„Gerðum okkur stundum lífið erfiðara en það þurfti að vera“ Stefán Marteinn skrifar 16. október 2024 21:46 Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflavíkur Vísir/Diego Keflavík heimsótti Val í N1-höllinni þegar 3. umferð Bónus deild kvenna hélt áfram göngu sinni. Í miklum baráttuleik var það Keflavík sem hafði að lokum betur 73-79. „Við byrjuðum mjög vel og það kannski gaf einhver fyrirheit um eitthvað en ég þóttist vita að Valur er með gott lið og er á heimavelli þannig það kom svo sem ekkert á óvart að þær kæmust með einhverjum hætti inn í leikinn aftur. Við erum fyrst og fremst ánægðar með sigurinn.“ Sagði Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Keflavíkur eftir sigurinn í kvöld. „Við vorum að spila á köflum ágætlega en svo á köflum vorum við að spila líka með miklu fáti og gerðum okkur stundum lífið erfiðara en það þurfti að vera.“ Keflavík náði á kafla hátt í tuttugu stiga forystu en misstu það niður rétt fyrir hálfleik. „Mér fannst kannski ákvarðanartökur og við duttum aðeins niður í vörninni og talið var aðeins minna. Þær gengu á lagið og fengu nokkrar auðveldar körfur og svo voru þær okkur mjög erfiðar í fráköstum. Voru að fá mikið af sénsum númer tvö og jafnvel þrjú. Það kannski gerði það að verkum að munurinn minnkaði verulega. Sem betur fer náðum við alltaf að spýta í og halda þeim aðeins frá okkur sem er mjög mikilvægt þegar þú ert að spila á útivelli. Við gerðum það sem þurfti en ekkert í raun mikið meira en það. Við viljum spila betur en þetta.“ Keflavík var undir í frákasta baráttunni í kvöld og tók Valur átján fleiri fráköst en Keflavík en það kom Friðrik Inga þó ekki á óvart. „Nei í rauninni ekki ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Við höfum verið að tapa frákasta baráttunni í flestum leikjum en við höfum kannski verið að vinna aðrar baráttur á vellinum þannig að í raun nei, ef ég á að vera hreinskilinn þá kom það ekki á óvart þannig lagað. Við viljum verða betri í því og þetta snýst ekki um það að við séum lægri eða lávaxnari á vellinum. Þetta snýst um ákveðið viðhorf og hvernig leikmenn eru staðsettir og annað. Við erum að reyna að vinna í því og laga.“ Körfubolti Bónus-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Körfubolti LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Fleiri fréttir Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Sjá meira
„Við byrjuðum mjög vel og það kannski gaf einhver fyrirheit um eitthvað en ég þóttist vita að Valur er með gott lið og er á heimavelli þannig það kom svo sem ekkert á óvart að þær kæmust með einhverjum hætti inn í leikinn aftur. Við erum fyrst og fremst ánægðar með sigurinn.“ Sagði Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Keflavíkur eftir sigurinn í kvöld. „Við vorum að spila á köflum ágætlega en svo á köflum vorum við að spila líka með miklu fáti og gerðum okkur stundum lífið erfiðara en það þurfti að vera.“ Keflavík náði á kafla hátt í tuttugu stiga forystu en misstu það niður rétt fyrir hálfleik. „Mér fannst kannski ákvarðanartökur og við duttum aðeins niður í vörninni og talið var aðeins minna. Þær gengu á lagið og fengu nokkrar auðveldar körfur og svo voru þær okkur mjög erfiðar í fráköstum. Voru að fá mikið af sénsum númer tvö og jafnvel þrjú. Það kannski gerði það að verkum að munurinn minnkaði verulega. Sem betur fer náðum við alltaf að spýta í og halda þeim aðeins frá okkur sem er mjög mikilvægt þegar þú ert að spila á útivelli. Við gerðum það sem þurfti en ekkert í raun mikið meira en það. Við viljum spila betur en þetta.“ Keflavík var undir í frákasta baráttunni í kvöld og tók Valur átján fleiri fráköst en Keflavík en það kom Friðrik Inga þó ekki á óvart. „Nei í rauninni ekki ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Við höfum verið að tapa frákasta baráttunni í flestum leikjum en við höfum kannski verið að vinna aðrar baráttur á vellinum þannig að í raun nei, ef ég á að vera hreinskilinn þá kom það ekki á óvart þannig lagað. Við viljum verða betri í því og þetta snýst ekki um það að við séum lægri eða lávaxnari á vellinum. Þetta snýst um ákveðið viðhorf og hvernig leikmenn eru staðsettir og annað. Við erum að reyna að vinna í því og laga.“
Körfubolti Bónus-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Skúbbaði í miðju kynlífi Sport UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Körfubolti LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Fleiri fréttir Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Sjá meira