Pavel: Þetta er verkefni fyrir Ægi sjálfan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2024 15:01 Ægir Þór Steinarsson leiðir sóknarleik Stjörnunnar og gefur tóninn í varnarleiknum. Vísir/Diego Ægir Þór Steinarsson og félagar í Stjörnunni hafa unnið tvo fyrstu leiki tímabilsins á móti Val og KR. Íslenski landsliðsfyrirliðinn hefur farið vel af stað og fékk mikið hrós í síðasta Bónus Körfuboltakvöldi. Ægir Þór er með 18,0 stig og 11,5 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu tveimur leikjum Stjörnunnar. Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon ræddi frammistöðu leikstjórnanda Garðabæjarliðsins í byrjun móts. Fjórtán stoðsendingar „Við töluðum mikið um Ægi Þór Steinarsson á síðasta tímabili því hann var allt í öllu hjá þessu liði. Hann er með fjórtán stoðsendingar í þessum leik. Hann er með boltann nær allan leikinn og hann tapar honum bara einu sinni. Hversu mikilvægur er þessi drengur fyrir þetta lið,“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Eins og hefur verið sagt milljón sinnum þá er þetta prímusmótor og þetta er bara það sem þú vilt fá frá leikstjórnandanum þínum,“ sagði Helgi Már. Þrífst best þegar þeir auka hraðann „Hann þefar menn uppi og spilar hörku vörn. Hann þrífst best og mér fannst Stjarnan þrífast best þegar þeir keyra allir upp tempóið og auka hraðann. Hætta við að rembast við að setja upp á hálfum velli og reyna frekar að taka fyrsta hlaupið í bakið á þeim og sjá til hvort þeir geti fengið eitthvað úr úr því,“ sagði Helgi. „Fyrir mér þá var of mikið á hans herðum á síðasta tímabili. Hann var beðinn um það og gerði það mjög vel. Liðið var eins og það var þá,“ sagði Pavel og hélt áfram: „Þetta er verkefni fyrir Ægi sjálfan. Þetta er hornsteinninn í liðinu og ég held að Ægir sé einn af þessum toppmönnum sem þú vilt byggja lið í kringum. Það er gott að byrja á honum,“ sagði Pavel. Vill sjá agressífari Ægi „Eitt af verkefnunum fyrir Stjörnuna er að hann finni þessa línu sem hann þarf að vera á. Hann var beðinn um mikið í fyrra og ég held að hann sé að hugsa núna: Við erum komnir með einhvern mannskap, komnir með einhverja hæfileika í liðið,“ sagði Pavel sem var ekki alltaf of ánægður með sóknarleik Stjörnunnar í fyrstu tveimur leikjunum. „Mér finnst sóknarleikur Stjörnunnar líta best út þegar Ægir setur hausinn niður og fer af stað. Þegar Hilmar gerir það sama. Þetta er aðeins einfaldara. Ef að það er lausnin fyrir þá að Ægir sé aðeins agressífari, þangað til að þeir finni út úr einhverjum öðrum hlutum, þá ættu þeir ekki að vera að rembast gegn því,“ sagði Pavel. Það má horfa á alla umfjöllunina um Ægi hér fyrir neðan. Stjarnan tekur á móti ÍR klukkan 19.15 í kvöld og leikurinn verður sýndur beint á Bónus deildar rás númer tvö. Þrír aðrir leikir eru einnig á dagskrá og eru þeir sýndir beint á Stöð 2 Sport 5 (Álftanes - Valur klukkan 19.15), Bónus deildarrás 1 (Grindavík - Höttur, klukkan 20.15, GAZ-leikur) og Bónus deildarrás 3 (Tindastóll - Haukar klukkan 19.15). Skiptiborðið fylgist síðan með öllum leikjunum í einu á Stöð 2 Sport rásinni og gerir síðan kvöldið upp þegar leikjunum lýkur. Klippa: Umræða Körfuboltakvölds um Ægi Þór Steinarsson Bónus-deild karla Körfuboltakvöld Stjarnan Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Sjá meira
Ægir Þór er með 18,0 stig og 11,5 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu tveimur leikjum Stjörnunnar. Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon ræddi frammistöðu leikstjórnanda Garðabæjarliðsins í byrjun móts. Fjórtán stoðsendingar „Við töluðum mikið um Ægi Þór Steinarsson á síðasta tímabili því hann var allt í öllu hjá þessu liði. Hann er með fjórtán stoðsendingar í þessum leik. Hann er með boltann nær allan leikinn og hann tapar honum bara einu sinni. Hversu mikilvægur er þessi drengur fyrir þetta lið,“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Eins og hefur verið sagt milljón sinnum þá er þetta prímusmótor og þetta er bara það sem þú vilt fá frá leikstjórnandanum þínum,“ sagði Helgi Már. Þrífst best þegar þeir auka hraðann „Hann þefar menn uppi og spilar hörku vörn. Hann þrífst best og mér fannst Stjarnan þrífast best þegar þeir keyra allir upp tempóið og auka hraðann. Hætta við að rembast við að setja upp á hálfum velli og reyna frekar að taka fyrsta hlaupið í bakið á þeim og sjá til hvort þeir geti fengið eitthvað úr úr því,“ sagði Helgi. „Fyrir mér þá var of mikið á hans herðum á síðasta tímabili. Hann var beðinn um það og gerði það mjög vel. Liðið var eins og það var þá,“ sagði Pavel og hélt áfram: „Þetta er verkefni fyrir Ægi sjálfan. Þetta er hornsteinninn í liðinu og ég held að Ægir sé einn af þessum toppmönnum sem þú vilt byggja lið í kringum. Það er gott að byrja á honum,“ sagði Pavel. Vill sjá agressífari Ægi „Eitt af verkefnunum fyrir Stjörnuna er að hann finni þessa línu sem hann þarf að vera á. Hann var beðinn um mikið í fyrra og ég held að hann sé að hugsa núna: Við erum komnir með einhvern mannskap, komnir með einhverja hæfileika í liðið,“ sagði Pavel sem var ekki alltaf of ánægður með sóknarleik Stjörnunnar í fyrstu tveimur leikjunum. „Mér finnst sóknarleikur Stjörnunnar líta best út þegar Ægir setur hausinn niður og fer af stað. Þegar Hilmar gerir það sama. Þetta er aðeins einfaldara. Ef að það er lausnin fyrir þá að Ægir sé aðeins agressífari, þangað til að þeir finni út úr einhverjum öðrum hlutum, þá ættu þeir ekki að vera að rembast gegn því,“ sagði Pavel. Það má horfa á alla umfjöllunina um Ægi hér fyrir neðan. Stjarnan tekur á móti ÍR klukkan 19.15 í kvöld og leikurinn verður sýndur beint á Bónus deildar rás númer tvö. Þrír aðrir leikir eru einnig á dagskrá og eru þeir sýndir beint á Stöð 2 Sport 5 (Álftanes - Valur klukkan 19.15), Bónus deildarrás 1 (Grindavík - Höttur, klukkan 20.15, GAZ-leikur) og Bónus deildarrás 3 (Tindastóll - Haukar klukkan 19.15). Skiptiborðið fylgist síðan með öllum leikjunum í einu á Stöð 2 Sport rásinni og gerir síðan kvöldið upp þegar leikjunum lýkur. Klippa: Umræða Körfuboltakvölds um Ægi Þór Steinarsson
Bónus-deild karla Körfuboltakvöld Stjarnan Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Sjá meira