„Stjórnmálaferill minn var víst stuttur“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. október 2024 19:08 Jasmina hlaut ekki brautargengi hjá Viðreisn í Suðurkjördæmi en hún sóttist eftir oddvitasæti. Jasmina Vajzović Crnac, fyrrverandi bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, sem sóttist eftir oddvitasæti fyrir Viðreisn í Suðurkjördæmi segir að sér hafi verið hafnað af uppstillingarnefnd. Höfnunin hafi byggst á fjölbreytileikasjónarmiði. Þetta tilkynnti hún á Facebook-síðu sinni í dag. „Stjórnmálaferil minn var víst stuttur. Mér barst símtal í kvöld frá formanni uppstillinganefndar þar sem mér var hafnað á lista Viðreisnar. Ég tek því og heyri að það er ekki þörf á minni rödd í flokknum,“ sagði hún í tilkynningunni. „Ég er svekkt enda búin vera í flokknum siðan 2018 og unnið í stefnum flokksins í gegnum árin, stutt og unnið fyrir flokkinn í öllum kosningum, en svona eru stjórnmál. Ég fylgdi mínu hjarta og fer sátt með þá ákvörðun,“ sagði hún einnig. Þyrfti að horfa til breiddarinnar Fréttastofa hafði samband við Jasminu til að heyra í henni hljóðið eftir þessi tíðindi. Þú fékkst símtal frá formanni uppstillingarnefndar. Hvað sagði hann? „Mér var hafnað. Þau vildu hafa óbreyttan oddvita og af því ég sóttist eftir fyrsta sæti fannst þeim rétt að láta mig vita af því,“ sagði Jasmina. „Það þurfi að horfa til aldurs og að hafa breiðan hóp. Þau sáu því ekki fram á að geta boðið mér sæti ofarlega, allavega ekki í efstu sex sætum. Það var niðurstaðan. Rökin fyrir höfnuninni voru þá að það þyrfti að halda fjölbreytileika? „Já, rökin voru í raun og veru að það þyrfti að horfa til breiddar og heildarinnar.“ Mætt á marga fundi og búið til margar stefnur Jasmina viðurkennir að hún sé sár yfir niðurstöðunni enda sé hún metnaðarfullur einstaklingur. „Ég er búin að vera í Viðreisn síðustu sex ár, hef setið í uppstillingarnefnd, stofnaði Viðreisn í Reykjanesbæ ásamt öðrum, ég sat í Suðurráði í öll þessi ár og hef setið í stjórn Viðreisnar. Ég hef búið til margar stefnur, mætt á marga fundi og búin að eyða miklum tíma. Þannig það er svekkjandi að fá svona svar en að þessu sinni er ekki óskað eftir því að mín rödd fái hljómgrunn. Það verður bara að hafa það.“ Suðurkjördæmi Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Sjá meira
Þetta tilkynnti hún á Facebook-síðu sinni í dag. „Stjórnmálaferil minn var víst stuttur. Mér barst símtal í kvöld frá formanni uppstillinganefndar þar sem mér var hafnað á lista Viðreisnar. Ég tek því og heyri að það er ekki þörf á minni rödd í flokknum,“ sagði hún í tilkynningunni. „Ég er svekkt enda búin vera í flokknum siðan 2018 og unnið í stefnum flokksins í gegnum árin, stutt og unnið fyrir flokkinn í öllum kosningum, en svona eru stjórnmál. Ég fylgdi mínu hjarta og fer sátt með þá ákvörðun,“ sagði hún einnig. Þyrfti að horfa til breiddarinnar Fréttastofa hafði samband við Jasminu til að heyra í henni hljóðið eftir þessi tíðindi. Þú fékkst símtal frá formanni uppstillingarnefndar. Hvað sagði hann? „Mér var hafnað. Þau vildu hafa óbreyttan oddvita og af því ég sóttist eftir fyrsta sæti fannst þeim rétt að láta mig vita af því,“ sagði Jasmina. „Það þurfi að horfa til aldurs og að hafa breiðan hóp. Þau sáu því ekki fram á að geta boðið mér sæti ofarlega, allavega ekki í efstu sex sætum. Það var niðurstaðan. Rökin fyrir höfnuninni voru þá að það þyrfti að halda fjölbreytileika? „Já, rökin voru í raun og veru að það þyrfti að horfa til breiddar og heildarinnar.“ Mætt á marga fundi og búið til margar stefnur Jasmina viðurkennir að hún sé sár yfir niðurstöðunni enda sé hún metnaðarfullur einstaklingur. „Ég er búin að vera í Viðreisn síðustu sex ár, hef setið í uppstillingarnefnd, stofnaði Viðreisn í Reykjanesbæ ásamt öðrum, ég sat í Suðurráði í öll þessi ár og hef setið í stjórn Viðreisnar. Ég hef búið til margar stefnur, mætt á marga fundi og búin að eyða miklum tíma. Þannig það er svekkjandi að fá svona svar en að þessu sinni er ekki óskað eftir því að mín rödd fái hljómgrunn. Það verður bara að hafa það.“
Suðurkjördæmi Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Sjá meira