Sport

Dag­skráin í dag: Landa Víkingar næstum því titlinum?

Sindri Sverrisson skrifar
Víkingar eru ríkjandi Íslandsmeistarar í fótbolta.
Víkingar eru ríkjandi Íslandsmeistarar í fótbolta. vísir/Diego

Það eru afar mikilvægir leikir á dagskrá í Bestu deild karla í fótbolta í dag og í Texas fer fram tímataka fyrir næstu keppni í Formúlu 1 kappakstrinum.

Ef úrslitin falla með Víkingum í dag gætu þeir svo gott sem fagnað Íslandsmeistaratitlinum í kvöld, í þriðja sinn á fjórum árum, þó að formlega verði úrslitin ekki ljós fyrr en í lokaumferð Bestu deildarinnar eftir viku.

Víkingur og Breiðablik eru jöfn að stigum en markatala Víkinga er níu mörkum betri, og yrði að lágmark ellefu mörkum betri ef Víkingum tækist að vinna ÍA í dag, og Blikar myndu tapa fyrir Stjörnunni. Blikar þyrftu þá að lágmarki sex marka sigur gegn Víkingi í lokaumferðinni, til að landa titlinum.

ÍA og Stjarnan eru auk þess í harðri baráttu við Val um 3. sæti deildarinnar, sem gefur sæti í Evrópukeppni, og því óhætt að endurtaka að mikið er í húfi í leikjunum í dag. Að sama skapi gætu Vestramenn svo gott sem tryggt sér áframhaldandi veru í deildinni með sigri gegn KA á Akureyri, og fellt HK (sem aðeins ætti þá tölfræðilega möguleika á að bjarga sér).

Stöð 2 Sport

13.50 FH - Valur (Besta deild karla)

16.45 Breiðablik - Stjarnan (Besta deild karla)

19.10 Ísey Tilþrifin (Besta deild karla)

Stöð 2 Sport 5

13.50 ÍA - Víkingur (Besta deild karla)

Stöð 2 BD

13.50 KA - Vestri (Besta deild karla)

Vodafone Sport

11.25 Oxford United - WBA (EFL Championship)

13.55 Millwall - Derby (EFL Championship)

17.55 F1 Bandaríkin: Sprint keppni (Formúla 1)

21.55 F1 Bandaríkin: Tímataka (Formúla 1)

00.00 Yankees - Guardians (MLB)

Stöð 2 Sport 4

03.00 BMW Ladies Championship (LPGA Tour)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×