„Hann kýldi mig“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. október 2024 23:28 DeAndre Kane á það til að koma sér í klandur. vísir / anton brink Það er sjaldan lognmolla þegar DeAndre Kane stígur inn á körfuboltavöll. Hann lenti í áflogum við leikmann Hattar í hálfleik, kýldi frá sér og kveðst sjálfur hafa verið kýldur. Grindavík vann leikinn 113-84 og Kane ætlar að „flengja“ Hattar-menn aftur þegar liðin mætast næst. „Þegar þú lítur á stöðutöfluna myndirðu halda að sóknin hafi unnið þetta en það var vörnin sem skilaði sigrinum í dag. Við æfðum vörnina vel í vikunni, aðeins öðruvísi áherslur og við framkvæmdum þær frábærlega,“ sagði Kane eftir sigurinn og talaði vel um varnarleik sinna manna, sem var aggressívari en vanalega. „Já, við vitum að þeir eru með gott lið og unnu fyrstu tvo leikina. Við vissum að ef við myndum ekki mæta fullir einbeitingar yrði þetta erfitt, þannig að við vildum gera okkur gildandi varnarlega og vinna út frá því.“ Lét vita hvaðan hann væri DeAndre Kane og Courvoisier McCauley lentu í áflogum í hálfleik, sem áttu sér aðdraganda í fyrri hálfleik og drógu dilk á eftir sér allan seinni hálfleikinn. „Engin ummæli (e. no comment),“ sagði Kane fyrst en var inntur aftur eftir svörum. „Þetta er allt í góðu. Við vorum bara að tala aðeins saman, hann var að segja mér hvaðan hann kæmi og ég var að segja honum hvaðan ég kæmi, það var bara það.“ Kane var þá minntur á að þeir hafi ekki bara skipst á orðum, heldur líka höggum. Var það hans leið til að segja McCauley hvaðan hann kæmi? „Hann kýldi mig. Kíktu í myndavélina.“ Tókust ekki í hendur Eftir leik kusu leikmenn Hattar að taka ekki í hendur leikmanna Grindavíkur og fóru beint inn í klefa. Kane hafði ekki mikið að segja um það en sagði þá líklega vera að drífa sig á æfingu. „Okkur er alveg sama. Þeir töpuðu með þrjátíu, fjörutíu stigum, þeir þurfa að fara og æfa sig.“ Ljóst er að seinni viðureign liðanna verður skemmtileg fyrir margar sakir. „Við flengjum þá bara aftur, skiptir okkur engu“ sagði Kane að lokum. Bónus-deild karla Höttur UMF Grindavík Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
„Þegar þú lítur á stöðutöfluna myndirðu halda að sóknin hafi unnið þetta en það var vörnin sem skilaði sigrinum í dag. Við æfðum vörnina vel í vikunni, aðeins öðruvísi áherslur og við framkvæmdum þær frábærlega,“ sagði Kane eftir sigurinn og talaði vel um varnarleik sinna manna, sem var aggressívari en vanalega. „Já, við vitum að þeir eru með gott lið og unnu fyrstu tvo leikina. Við vissum að ef við myndum ekki mæta fullir einbeitingar yrði þetta erfitt, þannig að við vildum gera okkur gildandi varnarlega og vinna út frá því.“ Lét vita hvaðan hann væri DeAndre Kane og Courvoisier McCauley lentu í áflogum í hálfleik, sem áttu sér aðdraganda í fyrri hálfleik og drógu dilk á eftir sér allan seinni hálfleikinn. „Engin ummæli (e. no comment),“ sagði Kane fyrst en var inntur aftur eftir svörum. „Þetta er allt í góðu. Við vorum bara að tala aðeins saman, hann var að segja mér hvaðan hann kæmi og ég var að segja honum hvaðan ég kæmi, það var bara það.“ Kane var þá minntur á að þeir hafi ekki bara skipst á orðum, heldur líka höggum. Var það hans leið til að segja McCauley hvaðan hann kæmi? „Hann kýldi mig. Kíktu í myndavélina.“ Tókust ekki í hendur Eftir leik kusu leikmenn Hattar að taka ekki í hendur leikmanna Grindavíkur og fóru beint inn í klefa. Kane hafði ekki mikið að segja um það en sagði þá líklega vera að drífa sig á æfingu. „Okkur er alveg sama. Þeir töpuðu með þrjátíu, fjörutíu stigum, þeir þurfa að fara og æfa sig.“ Ljóst er að seinni viðureign liðanna verður skemmtileg fyrir margar sakir. „Við flengjum þá bara aftur, skiptir okkur engu“ sagði Kane að lokum.
Bónus-deild karla Höttur UMF Grindavík Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira