Everton vann og endurkomusigrar hjá Leicester og Villa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2024 16:32 Jamie Vardy fagnar marki sínu fyrir Leicester City í dag en hann fiskaði þá bæði vítaspyrnu og mann af velli með rautt spjald. Geyty/Dan Istitene/ Everton, Aston Villa, Leicester og Brighton fögnuðu öll sigri í ensku úrvalsdeildinni í dag. Southampton kom í 2-0 á móti Leicester og það stefndi í fyrsta sigur nýliðanna á tímabilinu en gestirnir tryggðu sér sigur með þremur mörkum á síðasta hálftímanum. Cameron Archer og Joe Aribo komu Southampton í 2-0 í fyrri hálfleik. Facundo Buonanotte minnkaði muninn á 64. mínútu og Jamie Vardy jafnaði metin úr víti á 74. mínútu. Vardy fiskaði vítið og Ryan Fraser af velli með rautt spjald. Það var síðan Jordan Ayew sem skoraði sigurmarkið á áttundu mínútu í uppbótatíma. Southamtpon er því áfram á botninum með aðeins eitt stig en Leicester er komið með níu stig. Þetta er farið að líta betur út hjá Everton sem vann 2-0 útisigur á nýliðum Ipswich Town. Iliman Ndiaye skoraði fyrra markið á 17. mínútu og Michael Keane seinna markið á 40 mínútu. Everton fékk ekki stig í fyrstu fjórum leikjum sínum en hefur náð í átta stig í síðustu fjórum leikjum. Danny Welbeck tryggði Brighton & Hove Albion 1-0 útisigur á Newcastle en eina markið kom á 35. mínútu. Newcastle sótti og sótti en fékk ekkert út úr leiknum. Brighton er í fimmta sæti. Raul Jiménez kom Fulham í 1-0 á móti Aston Villa strax á 5. mínútu en Villa menn svöruðu með þremur mörkum og unnu 3-1 útisigur. Fulham fékk vítaspyrnu í stöðunni 1-1 en Andreas Pereira lét Emiliano Martinez verja frá sér vítið. Morgan Rogers jafnaði metin á 9. mínútu en mörk frá Ollie Watkins á 59. mínútu og sjálfsmark frá Issa Diop tíu mínútum síðar tryggði Villa sigurinn. Aston Villa er í fjórða sæti með jafnmörg stig og Arsenal sem á leik inni. Enski boltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Sjá meira
Southampton kom í 2-0 á móti Leicester og það stefndi í fyrsta sigur nýliðanna á tímabilinu en gestirnir tryggðu sér sigur með þremur mörkum á síðasta hálftímanum. Cameron Archer og Joe Aribo komu Southampton í 2-0 í fyrri hálfleik. Facundo Buonanotte minnkaði muninn á 64. mínútu og Jamie Vardy jafnaði metin úr víti á 74. mínútu. Vardy fiskaði vítið og Ryan Fraser af velli með rautt spjald. Það var síðan Jordan Ayew sem skoraði sigurmarkið á áttundu mínútu í uppbótatíma. Southamtpon er því áfram á botninum með aðeins eitt stig en Leicester er komið með níu stig. Þetta er farið að líta betur út hjá Everton sem vann 2-0 útisigur á nýliðum Ipswich Town. Iliman Ndiaye skoraði fyrra markið á 17. mínútu og Michael Keane seinna markið á 40 mínútu. Everton fékk ekki stig í fyrstu fjórum leikjum sínum en hefur náð í átta stig í síðustu fjórum leikjum. Danny Welbeck tryggði Brighton & Hove Albion 1-0 útisigur á Newcastle en eina markið kom á 35. mínútu. Newcastle sótti og sótti en fékk ekkert út úr leiknum. Brighton er í fimmta sæti. Raul Jiménez kom Fulham í 1-0 á móti Aston Villa strax á 5. mínútu en Villa menn svöruðu með þremur mörkum og unnu 3-1 útisigur. Fulham fékk vítaspyrnu í stöðunni 1-1 en Andreas Pereira lét Emiliano Martinez verja frá sér vítið. Morgan Rogers jafnaði metin á 9. mínútu en mörk frá Ollie Watkins á 59. mínútu og sjálfsmark frá Issa Diop tíu mínútum síðar tryggði Villa sigurinn. Aston Villa er í fjórða sæti með jafnmörg stig og Arsenal sem á leik inni.
Enski boltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Sjá meira