Enski boltinn

Í leyfi eftir að hafa misst fjögurra mánaða afabarn

Sindri Sverrisson skrifar
Steve Bruce tók við Blackpool í byrjun september.
Steve Bruce tók við Blackpool í byrjun september. Getty/Robbie Jay Barratt

Knattspyrnustjórinn reyndi Steve Bruce verður ekki með liði sínu Blackpool á morgun eftir að hafa misst afabarn sitt, aðeins fjögurra mánaða gamalt.

Bruce, sem áður hefur stýrt liðum á borð við Newcastle, Aston Villa, Hull og Birmingham, verður í leyfi á morgun þegar Blackpool mætir Barnsley, í ensku C-deildinni í fótbolta.

Í tilkynningu frá Blackpool segir: „Félagið getur tilkynnt að stjórinn Steve Bruce verður ekki á staðnum á morgun í leiknum við Barnsley vegna skelfilegs fráfalls fjögurra mánaða afabarns hans, Madison.

Allir hjá félaginu senda Steve og fjölskyldu hans ástarkveðjur. Við biðjum um að einkalíf þeirra verði virt um leið og þau takast á við þennan sviplega og óvænta missi fjölskyldunnar.“

Bruce, sem á sínum tíma var fyrirliði í sigursælu liði Manchester United, er með lið Blackpool í tíunda sæti C-deildarinnar. Hann tók við liðinu af Neil Critchley í síðasta mánuði og síðan þá hefur Blackpool unnið fjóra leiki af sex, gert eitt jafntefli og tapað einum.

Sonur Steve Bruce, Alex, verður sömuleiðis ekki með Salford City sem aðstoðarknattspyrnustjóri á morgun, gegn Crewe Alexandra, á meðan hann syrgir frænda sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×