Blönduð leið líkleg hjá Viðreisn og barátta um oddvitasætin Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. október 2024 15:01 Þingmenn Viðreisnar Hanna Katrín Friðriksson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Sigmar Guðmundsson. Hulda Margrét/Vísir Viðreisnarfólk mun taka ákvörðun um fyrirkomulag við val á framboðslista á allra næstu dögum. Ekki er ólíklegt að ólíkar leiðir verði farnar við val á lista eftir kjördæmum, prófkjör í sumum og uppstilling í öðrum, að sögn framkvæmdastjóra flokksins. Vænta má að einhver barátta verði um efstu sæti á listum flokksins. „Það eru landshlutaráðin sem ákveða fyrirkomulag við uppröðun á lista. Stjórnin okkar fundaði í gær, af því það eru ákveðnar tímasetningar sem eru í samþykktunum okkar, og stytti tímasetningar til að boða fundi og svona alls konar svo við getum gert þetta sem hraðast. Þau munu funda núna á miðvikudag og fimmtudag og ákveða hvernig verður raðað á lista,“ segir Svanborg Sigmarsdóttir, framkvæmdastjóri Viðreisnar. Þrátt fyrir stuttan fyrirvara liggur fyrir að áhugi er fyrir því í einhverjum kjördæmum að halda prófkjör, meðal annars í Reykjavík. „Það er einhver áhugi fyrir því. En það verður þessi fundur á miðvikudaginn sem mun taka ákvörðun um það,“ segir Svanborg, en stefnt er að því að ákvörðun verði tekin um það á fundi landshlutaráða í Reykjavík, Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi á miðvikudagskvöldið. Í öðrum kjördæmum verði það ákveðið á fimmtudag. Allt Viðreisnarfólk sem býr í hlutaðeigandi kjördæmum getur mætt á fundina og greitt atkvæði um hvaða leið verður farin. „Ég held að það geti alveg stefnt í að það verði ólíkt eftir kjördæmum,“ segir Svanborg, spurð hvort hún telji líklegt að ólíkt fyrirkomulag verði fyrir valinu milli kjördæma. Þá sé það önnur ákvörðun sem þurfi að taka um hversu mörg sæti verður kosið verði farið í prófkjör. „Ég held að það verði aldrei farið neðar heldur en fjögur sæti, í allra lengsta lagi. Og síðan er bara uppstilling,“ segir Svanborg. Fylgið á uppleið í könnunum Líkt og þegar hefur komið fram hefur Jón Gnarr lýst áhuga fyrir því að taka sæti á lista fyrir flokkinn í komandi kosningum og ekki ólíklegt að fleiri muni sýna því áhuga. Oddvitar flokksins í Reykjavík, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Hanna Katrín Friðriksson hafa ekki þótt líklegar til að gefa eftir sæti sín. María Rut Kristinsdóttir, aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar, væri alveg til í að taka sæti á þingi en hún er varaþingmaður flokksins í Reykjavík.skjáskot Fylgi Viðreisnar hefur verið á uppleið í skoðanakönnunum að undanförnu en Viðreisn náði ekki inn þingmönnum í Norðaustur og Norðvesturkjördæmum í síðustu kosningum. Samkvæmt heimildum fréttastofu gæti orðið barátta um oddvitasæti flokksins einkum í Norðvesturkjördæmi. Þar leiddi Guðmundur Guðmundsson fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði lista í síðustu kosningum, en hann er nú starfsmaður þingflokksins. Annar starfsmaður þingflokksins, María Rut Kristinsdóttir, aðstoðarmaður formanns, á til að mynda einnig rætur í kjördæminu. María Rut greindi frá því á Instagram í gær að hún væri „alveg mjög til í það“ að taka sæti á þingi. Suðvesturkjördæmi er eina kjördæmið þar sem flokkurinn á nú tvo þingmenn, formanninn Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og Sigmar Guðmundsson. Meðal þeirra sem einnig hafa verið orðaðir við mögulegt framboð í Suðvesturkjördæmi eru Jón Ingi Hákonarson oddviti flokksins í Hafnarfirði og Karl Pétur Jónsson oddviti flokksins á Seltjarnarnesi. Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Sjá meira
„Það eru landshlutaráðin sem ákveða fyrirkomulag við uppröðun á lista. Stjórnin okkar fundaði í gær, af því það eru ákveðnar tímasetningar sem eru í samþykktunum okkar, og stytti tímasetningar til að boða fundi og svona alls konar svo við getum gert þetta sem hraðast. Þau munu funda núna á miðvikudag og fimmtudag og ákveða hvernig verður raðað á lista,“ segir Svanborg Sigmarsdóttir, framkvæmdastjóri Viðreisnar. Þrátt fyrir stuttan fyrirvara liggur fyrir að áhugi er fyrir því í einhverjum kjördæmum að halda prófkjör, meðal annars í Reykjavík. „Það er einhver áhugi fyrir því. En það verður þessi fundur á miðvikudaginn sem mun taka ákvörðun um það,“ segir Svanborg, en stefnt er að því að ákvörðun verði tekin um það á fundi landshlutaráða í Reykjavík, Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi á miðvikudagskvöldið. Í öðrum kjördæmum verði það ákveðið á fimmtudag. Allt Viðreisnarfólk sem býr í hlutaðeigandi kjördæmum getur mætt á fundina og greitt atkvæði um hvaða leið verður farin. „Ég held að það geti alveg stefnt í að það verði ólíkt eftir kjördæmum,“ segir Svanborg, spurð hvort hún telji líklegt að ólíkt fyrirkomulag verði fyrir valinu milli kjördæma. Þá sé það önnur ákvörðun sem þurfi að taka um hversu mörg sæti verður kosið verði farið í prófkjör. „Ég held að það verði aldrei farið neðar heldur en fjögur sæti, í allra lengsta lagi. Og síðan er bara uppstilling,“ segir Svanborg. Fylgið á uppleið í könnunum Líkt og þegar hefur komið fram hefur Jón Gnarr lýst áhuga fyrir því að taka sæti á lista fyrir flokkinn í komandi kosningum og ekki ólíklegt að fleiri muni sýna því áhuga. Oddvitar flokksins í Reykjavík, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Hanna Katrín Friðriksson hafa ekki þótt líklegar til að gefa eftir sæti sín. María Rut Kristinsdóttir, aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar, væri alveg til í að taka sæti á þingi en hún er varaþingmaður flokksins í Reykjavík.skjáskot Fylgi Viðreisnar hefur verið á uppleið í skoðanakönnunum að undanförnu en Viðreisn náði ekki inn þingmönnum í Norðaustur og Norðvesturkjördæmum í síðustu kosningum. Samkvæmt heimildum fréttastofu gæti orðið barátta um oddvitasæti flokksins einkum í Norðvesturkjördæmi. Þar leiddi Guðmundur Guðmundsson fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði lista í síðustu kosningum, en hann er nú starfsmaður þingflokksins. Annar starfsmaður þingflokksins, María Rut Kristinsdóttir, aðstoðarmaður formanns, á til að mynda einnig rætur í kjördæminu. María Rut greindi frá því á Instagram í gær að hún væri „alveg mjög til í það“ að taka sæti á þingi. Suðvesturkjördæmi er eina kjördæmið þar sem flokkurinn á nú tvo þingmenn, formanninn Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og Sigmar Guðmundsson. Meðal þeirra sem einnig hafa verið orðaðir við mögulegt framboð í Suðvesturkjördæmi eru Jón Ingi Hákonarson oddviti flokksins í Hafnarfirði og Karl Pétur Jónsson oddviti flokksins á Seltjarnarnesi.
Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Sjá meira