„Hann kýldi mig“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. október 2024 23:28 DeAndre Kane á það til að koma sér í klandur. vísir / anton brink Það er sjaldan lognmolla þegar DeAndre Kane stígur inn á körfuboltavöll. Hann lenti í áflogum við leikmann Hattar í hálfleik, kýldi frá sér og kveðst sjálfur hafa verið kýldur. Grindavík vann leikinn 113-84 og Kane ætlar að „flengja“ Hattar-menn aftur þegar liðin mætast næst. „Þegar þú lítur á stöðutöfluna myndirðu halda að sóknin hafi unnið þetta en það var vörnin sem skilaði sigrinum í dag. Við æfðum vörnina vel í vikunni, aðeins öðruvísi áherslur og við framkvæmdum þær frábærlega,“ sagði Kane eftir sigurinn og talaði vel um varnarleik sinna manna, sem var aggressívari en vanalega. „Já, við vitum að þeir eru með gott lið og unnu fyrstu tvo leikina. Við vissum að ef við myndum ekki mæta fullir einbeitingar yrði þetta erfitt, þannig að við vildum gera okkur gildandi varnarlega og vinna út frá því.“ Lét vita hvaðan hann væri DeAndre Kane og Courvoisier McCauley lentu í áflogum í hálfleik, sem áttu sér aðdraganda í fyrri hálfleik og drógu dilk á eftir sér allan seinni hálfleikinn. „Engin ummæli (e. no comment),“ sagði Kane fyrst en var inntur aftur eftir svörum. „Þetta er allt í góðu. Við vorum bara að tala aðeins saman, hann var að segja mér hvaðan hann kæmi og ég var að segja honum hvaðan ég kæmi, það var bara það.“ Kane var þá minntur á að þeir hafi ekki bara skipst á orðum, heldur líka höggum. Var það hans leið til að segja McCauley hvaðan hann kæmi? „Hann kýldi mig. Kíktu í myndavélina.“ Tókust ekki í hendur Eftir leik kusu leikmenn Hattar að taka ekki í hendur leikmanna Grindavíkur og fóru beint inn í klefa. Kane hafði ekki mikið að segja um það en sagði þá líklega vera að drífa sig á æfingu. „Okkur er alveg sama. Þeir töpuðu með þrjátíu, fjörutíu stigum, þeir þurfa að fara og æfa sig.“ Ljóst er að seinni viðureign liðanna verður skemmtileg fyrir margar sakir. „Við flengjum þá bara aftur, skiptir okkur engu“ sagði Kane að lokum. Bónus-deild karla Höttur UMF Grindavík Mest lesið Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Körfubolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Körfubolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Sjá meira
„Þegar þú lítur á stöðutöfluna myndirðu halda að sóknin hafi unnið þetta en það var vörnin sem skilaði sigrinum í dag. Við æfðum vörnina vel í vikunni, aðeins öðruvísi áherslur og við framkvæmdum þær frábærlega,“ sagði Kane eftir sigurinn og talaði vel um varnarleik sinna manna, sem var aggressívari en vanalega. „Já, við vitum að þeir eru með gott lið og unnu fyrstu tvo leikina. Við vissum að ef við myndum ekki mæta fullir einbeitingar yrði þetta erfitt, þannig að við vildum gera okkur gildandi varnarlega og vinna út frá því.“ Lét vita hvaðan hann væri DeAndre Kane og Courvoisier McCauley lentu í áflogum í hálfleik, sem áttu sér aðdraganda í fyrri hálfleik og drógu dilk á eftir sér allan seinni hálfleikinn. „Engin ummæli (e. no comment),“ sagði Kane fyrst en var inntur aftur eftir svörum. „Þetta er allt í góðu. Við vorum bara að tala aðeins saman, hann var að segja mér hvaðan hann kæmi og ég var að segja honum hvaðan ég kæmi, það var bara það.“ Kane var þá minntur á að þeir hafi ekki bara skipst á orðum, heldur líka höggum. Var það hans leið til að segja McCauley hvaðan hann kæmi? „Hann kýldi mig. Kíktu í myndavélina.“ Tókust ekki í hendur Eftir leik kusu leikmenn Hattar að taka ekki í hendur leikmanna Grindavíkur og fóru beint inn í klefa. Kane hafði ekki mikið að segja um það en sagði þá líklega vera að drífa sig á æfingu. „Okkur er alveg sama. Þeir töpuðu með þrjátíu, fjörutíu stigum, þeir þurfa að fara og æfa sig.“ Ljóst er að seinni viðureign liðanna verður skemmtileg fyrir margar sakir. „Við flengjum þá bara aftur, skiptir okkur engu“ sagði Kane að lokum.
Bónus-deild karla Höttur UMF Grindavík Mest lesið Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Körfubolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Körfubolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti