Á fundinum munu meðal annars Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra, Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands, ásamt Margréti Ágústu Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands og Margréti Gísladóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í landbúnaði koma fram, auk fjölda fólks úr íslensku atvinnulífi.
Þeirra á meðal eru Arnar Már Elíasson, forstjóri Byggðastofnunar, Margrét Einarsdóttir, lagaprófessor og Sveinn Margeirsson, framkvæmdastjóri nýsköpunar og loftlagsmála hjá Brim.
Yfirskrift málþingsins er Nýir tímar í landbúnaði. Á fundinum verður farið yfir þær helstu áskoranir og tækifæri sem snúa að landbúnaðinum í dag og til framtíðar, bæði hvað varðar afkomu, fæðuöryggi, regluverk og auðlindanýtingu.
Málþingið má sjá í spilaranum hér að neðan: