„Hann kýldi mig“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. október 2024 23:28 DeAndre Kane á það til að koma sér í klandur. vísir / anton brink Það er sjaldan lognmolla þegar DeAndre Kane stígur inn á körfuboltavöll. Hann lenti í áflogum við leikmann Hattar í hálfleik, kýldi frá sér og kveðst sjálfur hafa verið kýldur. Grindavík vann leikinn 113-84 og Kane ætlar að „flengja“ Hattar-menn aftur þegar liðin mætast næst. „Þegar þú lítur á stöðutöfluna myndirðu halda að sóknin hafi unnið þetta en það var vörnin sem skilaði sigrinum í dag. Við æfðum vörnina vel í vikunni, aðeins öðruvísi áherslur og við framkvæmdum þær frábærlega,“ sagði Kane eftir sigurinn og talaði vel um varnarleik sinna manna, sem var aggressívari en vanalega. „Já, við vitum að þeir eru með gott lið og unnu fyrstu tvo leikina. Við vissum að ef við myndum ekki mæta fullir einbeitingar yrði þetta erfitt, þannig að við vildum gera okkur gildandi varnarlega og vinna út frá því.“ Lét vita hvaðan hann væri DeAndre Kane og Courvoisier McCauley lentu í áflogum í hálfleik, sem áttu sér aðdraganda í fyrri hálfleik og drógu dilk á eftir sér allan seinni hálfleikinn. „Engin ummæli (e. no comment),“ sagði Kane fyrst en var inntur aftur eftir svörum. „Þetta er allt í góðu. Við vorum bara að tala aðeins saman, hann var að segja mér hvaðan hann kæmi og ég var að segja honum hvaðan ég kæmi, það var bara það.“ Kane var þá minntur á að þeir hafi ekki bara skipst á orðum, heldur líka höggum. Var það hans leið til að segja McCauley hvaðan hann kæmi? „Hann kýldi mig. Kíktu í myndavélina.“ Tókust ekki í hendur Eftir leik kusu leikmenn Hattar að taka ekki í hendur leikmanna Grindavíkur og fóru beint inn í klefa. Kane hafði ekki mikið að segja um það en sagði þá líklega vera að drífa sig á æfingu. „Okkur er alveg sama. Þeir töpuðu með þrjátíu, fjörutíu stigum, þeir þurfa að fara og æfa sig.“ Ljóst er að seinni viðureign liðanna verður skemmtileg fyrir margar sakir. „Við flengjum þá bara aftur, skiptir okkur engu“ sagði Kane að lokum. Bónus-deild karla Höttur UMF Grindavík Mest lesið Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Handbolti Fleiri fréttir Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Sjá meira
„Þegar þú lítur á stöðutöfluna myndirðu halda að sóknin hafi unnið þetta en það var vörnin sem skilaði sigrinum í dag. Við æfðum vörnina vel í vikunni, aðeins öðruvísi áherslur og við framkvæmdum þær frábærlega,“ sagði Kane eftir sigurinn og talaði vel um varnarleik sinna manna, sem var aggressívari en vanalega. „Já, við vitum að þeir eru með gott lið og unnu fyrstu tvo leikina. Við vissum að ef við myndum ekki mæta fullir einbeitingar yrði þetta erfitt, þannig að við vildum gera okkur gildandi varnarlega og vinna út frá því.“ Lét vita hvaðan hann væri DeAndre Kane og Courvoisier McCauley lentu í áflogum í hálfleik, sem áttu sér aðdraganda í fyrri hálfleik og drógu dilk á eftir sér allan seinni hálfleikinn. „Engin ummæli (e. no comment),“ sagði Kane fyrst en var inntur aftur eftir svörum. „Þetta er allt í góðu. Við vorum bara að tala aðeins saman, hann var að segja mér hvaðan hann kæmi og ég var að segja honum hvaðan ég kæmi, það var bara það.“ Kane var þá minntur á að þeir hafi ekki bara skipst á orðum, heldur líka höggum. Var það hans leið til að segja McCauley hvaðan hann kæmi? „Hann kýldi mig. Kíktu í myndavélina.“ Tókust ekki í hendur Eftir leik kusu leikmenn Hattar að taka ekki í hendur leikmanna Grindavíkur og fóru beint inn í klefa. Kane hafði ekki mikið að segja um það en sagði þá líklega vera að drífa sig á æfingu. „Okkur er alveg sama. Þeir töpuðu með þrjátíu, fjörutíu stigum, þeir þurfa að fara og æfa sig.“ Ljóst er að seinni viðureign liðanna verður skemmtileg fyrir margar sakir. „Við flengjum þá bara aftur, skiptir okkur engu“ sagði Kane að lokum.
Bónus-deild karla Höttur UMF Grindavík Mest lesið Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Handbolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Handbolti Fleiri fréttir Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Sjá meira