Enski boltinn

Pabbi Son dæmdur fyrir brot gegn börnum

Sindri Sverrisson skrifar
Son Heung-min hjálpaði pabba sínum að koma unglingaakademíu á laggirnar heima í Suður-Kóreu.
Son Heung-min hjálpaði pabba sínum að koma unglingaakademíu á laggirnar heima í Suður-Kóreu. Getty

Pabbi Son Heung-min, fyrirliða enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham, hefur verið fundinn sekur um líkamlegt og andlegt ofbeldi gegn ungum fótboltamönnum.

Ofbeldið átti sér stað í Son-fótboltaakademíunni sem pabbinn, Son Woong-jung, rekur heima í Suður-Kóreu.

Pabbinn var sektaður um jafnvirði 330.000 króna af héraðsdómi Chuncheon. Tveir þjálfarar, og er annar þeirra sagður bróðir Son, voru sektaðir um sömu upphæð.

Samkvæmt frétt AP sögðu foreldrar ungs leikmanns að sonur þeirra hefði verið sleginn með hornfánastöng og þurft að þola ljót orð í sinn garð.

Son Woong-jung hefur haldið því fram að ekkert saknæmt hafi átt sér stað en þó beðist afsökunar og lofað að endurmeta þjálfunaraðferðir akademíunnar.

Akademían opnaði árið 2021 og mun Son hafa varið 15 milljónum evra, jafnvirði 2,2 milljarða króna, í að koma henni á laggirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×