Arna Ýr gaf börnunum sínum þremur tvo hamstra fyrir einum og hálfum mánuði síðan. Sölumaðurinn í dýrabúðinni fullyrti að hamstrarnir væru af sama kyni.
„Heyriði, það er komin ákveðin staða hérna heima hjá mér,“ segir Arna Ýr færslu á Instagram.
„Við vorum að koma heim frá Orlando og hamstrarnir sem ég gaf börnunum mínum voru í pössun hjá Margréti vinkonu. Dýrabúðin sagði að þeir væru sama kyni. Þegar ég var að FaceTime-a Margréti til að sækja hamstrana sá ég þetta.“
Í myndsímtalinu blasti óvænt sjón fyrir Örnu þegar hún sá litla bleika hamstraunga í búrinu, að minnsta kosti fimm talsins.
Arna leitaði ráða hjá dýrabúðinni hvað hún ætti að gera við ungana.
„Ég keypti tvo dverghamstra hjá ykkur fyrir um það bil einum og hálfum mánuði síðan og núna eru þeir allt í einu talsvert fleiri. Ég veit ekki hvað ég á að gera,“ sagði Arna Ýr í samtali við sölumann dýrabúðarinnar á léttum nótum.
„Þeir geta alveg étið börnin sín ef það er mikið vesen í kringum þá,“ svaraði hann.