalda. Arnar fékk sitt þriðja gula spjald í sumar fyrir að hlaupa inn á völlinn í fögnuðinum við hádramatískt sigurmark gegn ÍA á laugardaginn, og hafði einnig fengið gult spjald í Meistarakeppninni 1. apríl. Fjögur gul spjöld þýða eins leiks bann. Arnar hefur einnig fengið tvö rauð spjöld í sumar og missir samtals af fimm leikjum í Bestu deildinni vegna leikbanna í sumar. Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, verður einnig í banni um helgina en hann fékk rautt spjald vegna hegðunar sinnar í garð dómara eftir tapið gegn Víkingum, þar sem mistök dómarans kostuðu Víkinga sigurmark. Jón Þór fékk tveggja leikja bann og verður því einnig í banni þegar ný leiktíð hefst í Bestu deildinni á næsta ári. Jón Þór missir af leiknum við Val á laugardag og Valsmenn verða án Bjarna Mark Antonssonar og Kristins Freys Sigurðssonar, vegna uppsafnaðra spjalda. Kristinn er kominn með tíu áminningar á leiktíðinni og Bjarni fjórar. Leikurinn er afar mikilvægur fyrir Val en sigur tryggir liðinu 3. sæti deildarinnar, Evrópusæti. Tapi Valur gæti Stjarnan náð 3. sætinu með sigri gegn FH. Þar verða FH-ingar án Böðvars Böðvarssonar sem kominn er með sjö áminningar. Fjórir í banni frá leiknum á Ísafirði Í neðri hlutanum verða fjórir leikmenn í banni þegar Vestri tekur á móti Fylki á laugardaginn. Gunnar Jónas Hauksson verður ekki með heimamönnum vegna rauða spjaldsins sem hann fékk gegn KA í síðustu umferð, og hið sama má segja um Nikulás Val Gunnarsson úr Fylki sem fékk rautt gegn KR. Tveir Fylkismenn til viðbótar, þeir Arnór Breki Ásþórsson og Birkir Eyþórsson, missa af leiknum við Vestra vegna uppsafnaðra áminninga. Vestri þarf sigur til að tryggja sér áframhaldandi veru í Bestu deildinni. Liðið er jafnt HK að stigum en með mun betri markatölu. Annað þessara liða mun fylgja Fylki niður í Lengjudeildina. HK-ingar mæta KR í leik sem fram fer á heimavelli Þróttar í Laugardal.
Besta deild karla Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Sjá meira