Paul Pogba: Reiðin mun hjálpa mér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2024 10:01 Paul Pogba má spila aftur fótbolta á næsta ári en það verður þó ekki með Juventus . Getty/Andrea Staccioli Franski fótboltamaðurinn Paul Pogba segir að hann muni snúa aftur í fótboltann betri en hann var áður. Hann segist líka vera enginn svindlari. Lykilmaður heimsmeistara Frakka frá 2018 fær að spila aftur fótbolta í mars 2025 eftir að bannið hans var stytt úr fjórum árum niður í átján mánuði. Pogba féll á lyfjaprófi fyrir að nota bannað efni en hann verður 32 ára í mars næstkomandi. Hann hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu. „Ég er enginn svindlari,“ sagði Paul Pogba. Frakkinn lék síðast með Juventus á tímabilinu 2023-24 en hann glímdi mikið meiðsli eftir að hann færði sig frá Manchester United yfir til Ítalíu. „Engin spurning. Þið munuð sjá nýjan Pogba,“ sagði Pogba við ESPN þegar hann var spurður um hvort hann gæti komist aftur á þann stall sem var á. Það er búist við því að hann spili í bandarísku deildinni þegar hann snýr aftur og hefur miðjumaðurinn verið orðaður við Inter Miami. „Ég horfi á jákvæðu hliðarnar og ég veit að ég kem til baka hungraðri og ákveðnari en áður,“ sagði Pogba. „Mér líður eins og krakka sem vill verða atvinnumaður, strák sem hefur ekki náð að komast á toppinn. Það kraumar líka í mér reiði. Reiðin mun hjálpa mér og drífa mig áfram. Ég mun gera allt mitt til að komast aftur þangað sem ég var og verða jafnvel enn betri. Af hverju ekki?“ spurði Pogba á móti. „Ef þú ert meiddur andlega þá meiðist þú líka líkamlega. Eitt það mikilvægasta fyrir mig er að hreinsa andann og hafa aðeins jákvæðni í kringum mig. Að gera það rétta og passa upp á allt því maður er ekki átján ára lengur,“ sagði Pogba. „Þú verður að hugsa vel um þig og ég ætla að nota allan minn tíma í að passa upp á það að nýta sem best tímann sem ég á eftir. Ég vil halda áfram sem lengst gera það sem ég elska mest,“ sagði Pogba. „Þegar eitthvað er tekið frá þér sem þú elskar svo mikið þá fer það virkilega að skipta þig máli. Ég sé fótboltann með öðrum augum núna og ætla að njóta alla daganna þar til ferill minn er á enda,“ sagði Pogba. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Bandaríski fótboltinn Ítalski boltinn Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Fleiri fréttir Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik.“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ Aftur leggur Jóhann Berg upp og fjarlægist fall Ekki í sömu sporum og Ange: „Ég er hjá stærra félagi með meiri pressu“ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Sjá meira
Lykilmaður heimsmeistara Frakka frá 2018 fær að spila aftur fótbolta í mars 2025 eftir að bannið hans var stytt úr fjórum árum niður í átján mánuði. Pogba féll á lyfjaprófi fyrir að nota bannað efni en hann verður 32 ára í mars næstkomandi. Hann hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu. „Ég er enginn svindlari,“ sagði Paul Pogba. Frakkinn lék síðast með Juventus á tímabilinu 2023-24 en hann glímdi mikið meiðsli eftir að hann færði sig frá Manchester United yfir til Ítalíu. „Engin spurning. Þið munuð sjá nýjan Pogba,“ sagði Pogba við ESPN þegar hann var spurður um hvort hann gæti komist aftur á þann stall sem var á. Það er búist við því að hann spili í bandarísku deildinni þegar hann snýr aftur og hefur miðjumaðurinn verið orðaður við Inter Miami. „Ég horfi á jákvæðu hliðarnar og ég veit að ég kem til baka hungraðri og ákveðnari en áður,“ sagði Pogba. „Mér líður eins og krakka sem vill verða atvinnumaður, strák sem hefur ekki náð að komast á toppinn. Það kraumar líka í mér reiði. Reiðin mun hjálpa mér og drífa mig áfram. Ég mun gera allt mitt til að komast aftur þangað sem ég var og verða jafnvel enn betri. Af hverju ekki?“ spurði Pogba á móti. „Ef þú ert meiddur andlega þá meiðist þú líka líkamlega. Eitt það mikilvægasta fyrir mig er að hreinsa andann og hafa aðeins jákvæðni í kringum mig. Að gera það rétta og passa upp á allt því maður er ekki átján ára lengur,“ sagði Pogba. „Þú verður að hugsa vel um þig og ég ætla að nota allan minn tíma í að passa upp á það að nýta sem best tímann sem ég á eftir. Ég vil halda áfram sem lengst gera það sem ég elska mest,“ sagði Pogba. „Þegar eitthvað er tekið frá þér sem þú elskar svo mikið þá fer það virkilega að skipta þig máli. Ég sé fótboltann með öðrum augum núna og ætla að njóta alla daganna þar til ferill minn er á enda,“ sagði Pogba. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
Bandaríski fótboltinn Ítalski boltinn Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Fleiri fréttir Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik.“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ Aftur leggur Jóhann Berg upp og fjarlægist fall Ekki í sömu sporum og Ange: „Ég er hjá stærra félagi með meiri pressu“ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Sjá meira