Heita hertum reglum í hælisleitendamálum Samúel Karl Ólason skrifar 18. október 2024 17:02 Ursula von der Leyen og Charles Michel á blaðamannafundi í gær. AP/Geert Vanden Wijngaert Leiðtogar Evrópusambandsins leita nú leiða til að draga úr flæði farand- og flóttafólks til heimsálfunnar. Stuðningur við slíkar aðgerðir hefur aukist töluvert og er sú aukning rakin til aukins fylgis fjar-hægri flokka í Evrópu, sem eru verulega mótfallnir fólksflutningum til Evrópu. Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, boðaði til fundar í gær og tók hann fram fyrir fundinn að mikil áhersla yrði lögð á umræðu um fólksflutninga. Meðal annars stæði til að ræða aukið eftirlit á landamærum ESB, aukna samvinnu með utanaðkomandi bandamönnum og hertar reglur um brottflutning ólöglegra innflytjenda og þeim sem neitað er um hæli, samkvæmt frétt DW. Það sem af er á þessu ári hefur fjöldi farand- og flóttafólks dregist saman um fjörutíu prósent á þessu ári, frá því fjöldinn náði hámarki í fyrra. Flestir koma til Evrópusambandsins landleiðina úr austri og yfir Miðjarðarhafið. Vilja fella niður réttinn til að sækja um hæli Í austri hafa Pólverjar lengi sakað yfirvöld í Rússlandi og Belarús um að smala fólki að landamærunum og reyna að þvinga það inn í Pólland. Ráðamenn í Póllandi hafa kallað eftir því að rétturinn til að sækja um hæli verði felldur niður tímabundið, vegna þessa aðgerða nágranna þeirra, sem þeir segja að sé ætlað að skapa sundrung í Póllandi og innan ESB. AP fréttaveitan segir leiðtoga sambandsins hafa gefið til kynna að þeir styddu slíkar aðgerðir. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði til að mynda að markmið Rússa væri augljóst. Um blendinn hernað væri að ræða og Pólland og önnur ríki, eins og Finnland og Eistrasaltsríkin, þyrftu að geta varið ESB gegn slíkum aðgerðum. Gera Evrópu að virki Að fundinum loknum voru leiðtogarnir þegar byrjaðir að þróa áætlanir til að flýta brottflutningi fólks sem hefur verið hafnað um hæli og að tryggja að umsóknir hælisleitenda verði teknar fyrir áður en fólkið kemur til Evrópu. Ítalar hafa til að mynda opnað tvær úrvinnslustöðvar í Albaníu og Þjóðverjar hafa tekið upp landamæraeftirlit að nýju. Markmiðið er sagt vera að byggja upp orðspor ESB sem nokkurs konar virki og draga úr hælisumsóknum. Fréttaveitan hefur eftir Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, að hlutirnir séu að breytast í Evrópusambandinu. „Nú er meirihluti leiðtoga að segja það sama: Þetta geti ekki haldið áfram. Fjöldinn sé of mikilli. Við verðum að senda fólk sem færi ekki hæli í Evrópu aftur til baka.“ Dick Schoof, forsætisráðherra Hollands, sló á svipaða strengi og sagði skapið í Evrópu hafa breyst. Árið 2015, þegar mikil krísa myndaðist vegna fjölda fólks sem reyndi að komast til Evrópu frá Mið-Austurlöndum og Afganistan í hundruð þúsunda tali, sagði Angela Merkel, þáverandi kanslari Þýskalands, að vel væri hægt að taka við rúmri milljón manna. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segist ætla að leggja til harðari lög og frekari áætlanir um brottvísanir fólks, samkvæmt frétt Politico. Hún sagði í dag að rætt hefði verið að koma upp úrvinnslustöðvum í öðrum ríkjum. Þá sagði hún að eins og staðan væri í dag, væri einungis fimmtungi þeirra sem neitað væri um hæli, vísar úr ESB. Evrópusambandið Flóttamenn Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, boðaði til fundar í gær og tók hann fram fyrir fundinn að mikil áhersla yrði lögð á umræðu um fólksflutninga. Meðal annars stæði til að ræða aukið eftirlit á landamærum ESB, aukna samvinnu með utanaðkomandi bandamönnum og hertar reglur um brottflutning ólöglegra innflytjenda og þeim sem neitað er um hæli, samkvæmt frétt DW. Það sem af er á þessu ári hefur fjöldi farand- og flóttafólks dregist saman um fjörutíu prósent á þessu ári, frá því fjöldinn náði hámarki í fyrra. Flestir koma til Evrópusambandsins landleiðina úr austri og yfir Miðjarðarhafið. Vilja fella niður réttinn til að sækja um hæli Í austri hafa Pólverjar lengi sakað yfirvöld í Rússlandi og Belarús um að smala fólki að landamærunum og reyna að þvinga það inn í Pólland. Ráðamenn í Póllandi hafa kallað eftir því að rétturinn til að sækja um hæli verði felldur niður tímabundið, vegna þessa aðgerða nágranna þeirra, sem þeir segja að sé ætlað að skapa sundrung í Póllandi og innan ESB. AP fréttaveitan segir leiðtoga sambandsins hafa gefið til kynna að þeir styddu slíkar aðgerðir. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði til að mynda að markmið Rússa væri augljóst. Um blendinn hernað væri að ræða og Pólland og önnur ríki, eins og Finnland og Eistrasaltsríkin, þyrftu að geta varið ESB gegn slíkum aðgerðum. Gera Evrópu að virki Að fundinum loknum voru leiðtogarnir þegar byrjaðir að þróa áætlanir til að flýta brottflutningi fólks sem hefur verið hafnað um hæli og að tryggja að umsóknir hælisleitenda verði teknar fyrir áður en fólkið kemur til Evrópu. Ítalar hafa til að mynda opnað tvær úrvinnslustöðvar í Albaníu og Þjóðverjar hafa tekið upp landamæraeftirlit að nýju. Markmiðið er sagt vera að byggja upp orðspor ESB sem nokkurs konar virki og draga úr hælisumsóknum. Fréttaveitan hefur eftir Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, að hlutirnir séu að breytast í Evrópusambandinu. „Nú er meirihluti leiðtoga að segja það sama: Þetta geti ekki haldið áfram. Fjöldinn sé of mikilli. Við verðum að senda fólk sem færi ekki hæli í Evrópu aftur til baka.“ Dick Schoof, forsætisráðherra Hollands, sló á svipaða strengi og sagði skapið í Evrópu hafa breyst. Árið 2015, þegar mikil krísa myndaðist vegna fjölda fólks sem reyndi að komast til Evrópu frá Mið-Austurlöndum og Afganistan í hundruð þúsunda tali, sagði Angela Merkel, þáverandi kanslari Þýskalands, að vel væri hægt að taka við rúmri milljón manna. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segist ætla að leggja til harðari lög og frekari áætlanir um brottvísanir fólks, samkvæmt frétt Politico. Hún sagði í dag að rætt hefði verið að koma upp úrvinnslustöðvum í öðrum ríkjum. Þá sagði hún að eins og staðan væri í dag, væri einungis fimmtungi þeirra sem neitað væri um hæli, vísar úr ESB.
Evrópusambandið Flóttamenn Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira