Dómarinn í Laugardalnum fór ekki eftir vinnureglum Valur Páll Eiríksson skrifar 15. október 2024 13:10 Sylwestrzak er ekki vinsæll á meðal Íslendinga sem stendur. Anton Brink/Anadolu via Getty Images Starfsreglur UEFA-dómara er varða endurskoðun á VAR segja til um að dómari á velli skuli horfa á myndbönd af atviki áður en hann taki ákvörðun. Ekki dugi að sjá stillimynd. Dómari leiks Íslands og Tyrklands í Þjóðadeild UEFA í gær virðist ekki hafa farið eftir þeim reglum þegar hann dæmdi Tyrkjum tvær vítaspyrnur. Dómar gærkvöldsins hafa sætt töluverðri gagnrýni sökum þess hve snöggur Damian Sylwestrzak, pólskur dómari leiksins, var að taka ákvörðun. Tyrkland fékk tvær vítaspyrnur í leiknum, þá fyrri á 54. mínútu og þá síðari á 67. mínútu. Í útsendingu Stöðvar 2 Sports frá leiknum í gær sést að Sylwestrzak sá aðeins stillimynd af síðara atvikinu áður en hann benti á vítapunktinn. Hann var einnig snöggur að ákveða þá fyrri, en ekki sést eins skýrlega í útsendingu hvað Sylwestrzak fékk að sjá á skjánum í það skiptið. Klippa: Laugardalsvöllur bjargar Íslandi Samkvæmt upplýsingum Vísis fer það þvert gegn þeim vinnureglum sem dómarar eigi að tileinka sér þegar kemur að VAR-dómum. Í þeim reglum komi skýrt fram að dómarar skuli sjá myndskeið af atvikinu sem umræðir á að minnsta kosti 75 prósent hraða áður en ákvörðun er tekin. Þó stillimyndir og hæg endursýning séu einnig leyfðar. Klippa: Umræða um vítið sem var dæmt og vítið sem var ekki dæmt Tyrkland fékk tvær vítaspyrnur í leik gærkvöldsins, báðar sökum þess að íslenskur leikmaður handlék boltann innan teigs. Hakan Calhanoglu skoraði úr báðum en markið úr þeirri fyrri var dæmt af þar sem hann rann til og skaut í stoðfót sinn. Ísland vildi víti í leiknum þegar Merih Demiral virtist handleika boltann á marklínu eftir skot Orra Steins Óskarssonar. Þegar kom að því atviki var Sylwestrzak ekki sendur í skjáinn. Landslið karla í fótbolta UEFA Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
Dómar gærkvöldsins hafa sætt töluverðri gagnrýni sökum þess hve snöggur Damian Sylwestrzak, pólskur dómari leiksins, var að taka ákvörðun. Tyrkland fékk tvær vítaspyrnur í leiknum, þá fyrri á 54. mínútu og þá síðari á 67. mínútu. Í útsendingu Stöðvar 2 Sports frá leiknum í gær sést að Sylwestrzak sá aðeins stillimynd af síðara atvikinu áður en hann benti á vítapunktinn. Hann var einnig snöggur að ákveða þá fyrri, en ekki sést eins skýrlega í útsendingu hvað Sylwestrzak fékk að sjá á skjánum í það skiptið. Klippa: Laugardalsvöllur bjargar Íslandi Samkvæmt upplýsingum Vísis fer það þvert gegn þeim vinnureglum sem dómarar eigi að tileinka sér þegar kemur að VAR-dómum. Í þeim reglum komi skýrt fram að dómarar skuli sjá myndskeið af atvikinu sem umræðir á að minnsta kosti 75 prósent hraða áður en ákvörðun er tekin. Þó stillimyndir og hæg endursýning séu einnig leyfðar. Klippa: Umræða um vítið sem var dæmt og vítið sem var ekki dæmt Tyrkland fékk tvær vítaspyrnur í leik gærkvöldsins, báðar sökum þess að íslenskur leikmaður handlék boltann innan teigs. Hakan Calhanoglu skoraði úr báðum en markið úr þeirri fyrri var dæmt af þar sem hann rann til og skaut í stoðfót sinn. Ísland vildi víti í leiknum þegar Merih Demiral virtist handleika boltann á marklínu eftir skot Orra Steins Óskarssonar. Þegar kom að því atviki var Sylwestrzak ekki sendur í skjáinn.
Landslið karla í fótbolta UEFA Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Fleiri fréttir Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti