Ekkert bendi til þess að innrauðar sánur séu betri en venjulegar Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. október 2024 09:06 Þórarinn Sveinsson lífeðlisfræðingur telur að margt sem skrifað er um innrauðar sánur í auglýsingaskyni, eins og sést á meðfylgjandi mynd, séu markaðsbrellur. Ekkert bendi í það minnsta til þess að innrauðar sánur standi hefðbundnum sánum framar. Vísir/hjalti Prófessor emeritus í lífeðlisfræði segir ekkert benda til þess að innrauðar sánur, sem njóta síaukinna vinsælda hér á landi, virki betur en hefðbundin gufuböð eða heitir pottar. Upplýsingaóreiða virðist ríkja hjá mörgum sem bjóða upp á innrauðar sánur. Innrauðar sánur, eins og fréttamaður skellti sér í (sjá í spilaranum hér fyrir neðan), hafa sprottið upp eins og gorkúlur á Íslandi síðustu misseri. Í slíkum sánum er enginn ofn sem gefur frá sér hita heldur kemur hitinn yfirleitt úr plötum sem gefa frá sér innrauða geisla. Sá hátturinn var í það minnsta hafður á í innrauðu sánunni sem fréttamaður prófaði. Í venjulegri sánu fáum við raunar líka hita frá innrauðum geislum en meirihluti varmans kemur úr gufunni í loftinu. Geislarnir eru hins vegar einir um hituna í innrauðum sánum. „Þeir eru náttúrulega alls staðar í kringum okkur, þessir hitageislar. Við fáum þá úr sólinni og þeir eru í ofnunum okkar líka,“ segir Þórarinn Sveinsson, lífeðlisfræðingur og prófessor emeritus við Háskóla Íslands. Þórarinn Sveinsson, lífeðlisfræðingur og prófessor emeritus við Háskóla Íslands.Vísir/Ívar Grennandi og eiturefnalosandi? Þeir sem bjóða upp á innrauðar sánur fullyrða gjarnan að innrauðu geislarnir séu allra meina bót. Þeir eru sagðir grennandi, minnka appelsínuhúð og losa eiturefni úr líkamanum, svo fátt eitt sé nefnt. Þá er gjarnan talað um að innrauðir geislar „hiti líkamann innan frá“, hitinn smjúgi jafnvel allt að fjóra og hálfan sentímetra inn í líkamann. Samkvæmt upplýsingum frá Geislavörnum ríkisins komast innrauðar bylgjur ekki dýpra en sex millímetra ofan í húðina og stærstur hluti þeirra endurkastist raunar af húðinni áður. Þórarinn kveðst þó hafa lesið rannsókn þar sem fram kemur að geislarnir nái tvo til þrjá sentímetra inn í húðina. En, hann er samt sem áður á því að fullyrðingar í umræddum auglýsingum séu að miklu leyti markaðsbrellur. „Mér finnst það líklegt, jú. Allavega er ekkert í mínum fræðum, ekkert í þekkingu okkar, sem styður að innrauðu geislarnir séu eitthvað framar því að fara í venjulega sánu, eða fara í heita pottinn eða nota heita bakstra. En ég segi aftur, það þarf bara að rannsaka þetta betur,“ segir Þórarinn. Hann bendir þó á að vísbendingar séu um að svitamyndun hjá gestum innrauðra sána sé fáeinum mínútum hraðari en hjá þeim sem sækja hefðbundnar sánur. „En stundum gerast góðir hlutir hægt. Þannig að það er ekki endilega víst að hraðinn sé til bóta.“ Þórarinn leggur áherslu á að þeir sem stundi hvers kyns sánur, gufuböð eða heita potta hafi þann háttinn á sem þeim finnst bestur. Þannig séu innrauðar sánur ágætar til síns brúks, eins og aðrar hefðbundari leiðir sem farnar eru til að hita líkamann. Sundlaugar Heilsa Tengdar fréttir Stóra sánumálið: „Örugglega ýmislegt viðgengist sem myndi ekki viðgangast í öðrum klefum“ Gestum Vesturbæjarlaugar gremst mörgum að kynjaskiptir sánuklefar heyri nú sögunni til í lauginni. Forstöðumaður segir ekkert annað hafa verið í stöðunni en að loka karlasánunni, sem var orðin fúin og ógeðsleg. Þá stemmi kynjasameiningin vonandi stigu við óviðeigandi hegðun sem hafi verið erfitt að uppræta. 3. október 2024 12:02 Umdeild sameining sánuklefa: „Mér finnst allir vera óánægðir með þetta“ Vesturbæingar eru margir ósáttir með sameiningu sánuklefa karla og kvenna í Vesturbæjarlauginni. Einhverjar segja að verið sé að fæla fastagesti í burtu. Aðrir telja breytinguna til bóta í ljósi þess að innrauð sána komi í stað gömlu karlasánunnar. 1. október 2024 00:21 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Innrauðar sánur, eins og fréttamaður skellti sér í (sjá í spilaranum hér fyrir neðan), hafa sprottið upp eins og gorkúlur á Íslandi síðustu misseri. Í slíkum sánum er enginn ofn sem gefur frá sér hita heldur kemur hitinn yfirleitt úr plötum sem gefa frá sér innrauða geisla. Sá hátturinn var í það minnsta hafður á í innrauðu sánunni sem fréttamaður prófaði. Í venjulegri sánu fáum við raunar líka hita frá innrauðum geislum en meirihluti varmans kemur úr gufunni í loftinu. Geislarnir eru hins vegar einir um hituna í innrauðum sánum. „Þeir eru náttúrulega alls staðar í kringum okkur, þessir hitageislar. Við fáum þá úr sólinni og þeir eru í ofnunum okkar líka,“ segir Þórarinn Sveinsson, lífeðlisfræðingur og prófessor emeritus við Háskóla Íslands. Þórarinn Sveinsson, lífeðlisfræðingur og prófessor emeritus við Háskóla Íslands.Vísir/Ívar Grennandi og eiturefnalosandi? Þeir sem bjóða upp á innrauðar sánur fullyrða gjarnan að innrauðu geislarnir séu allra meina bót. Þeir eru sagðir grennandi, minnka appelsínuhúð og losa eiturefni úr líkamanum, svo fátt eitt sé nefnt. Þá er gjarnan talað um að innrauðir geislar „hiti líkamann innan frá“, hitinn smjúgi jafnvel allt að fjóra og hálfan sentímetra inn í líkamann. Samkvæmt upplýsingum frá Geislavörnum ríkisins komast innrauðar bylgjur ekki dýpra en sex millímetra ofan í húðina og stærstur hluti þeirra endurkastist raunar af húðinni áður. Þórarinn kveðst þó hafa lesið rannsókn þar sem fram kemur að geislarnir nái tvo til þrjá sentímetra inn í húðina. En, hann er samt sem áður á því að fullyrðingar í umræddum auglýsingum séu að miklu leyti markaðsbrellur. „Mér finnst það líklegt, jú. Allavega er ekkert í mínum fræðum, ekkert í þekkingu okkar, sem styður að innrauðu geislarnir séu eitthvað framar því að fara í venjulega sánu, eða fara í heita pottinn eða nota heita bakstra. En ég segi aftur, það þarf bara að rannsaka þetta betur,“ segir Þórarinn. Hann bendir þó á að vísbendingar séu um að svitamyndun hjá gestum innrauðra sána sé fáeinum mínútum hraðari en hjá þeim sem sækja hefðbundnar sánur. „En stundum gerast góðir hlutir hægt. Þannig að það er ekki endilega víst að hraðinn sé til bóta.“ Þórarinn leggur áherslu á að þeir sem stundi hvers kyns sánur, gufuböð eða heita potta hafi þann háttinn á sem þeim finnst bestur. Þannig séu innrauðar sánur ágætar til síns brúks, eins og aðrar hefðbundari leiðir sem farnar eru til að hita líkamann.
Sundlaugar Heilsa Tengdar fréttir Stóra sánumálið: „Örugglega ýmislegt viðgengist sem myndi ekki viðgangast í öðrum klefum“ Gestum Vesturbæjarlaugar gremst mörgum að kynjaskiptir sánuklefar heyri nú sögunni til í lauginni. Forstöðumaður segir ekkert annað hafa verið í stöðunni en að loka karlasánunni, sem var orðin fúin og ógeðsleg. Þá stemmi kynjasameiningin vonandi stigu við óviðeigandi hegðun sem hafi verið erfitt að uppræta. 3. október 2024 12:02 Umdeild sameining sánuklefa: „Mér finnst allir vera óánægðir með þetta“ Vesturbæingar eru margir ósáttir með sameiningu sánuklefa karla og kvenna í Vesturbæjarlauginni. Einhverjar segja að verið sé að fæla fastagesti í burtu. Aðrir telja breytinguna til bóta í ljósi þess að innrauð sána komi í stað gömlu karlasánunnar. 1. október 2024 00:21 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Stóra sánumálið: „Örugglega ýmislegt viðgengist sem myndi ekki viðgangast í öðrum klefum“ Gestum Vesturbæjarlaugar gremst mörgum að kynjaskiptir sánuklefar heyri nú sögunni til í lauginni. Forstöðumaður segir ekkert annað hafa verið í stöðunni en að loka karlasánunni, sem var orðin fúin og ógeðsleg. Þá stemmi kynjasameiningin vonandi stigu við óviðeigandi hegðun sem hafi verið erfitt að uppræta. 3. október 2024 12:02
Umdeild sameining sánuklefa: „Mér finnst allir vera óánægðir með þetta“ Vesturbæingar eru margir ósáttir með sameiningu sánuklefa karla og kvenna í Vesturbæjarlauginni. Einhverjar segja að verið sé að fæla fastagesti í burtu. Aðrir telja breytinguna til bóta í ljósi þess að innrauð sána komi í stað gömlu karlasánunnar. 1. október 2024 00:21