Íslensku stelpurnar Evrópumeistarar í fjórða sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2024 09:47 Íslenska kvennalandsliðið átti frábæran dag þegar allt var undir og tryggði sér Evrópumeistaratitilinn. Fimleikasamband Íslands Ísland eignaðist Evrópumeistara í hópfimleikum í dag þegar íslenska kvennalandsliðið tryggði sér glæsilegan sigur á EM í Bakú í Aserbaísjan. Íslensku stelpurnar misstu af Evrópumeistartitlinum fyrir tveimur árum en áttu frábæran dag í úrslitunum í dag. Allt gekk upp þegar allt var undir og íslensku stelpurnar fögnuðu gríðarlega þegar úrslitin voru tilkynnt. Ísland er að gera frábæra hluti á þessu móti því áður hafi blandað unglingalandslið Íslands unnið gullverðlaun. Þetta er í fjórða sinn sem Íslenska kvennalandsliðið verður Evrópumeistari en liðið vann einnig gullið 2010, 2012 og 2021. Þetta var í fimmtánda sinn sem EM er haldið. Svíarnir voru ofar eftir undankeppninni en þær áttu ekki svör við stórkostlegri frammistöðu íslensku kvennanna í dag. Íslensku stelpurnar bættu sig í tveimur af þremur æfingum frá undanúrslitum þegar þær fengu 17.950 stig á gólfi, 18.150 í stökki og 17.150 á trampólín. Í úrslitunum í dag fengu þær 18.600 stig á gólfi, 18.250 í stökki og 17.00 á trampólíni. Íslensku stelpurnar náðu risabætingu á gólfinu þar sem allt gekk fullkomlega upp. Stökkið var frábært í undankeppninni en enn betra í úrslitunum. Eftir þessa frammistöðu kom það ekki mikið á óvart þegar Ísland endaði efst. Íslenska liðið gerði best allra í bæði stökki og á gólfi og liðið var ekki langt frá því að vera líka efst á trampólíni. Íslenska liðið vann líka á endanum mjög öruggan sigur á Svíum en Ísland og Svíþjóð hafa verið miklir erkifjendur í gegnum tíðina. Svíar urðu að sætta sig við silfrið en Norðmenn tóku óvænt bronsið eftir harða keppni við Dana. Fjögur félög eiga fulltrúa í íslenska Evrópumeistaraliðinu. Flestar koma frá Stjörnuni og Gerplu en bæði Selfoss og Ármann eiga einnig nýkrýndan Evrópumeistara. Fimleikar EM í hópfimleikum Mest lesið „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Handbolti „Ég gerði það sem ég geri á æfingum“ Sport Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Fótbolti Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og enska b-deildin Sport Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Handbolti „Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og enska b-deildin Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf „Ég gerði það sem ég geri á æfingum“ Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Töfræðin á móti Grænhöfðaeyjum: Orri nýtti allt sitt í fyrsta HM-leiknum „Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ „Þeir eru ekki með lélega handboltamenn“ Uppgjör og viðtöl: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Engin óvænt tíðindi en stórsigrar á HM í kvöld Uppgjör og viðtöl: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Stórsigur hjá Slóvenum í fyrsta leik okkar riðils Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Myndaveisla: Fámenn en góðmenn upphitun í Zagreb Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Ánægja með Dag og hetjan hyllt Svona var HM-Pallborðið „Þeir eru mjög óagaðir“ „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Sjá meira
Íslensku stelpurnar misstu af Evrópumeistartitlinum fyrir tveimur árum en áttu frábæran dag í úrslitunum í dag. Allt gekk upp þegar allt var undir og íslensku stelpurnar fögnuðu gríðarlega þegar úrslitin voru tilkynnt. Ísland er að gera frábæra hluti á þessu móti því áður hafi blandað unglingalandslið Íslands unnið gullverðlaun. Þetta er í fjórða sinn sem Íslenska kvennalandsliðið verður Evrópumeistari en liðið vann einnig gullið 2010, 2012 og 2021. Þetta var í fimmtánda sinn sem EM er haldið. Svíarnir voru ofar eftir undankeppninni en þær áttu ekki svör við stórkostlegri frammistöðu íslensku kvennanna í dag. Íslensku stelpurnar bættu sig í tveimur af þremur æfingum frá undanúrslitum þegar þær fengu 17.950 stig á gólfi, 18.150 í stökki og 17.150 á trampólín. Í úrslitunum í dag fengu þær 18.600 stig á gólfi, 18.250 í stökki og 17.00 á trampólíni. Íslensku stelpurnar náðu risabætingu á gólfinu þar sem allt gekk fullkomlega upp. Stökkið var frábært í undankeppninni en enn betra í úrslitunum. Eftir þessa frammistöðu kom það ekki mikið á óvart þegar Ísland endaði efst. Íslenska liðið gerði best allra í bæði stökki og á gólfi og liðið var ekki langt frá því að vera líka efst á trampólíni. Íslenska liðið vann líka á endanum mjög öruggan sigur á Svíum en Ísland og Svíþjóð hafa verið miklir erkifjendur í gegnum tíðina. Svíar urðu að sætta sig við silfrið en Norðmenn tóku óvænt bronsið eftir harða keppni við Dana. Fjögur félög eiga fulltrúa í íslenska Evrópumeistaraliðinu. Flestar koma frá Stjörnuni og Gerplu en bæði Selfoss og Ármann eiga einnig nýkrýndan Evrópumeistara.
Fimleikar EM í hópfimleikum Mest lesið „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Handbolti „Ég gerði það sem ég geri á æfingum“ Sport Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Fótbolti Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og enska b-deildin Sport Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Handbolti „Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og enska b-deildin Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf „Ég gerði það sem ég geri á æfingum“ Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Töfræðin á móti Grænhöfðaeyjum: Orri nýtti allt sitt í fyrsta HM-leiknum „Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ „Þeir eru ekki með lélega handboltamenn“ Uppgjör og viðtöl: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Engin óvænt tíðindi en stórsigrar á HM í kvöld Uppgjör og viðtöl: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Stórsigur hjá Slóvenum í fyrsta leik okkar riðils Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Myndaveisla: Fámenn en góðmenn upphitun í Zagreb Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Ánægja með Dag og hetjan hyllt Svona var HM-Pallborðið „Þeir eru mjög óagaðir“ „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Sjá meira