Yfirlýsing Alberts: Ákveðinn léttir eftir erfitt ár Sindri Sverrisson skrifar 10. október 2024 14:02 Albert Guðmundsson hefur farið vel af stað með sínu nýja liði Fiorentina og hann skoraði sigurmark gegn AC Milan um síðustu helgi. Getty/Giuseppe Maffia Fótboltamaðurinn Albert Guðmundsson hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar þess að hann var í dag sýknaður af ákæru um nauðgun. Honum er létt eftir erfitt ár, og kveðst afar þakklátur fjölskyldu og vinum. „Saklaus! Það er skýr niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í dómi sem kveðinn var upp í dag. Þó að ég hafi alla tíð verið sannfærður um jákvæða útkomu úr þessu máli þá fylgir þessum dómi ákveðinn léttir,“ segir Albert í yfirlýsingu sem hann birti á samfélagsmiðlum. Albert var kærður í fyrrasumar og hefur frá þeim tíma til að mynda ekki mátt spila með íslenska landsliðinu, nema í tveimur leikjum í mars eftir að héraðssaksóknari hafði fellt mál hans niður. Þeirri niðurstöðu var áfrýjað og síðan þá hefur Albert beðið endanlegrar niðurstöðu en á sama tíma spilað með liðum sínum á Ítalíu, fyrst Genoa og svo Fiorentina í haust. Yfirlýsing Alberts birtist á samfélagsmiðlum. „Þetta er búið að vera erfitt ár, í alvöru sagt, og ekki auðvelt að eiga við það andlega en ég hef lært það að fjölskylda mín og vinir eru mér allt, og ég verð þeim ævinlega þakklátur,“ segir Albert og bætir við: „Að lokum langar mig að undirstrika að ég mun aldrei samþykkja ofbeldi af neinu tagi. Sem faðir tveggja barna, þar á meðal ungrar dóttur, og með þrjár yngri systur, þá vona ég innilega að þetta mál skaði ekki konur sem sannarlega hafa orðið fórnarlömb ofbeldis. Núna get ég haldið áfram lífi mínu og einbeitt mér að því sem ég geri best. Ein ást, Albert.“ Albert kemur nú til greina í landsliðið að nýju en liðið mætir Wales á Laugardalsvelli annað kvöld og Tyrklandi á sama stað á mánudagskvöld. Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, segir að nú ráði Åge Hareide landsliðsþjálfari því hvort Albert verði fenginn inn í hópinn en Hareide gat ekki svarað því á blaðamannafundi í dag hvort það yrði gert. Landslið karla í fótbolta Ítalski boltinn Mál Alberts Guðmundssonar Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Sjá meira
„Saklaus! Það er skýr niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í dómi sem kveðinn var upp í dag. Þó að ég hafi alla tíð verið sannfærður um jákvæða útkomu úr þessu máli þá fylgir þessum dómi ákveðinn léttir,“ segir Albert í yfirlýsingu sem hann birti á samfélagsmiðlum. Albert var kærður í fyrrasumar og hefur frá þeim tíma til að mynda ekki mátt spila með íslenska landsliðinu, nema í tveimur leikjum í mars eftir að héraðssaksóknari hafði fellt mál hans niður. Þeirri niðurstöðu var áfrýjað og síðan þá hefur Albert beðið endanlegrar niðurstöðu en á sama tíma spilað með liðum sínum á Ítalíu, fyrst Genoa og svo Fiorentina í haust. Yfirlýsing Alberts birtist á samfélagsmiðlum. „Þetta er búið að vera erfitt ár, í alvöru sagt, og ekki auðvelt að eiga við það andlega en ég hef lært það að fjölskylda mín og vinir eru mér allt, og ég verð þeim ævinlega þakklátur,“ segir Albert og bætir við: „Að lokum langar mig að undirstrika að ég mun aldrei samþykkja ofbeldi af neinu tagi. Sem faðir tveggja barna, þar á meðal ungrar dóttur, og með þrjár yngri systur, þá vona ég innilega að þetta mál skaði ekki konur sem sannarlega hafa orðið fórnarlömb ofbeldis. Núna get ég haldið áfram lífi mínu og einbeitt mér að því sem ég geri best. Ein ást, Albert.“ Albert kemur nú til greina í landsliðið að nýju en liðið mætir Wales á Laugardalsvelli annað kvöld og Tyrklandi á sama stað á mánudagskvöld. Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, segir að nú ráði Åge Hareide landsliðsþjálfari því hvort Albert verði fenginn inn í hópinn en Hareide gat ekki svarað því á blaðamannafundi í dag hvort það yrði gert.
Landslið karla í fótbolta Ítalski boltinn Mál Alberts Guðmundssonar Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Sjá meira