Stefnir á endurkomu á næstu vikum: „Mæti með tvö glæný hné“ Stefán Árni Pálsson skrifar 16. október 2024 08:32 Kristófer var gestur í Körfuboltakvöldi Extra á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. „Ég fór í aðgerð á báðum hnjám og gerði það í raun því ég hafði svo mikinn tíma,“ segir körfuboltamaðurinn Kristófer Acox sem var gestur í Bónus Körfuboltakvöldi Extra í gærkvöldi. Hann hefur verið frá keppni frá því að hann meiddist illa á hné í oddaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn í vor, en þá varð Valur meistari eftir seríu gegn Grindvíkingum. Kristófer spilaði aðeins rúmlega tuttugu sekúndur í leiknum með Val. Leikmaðurinn varð að fara í aðgerð á hné í sumar og nýtti tímann til að fara einnig í aðgerð á hinu hnénu. „Það gengur allt mjög vel,“ segir Kristófer sem fékk að sjá þegar hann meiddist illa í oddaleiknum í vor í þættinum. „Ég á vanalega mjög erfitt með að horfa á meiðsli en þarna sést þetta svo lítið. Ef einhver snýr sig eða fótbrotnar þá get ég ekki horft en þarna lítur þetta ekkert eitthvað hræðilega út. En þetta var vissulega ógeðslega vont.“ Óþolinmóður „Ertu þá kominn með tvö glæný hné núna?,“ spurði Tómas Steindórsson Kristófer. „Ég mæti með tvö glæný hné. Ég fór í speglun á hægra hnénu því ég var alltaf í veseni með það hné allt síðasta tímabil. Brjóskið undir því hné var orðið mjög þunnt og lélegt. Ég fæddist greinilega með eitthvað mjög gölluð hné. Svo sögðu þeir mér að hnéð sem ég lendi í meiðslunum á að sú hnéskel sé í rauninni brotin. Það var sprunga í hnénu sem kom í raun ekki eftir höggið við [DeAndre] Kane. Svo liggur hægri hnéskelin eitthvað vitlaust,“ segir Kristófer en ráðist var í það í sumar að skera leikmanninn upp á báðum hnjám. „Ég byrjaði strax á meðan ég var í gifsinu enda er ég svo óþolinmóður og get illa verið að gera ekki neitt og er vanur að æfa örugglega tvisvar á dag. Þetta er í fyrsta sinn sem ég lendi í svona meiðslum. Þetta gengur vel en það er erfiðast að halda hausnum. Vonandi verð ég kominn til baka í nóvember eða desember. Ég er byrjaður að hoppa aðeins og byrjaður að drilla með mínum besta manni Jamil [Abiad, aðstoðarþjálfara Vals]. Ég er síðan ekki búinn að segja sjúkraþjálfaranum það að ég er byrjaður að skokka smá. Ég er reyndar að fara í frí til Tene eftir tvær vikur og mun ekki gera mikið þar. En ég verð farinn að gera slatta í nóvember eða desember og vonandi alveg klár í janúar.“ Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins. Klippa: Stefnir á endurkomu á næstu vikum Bónus-deild karla Valur Körfuboltakvöld Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sjá meira
Hann hefur verið frá keppni frá því að hann meiddist illa á hné í oddaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn í vor, en þá varð Valur meistari eftir seríu gegn Grindvíkingum. Kristófer spilaði aðeins rúmlega tuttugu sekúndur í leiknum með Val. Leikmaðurinn varð að fara í aðgerð á hné í sumar og nýtti tímann til að fara einnig í aðgerð á hinu hnénu. „Það gengur allt mjög vel,“ segir Kristófer sem fékk að sjá þegar hann meiddist illa í oddaleiknum í vor í þættinum. „Ég á vanalega mjög erfitt með að horfa á meiðsli en þarna sést þetta svo lítið. Ef einhver snýr sig eða fótbrotnar þá get ég ekki horft en þarna lítur þetta ekkert eitthvað hræðilega út. En þetta var vissulega ógeðslega vont.“ Óþolinmóður „Ertu þá kominn með tvö glæný hné núna?,“ spurði Tómas Steindórsson Kristófer. „Ég mæti með tvö glæný hné. Ég fór í speglun á hægra hnénu því ég var alltaf í veseni með það hné allt síðasta tímabil. Brjóskið undir því hné var orðið mjög þunnt og lélegt. Ég fæddist greinilega með eitthvað mjög gölluð hné. Svo sögðu þeir mér að hnéð sem ég lendi í meiðslunum á að sú hnéskel sé í rauninni brotin. Það var sprunga í hnénu sem kom í raun ekki eftir höggið við [DeAndre] Kane. Svo liggur hægri hnéskelin eitthvað vitlaust,“ segir Kristófer en ráðist var í það í sumar að skera leikmanninn upp á báðum hnjám. „Ég byrjaði strax á meðan ég var í gifsinu enda er ég svo óþolinmóður og get illa verið að gera ekki neitt og er vanur að æfa örugglega tvisvar á dag. Þetta er í fyrsta sinn sem ég lendi í svona meiðslum. Þetta gengur vel en það er erfiðast að halda hausnum. Vonandi verð ég kominn til baka í nóvember eða desember. Ég er byrjaður að hoppa aðeins og byrjaður að drilla með mínum besta manni Jamil [Abiad, aðstoðarþjálfara Vals]. Ég er síðan ekki búinn að segja sjúkraþjálfaranum það að ég er byrjaður að skokka smá. Ég er reyndar að fara í frí til Tene eftir tvær vikur og mun ekki gera mikið þar. En ég verð farinn að gera slatta í nóvember eða desember og vonandi alveg klár í janúar.“ Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins. Klippa: Stefnir á endurkomu á næstu vikum
Bónus-deild karla Valur Körfuboltakvöld Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sjá meira