Sólveig segist ekki endilega reikna með því að ná á þing og að hún sé einbeitt að störfum sínum fyrir Eflingu. Framboðið sé hugsað til stuðnings Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, borgarfulltrúa og oddvita Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkördæmi suður.
„Það sem drífur mig áfram er stuðningur minn við Sönnu Magdalenu og mikill vilji til þess að sjá hana komast á Alþingi. Eftir að hafa rætt við hana afskaplega oft, þá ákvað ég að gefa kost á mér.“
Sólveig segist ætla gera allt sem hún getur gert til að leiðbeina Sönnu í þessu verkefni. Sanna sagði í samtali við fréttastofu í gær að hún vildi fá Sólveigu á lista flokksins og að þær hafi verið í viðræðum síðustu daga.
Miðað við kannanir má telja ólíklegt að aðrir en efsta fólk á listum Sósíalistaflokksins næðu sæti á Alþingi en þó ber að hafa í hug að tæplega sex vikur eru til kosninga.
„Ég er auðvitað meðlimur í Sósíalistaflokknum og hef áður tekið þátt í starfi hans. Fyrst að Sanna tók þessa hugrökku ákvörðun þá er ég tilbúin að gera það sem ég get gert til að liðsinna henni.“