Æfur út í eigendur Man. Utd: „Hendi þeim öllum í risapoka af skít“ Sindri Sverrisson skrifar 15. október 2024 23:31 Sir Alex Ferguson er enn fastagestur á leikjum Manchester United. Eric Cantona krefst þess að Jim Ratcliffe og aðrir stjórnendur félagsins sýni Ferguson óendanlega virðingu. Samsett/Getty Eigendur Manchester United hafa ákveðið að endurnýja ekki samning við Sir Alex Ferguson um að starfa sem sendiherra félagsins. Eric Cantona er æfur yfir þessu og segir félagið sýna stjóranum sigursæla vanvirðingu. Cantona varð goðsögn í sögu United þegar hann lék með liðinu undir stjórn Ferguson, og átti stóran þátt í fyrsta Englandsmeistaratitlinum sem Ferguson skilaði á Old Trafford. Alls unnu þeir fjóra Englandsmeistaratitla saman en Ferguson fagnaði þrettánda Englandsmeistaratitlinum vorið 2013, þegar hann hætti sem knattspyrnustjóri United. Frá því ári hefur Ferguson verið sendiherra United og fengið tvær milljónir punda á ári í laun sem slíkur. Þau laun fær hinn 83 ára gamli Skoti ekki lengur en sú ákvörðun er hluti af aðhaldsaðgerðum hjá United. „Ætti að fá að gera það sem hann lystir þar til hann deyr“ The Independent segist hafa heimildir fyrir því að ákvörðunin hafi verið tekin eftir vinalegar viðræður á milli stjórnenda United og Ferguson. Cantona er engu að síður á því að félagið eigi að gera betur við stjórann magnaða og sparaði ekki stóru orðin í garð eigenda United: „Sir Alex Ferguson ætti að fá að gera það sem hann lystir hjá félaginu þangað til að hann deyr. Þvílíkur skortur á virðingu. Þetta er algjört hneyksli. Sir Alex Ferguson verður stjórinn minn að eilífu! Og ég hendi þeim öllum í risapoka af skít,“ skrifaði Cantona á Instagram. Eric Cantona's response to reports that INEOS have ended Sir Alex Ferguson's ambassadorial contract with Man United 👀 pic.twitter.com/wtSNUIGfLt— Football on TNT Sports (@footballontnt) October 15, 2024 Gengi United hefur verið afleitt í ensku úrvalsdeildinni það sem af er leiktíð en liðið er þar í 14. sæti eftir að hafa endað í 8. sæti á síðustu leiktíð, sem er versti árangur liðsins frá stofnun úrvalsdeildarinnar árið 1992. Félagið eyddi yfir 200 milljónum punda í leikmenn í sumar en það hefur ekki skilað sér hingað til í deildinni. Alls hefur um 600 milljónum punda verið varið í leikmenn síðan að Erik ten Hag tók við stjórn sumarið 2022. Í síðasta mánuði tilkynnti United að tap félagsins á síðasta tekjuári, sem lauk 30. júní, hefði numið 113,2 milljónum punda. Félagið fullyrti þó að það stæðist allar reglur um fjárhagslegt aðhald, en brot á þeim geta varðað stigafrádrætti. Samkvæmt frétt The Independent áætlar félagið að geta sparað sér 40-45 milljónir punda með aðhaldsaðgerðum. Enski boltinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Fleiri fréttir Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Sjá meira
Cantona varð goðsögn í sögu United þegar hann lék með liðinu undir stjórn Ferguson, og átti stóran þátt í fyrsta Englandsmeistaratitlinum sem Ferguson skilaði á Old Trafford. Alls unnu þeir fjóra Englandsmeistaratitla saman en Ferguson fagnaði þrettánda Englandsmeistaratitlinum vorið 2013, þegar hann hætti sem knattspyrnustjóri United. Frá því ári hefur Ferguson verið sendiherra United og fengið tvær milljónir punda á ári í laun sem slíkur. Þau laun fær hinn 83 ára gamli Skoti ekki lengur en sú ákvörðun er hluti af aðhaldsaðgerðum hjá United. „Ætti að fá að gera það sem hann lystir þar til hann deyr“ The Independent segist hafa heimildir fyrir því að ákvörðunin hafi verið tekin eftir vinalegar viðræður á milli stjórnenda United og Ferguson. Cantona er engu að síður á því að félagið eigi að gera betur við stjórann magnaða og sparaði ekki stóru orðin í garð eigenda United: „Sir Alex Ferguson ætti að fá að gera það sem hann lystir hjá félaginu þangað til að hann deyr. Þvílíkur skortur á virðingu. Þetta er algjört hneyksli. Sir Alex Ferguson verður stjórinn minn að eilífu! Og ég hendi þeim öllum í risapoka af skít,“ skrifaði Cantona á Instagram. Eric Cantona's response to reports that INEOS have ended Sir Alex Ferguson's ambassadorial contract with Man United 👀 pic.twitter.com/wtSNUIGfLt— Football on TNT Sports (@footballontnt) October 15, 2024 Gengi United hefur verið afleitt í ensku úrvalsdeildinni það sem af er leiktíð en liðið er þar í 14. sæti eftir að hafa endað í 8. sæti á síðustu leiktíð, sem er versti árangur liðsins frá stofnun úrvalsdeildarinnar árið 1992. Félagið eyddi yfir 200 milljónum punda í leikmenn í sumar en það hefur ekki skilað sér hingað til í deildinni. Alls hefur um 600 milljónum punda verið varið í leikmenn síðan að Erik ten Hag tók við stjórn sumarið 2022. Í síðasta mánuði tilkynnti United að tap félagsins á síðasta tekjuári, sem lauk 30. júní, hefði numið 113,2 milljónum punda. Félagið fullyrti þó að það stæðist allar reglur um fjárhagslegt aðhald, en brot á þeim geta varðað stigafrádrætti. Samkvæmt frétt The Independent áætlar félagið að geta sparað sér 40-45 milljónir punda með aðhaldsaðgerðum.
Enski boltinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Fleiri fréttir Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Sjá meira