Berglindi sagt upp í síma: „Kom mér mjög á óvart“ Sindri Sverrisson skrifar 11. október 2024 07:32 Berglind Björg Þorvaldsdóttir varð bikarmeistari með Val í sumar. vísir/Anton Landsliðsframherjinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir sneri aftur á fótboltavöllinn með Val í sumar, eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn í lok síðasta árs. Samningi hennar við Val var óvænt rift í vikunni, í óþökk þjálfara hennar sem vilja halda henni. Berglind sneri heim og eignaðist son sinn á Íslandi, eftir að hafa verið atvinnumaður hjá PSG í Frakklandi, og áður í Noregi, Svíþjóð, Frakklandi, Ítalíu og Hollandi. Hún hafði leikið með Breiðabliki, Fylki og ÍBV hér á landi en skrifaði undir samning til tveggja ára við Val í vor. Í þeim samningi var hins vegar riftunarákvæði sem Valur nýtti nú í lok leiktíðar, eftir að Valur sá á eftir Íslandsmeistaratitlinum í hendur Breiðabliks um helgina. Möguleiki er á að gerður verði nýr samningur og Adda Baldursdóttir, aðstoðarþjálfari Vals, segir í samtali við Fótbolta.net að vilji þeirra Péturs Péturssonar þjálfara sé til að halda Berglindi. Þau hafi ekki vitað af uppsagnarákvæðinu eða þeirri ákvörðun Vals að nýta það. „Hún er að koma til baka eftir barneign sem er gríðarlega erfitt. Við þjálfararnir sjáum hana sem hluta af okkar framtíðarplönum og viljum setjast niður með henni og ræða næsta skref, það er alveg klárt mál,“ sagði Adda við Fótbolta.net. „Ófagmannlegt að fá svona fréttir í gegnum símann“ Sjálf varð Berglind fyrir miklum vonbrigðum með hvernig staðið var að riftun samningsins, og er óviss um framhaldið. „Mér var tilkynnt símleiðis á mánudaginn að samningnum mínum hefði verið sagt upp. Það kom mér mjög á óvart, og einnig þótti mér þetta ófagmannlegt að fá svona fréttir í gegnum símann. En ég frétti það í gær að ný stjórn væri að taka við þannig að það kemur í ljós hvað verður,“ segir Berglind í samtali við Vísi. Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur spilað 72 A-landsleiki. Hér er hún á ferðinni gegn Frökkum á EM í Englandi árið 2022.Getty/Alex Pantling Það mun hafa verið framkvæmdastjóri Vals, Styrmir Þór Bragason, sem hringdi og tilkynnti henni um riftunina og segir Berglind að svo virðist sem það hafi verið án vitundar stjórnar knattspyrnudeildarinnar. Hún útilokar ekki að gera nýjan samning við Val. Fengið fyrirspurnir á Íslandi og að utan Berglind mun nú taka sér tíma í að ákveða næsta skref en þessi 32 ára knattspyrnukona, sem skorað hefur 12 mörk í 72 A-landsleikjum, skoraði fjögur mörk í þrettán leikjum í endurkomunni í sumar. „Ég veit í rauninni ekki hvað mun gerast á næstu vikum. Það hafa komið inn fyrirspurnir frá liðum á Íslandi og einnig erlendis, en ég mun taka mér tíma í það að hugsa hvað er besta skrefið fyrir mig og fjölskylduna mína.“ Besta deild kvenna Valur Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
Berglind sneri heim og eignaðist son sinn á Íslandi, eftir að hafa verið atvinnumaður hjá PSG í Frakklandi, og áður í Noregi, Svíþjóð, Frakklandi, Ítalíu og Hollandi. Hún hafði leikið með Breiðabliki, Fylki og ÍBV hér á landi en skrifaði undir samning til tveggja ára við Val í vor. Í þeim samningi var hins vegar riftunarákvæði sem Valur nýtti nú í lok leiktíðar, eftir að Valur sá á eftir Íslandsmeistaratitlinum í hendur Breiðabliks um helgina. Möguleiki er á að gerður verði nýr samningur og Adda Baldursdóttir, aðstoðarþjálfari Vals, segir í samtali við Fótbolta.net að vilji þeirra Péturs Péturssonar þjálfara sé til að halda Berglindi. Þau hafi ekki vitað af uppsagnarákvæðinu eða þeirri ákvörðun Vals að nýta það. „Hún er að koma til baka eftir barneign sem er gríðarlega erfitt. Við þjálfararnir sjáum hana sem hluta af okkar framtíðarplönum og viljum setjast niður með henni og ræða næsta skref, það er alveg klárt mál,“ sagði Adda við Fótbolta.net. „Ófagmannlegt að fá svona fréttir í gegnum símann“ Sjálf varð Berglind fyrir miklum vonbrigðum með hvernig staðið var að riftun samningsins, og er óviss um framhaldið. „Mér var tilkynnt símleiðis á mánudaginn að samningnum mínum hefði verið sagt upp. Það kom mér mjög á óvart, og einnig þótti mér þetta ófagmannlegt að fá svona fréttir í gegnum símann. En ég frétti það í gær að ný stjórn væri að taka við þannig að það kemur í ljós hvað verður,“ segir Berglind í samtali við Vísi. Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur spilað 72 A-landsleiki. Hér er hún á ferðinni gegn Frökkum á EM í Englandi árið 2022.Getty/Alex Pantling Það mun hafa verið framkvæmdastjóri Vals, Styrmir Þór Bragason, sem hringdi og tilkynnti henni um riftunina og segir Berglind að svo virðist sem það hafi verið án vitundar stjórnar knattspyrnudeildarinnar. Hún útilokar ekki að gera nýjan samning við Val. Fengið fyrirspurnir á Íslandi og að utan Berglind mun nú taka sér tíma í að ákveða næsta skref en þessi 32 ára knattspyrnukona, sem skorað hefur 12 mörk í 72 A-landsleikjum, skoraði fjögur mörk í þrettán leikjum í endurkomunni í sumar. „Ég veit í rauninni ekki hvað mun gerast á næstu vikum. Það hafa komið inn fyrirspurnir frá liðum á Íslandi og einnig erlendis, en ég mun taka mér tíma í það að hugsa hvað er besta skrefið fyrir mig og fjölskylduna mína.“
Besta deild kvenna Valur Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira