Berglindi sagt upp í síma: „Kom mér mjög á óvart“ Sindri Sverrisson skrifar 11. október 2024 07:32 Berglind Björg Þorvaldsdóttir varð bikarmeistari með Val í sumar. vísir/Anton Landsliðsframherjinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir sneri aftur á fótboltavöllinn með Val í sumar, eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn í lok síðasta árs. Samningi hennar við Val var óvænt rift í vikunni, í óþökk þjálfara hennar sem vilja halda henni. Berglind sneri heim og eignaðist son sinn á Íslandi, eftir að hafa verið atvinnumaður hjá PSG í Frakklandi, og áður í Noregi, Svíþjóð, Frakklandi, Ítalíu og Hollandi. Hún hafði leikið með Breiðabliki, Fylki og ÍBV hér á landi en skrifaði undir samning til tveggja ára við Val í vor. Í þeim samningi var hins vegar riftunarákvæði sem Valur nýtti nú í lok leiktíðar, eftir að Valur sá á eftir Íslandsmeistaratitlinum í hendur Breiðabliks um helgina. Möguleiki er á að gerður verði nýr samningur og Adda Baldursdóttir, aðstoðarþjálfari Vals, segir í samtali við Fótbolta.net að vilji þeirra Péturs Péturssonar þjálfara sé til að halda Berglindi. Þau hafi ekki vitað af uppsagnarákvæðinu eða þeirri ákvörðun Vals að nýta það. „Hún er að koma til baka eftir barneign sem er gríðarlega erfitt. Við þjálfararnir sjáum hana sem hluta af okkar framtíðarplönum og viljum setjast niður með henni og ræða næsta skref, það er alveg klárt mál,“ sagði Adda við Fótbolta.net. „Ófagmannlegt að fá svona fréttir í gegnum símann“ Sjálf varð Berglind fyrir miklum vonbrigðum með hvernig staðið var að riftun samningsins, og er óviss um framhaldið. „Mér var tilkynnt símleiðis á mánudaginn að samningnum mínum hefði verið sagt upp. Það kom mér mjög á óvart, og einnig þótti mér þetta ófagmannlegt að fá svona fréttir í gegnum símann. En ég frétti það í gær að ný stjórn væri að taka við þannig að það kemur í ljós hvað verður,“ segir Berglind í samtali við Vísi. Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur spilað 72 A-landsleiki. Hér er hún á ferðinni gegn Frökkum á EM í Englandi árið 2022.Getty/Alex Pantling Það mun hafa verið framkvæmdastjóri Vals, Styrmir Þór Bragason, sem hringdi og tilkynnti henni um riftunina og segir Berglind að svo virðist sem það hafi verið án vitundar stjórnar knattspyrnudeildarinnar. Hún útilokar ekki að gera nýjan samning við Val. Fengið fyrirspurnir á Íslandi og að utan Berglind mun nú taka sér tíma í að ákveða næsta skref en þessi 32 ára knattspyrnukona, sem skorað hefur 12 mörk í 72 A-landsleikjum, skoraði fjögur mörk í þrettán leikjum í endurkomunni í sumar. „Ég veit í rauninni ekki hvað mun gerast á næstu vikum. Það hafa komið inn fyrirspurnir frá liðum á Íslandi og einnig erlendis, en ég mun taka mér tíma í það að hugsa hvað er besta skrefið fyrir mig og fjölskylduna mína.“ Besta deild kvenna Valur Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Sjá meira
Berglind sneri heim og eignaðist son sinn á Íslandi, eftir að hafa verið atvinnumaður hjá PSG í Frakklandi, og áður í Noregi, Svíþjóð, Frakklandi, Ítalíu og Hollandi. Hún hafði leikið með Breiðabliki, Fylki og ÍBV hér á landi en skrifaði undir samning til tveggja ára við Val í vor. Í þeim samningi var hins vegar riftunarákvæði sem Valur nýtti nú í lok leiktíðar, eftir að Valur sá á eftir Íslandsmeistaratitlinum í hendur Breiðabliks um helgina. Möguleiki er á að gerður verði nýr samningur og Adda Baldursdóttir, aðstoðarþjálfari Vals, segir í samtali við Fótbolta.net að vilji þeirra Péturs Péturssonar þjálfara sé til að halda Berglindi. Þau hafi ekki vitað af uppsagnarákvæðinu eða þeirri ákvörðun Vals að nýta það. „Hún er að koma til baka eftir barneign sem er gríðarlega erfitt. Við þjálfararnir sjáum hana sem hluta af okkar framtíðarplönum og viljum setjast niður með henni og ræða næsta skref, það er alveg klárt mál,“ sagði Adda við Fótbolta.net. „Ófagmannlegt að fá svona fréttir í gegnum símann“ Sjálf varð Berglind fyrir miklum vonbrigðum með hvernig staðið var að riftun samningsins, og er óviss um framhaldið. „Mér var tilkynnt símleiðis á mánudaginn að samningnum mínum hefði verið sagt upp. Það kom mér mjög á óvart, og einnig þótti mér þetta ófagmannlegt að fá svona fréttir í gegnum símann. En ég frétti það í gær að ný stjórn væri að taka við þannig að það kemur í ljós hvað verður,“ segir Berglind í samtali við Vísi. Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur spilað 72 A-landsleiki. Hér er hún á ferðinni gegn Frökkum á EM í Englandi árið 2022.Getty/Alex Pantling Það mun hafa verið framkvæmdastjóri Vals, Styrmir Þór Bragason, sem hringdi og tilkynnti henni um riftunina og segir Berglind að svo virðist sem það hafi verið án vitundar stjórnar knattspyrnudeildarinnar. Hún útilokar ekki að gera nýjan samning við Val. Fengið fyrirspurnir á Íslandi og að utan Berglind mun nú taka sér tíma í að ákveða næsta skref en þessi 32 ára knattspyrnukona, sem skorað hefur 12 mörk í 72 A-landsleikjum, skoraði fjögur mörk í þrettán leikjum í endurkomunni í sumar. „Ég veit í rauninni ekki hvað mun gerast á næstu vikum. Það hafa komið inn fyrirspurnir frá liðum á Íslandi og einnig erlendis, en ég mun taka mér tíma í það að hugsa hvað er besta skrefið fyrir mig og fjölskylduna mína.“
Besta deild kvenna Valur Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Golf Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Sjá meira