„Hófleg snjókoma og ólíklegt að þetta setjist á vegi“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. október 2024 07:53 Snjókoma hefur verið á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Vísir/Vilhelm Ekki er útlit fyrir að mikil snjókoma verði á suðvesturhorninu í dag, en von er á éljagangi fram eftir degi á Norðurlandi. Fyrsta snjóföl vetrarins á höfuðborgarsvæðinu gerði vart við sig í morgun, líkt og árrisulir borgarbúar tóku vafalaust margir eftir. Útlit er fyrir éljagang á Norðurlandi í dag, en smálægðin sem valdið hefur snjókomu á suðvesturhorninu í morgun ætti að færast suður með hádeginu, að sögn veðurfræðings. Eftir hádegi ætti því að vera orðið þurrt á höfuðborgarsvæðinu, en áfram verður éljagangur á Norðurlandi fram eftir degi. Þannig að hérna á suðvesturhorninu þá ætti þetta ekki að hafa teljandi áhrif á umferð eða hvað? „Ekki eins og þetta lítur út núna. Þetta er frekar hófleg snjókoma og ólíklegt að þetta setjist á vegi,“ segir Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni. Hlýnar með helginni Næstu daga sé útlit fyrir fremur svalt og úrkomulítið veður á landinu. „Á morgun er úrkomulítið á landinu, víða þurrt og bjartviðri á Suður- og Vesturlandi og frekar svalt. En á laugardaginn gæti snjóað eitthvað aftur á vesturhluta landsins en þá verður aftur á móti líklega bjart og fallegt veður á austanverðu landinu. Á sunnudaginn fer líklega heldur að hlýna,“ segir Birgir. Veðurhorfu á landinu næstu daga: Á föstudag: Norðvestan 10-18 m/s, en hægari vestanlands. Bjart með köflum, en stöku él á Norður- og Austurlandi og einnig við vesturströndina um kvöldið. Hiti um eða rétt yfir frostmarki að deginum. Á laugardag: Fremur hæg breytileg átt, en norðvestan 8-15 austantil fram eftir degi. Slydda eða snjókoma með köflum vestanlands, annars víða bjartviðri. Hiti breytist lítið. Á sunnudag: Breytileg átt 3-10 og bjart með köflum, en stöku skúrir eða él vestantil. Heldur hlýnandi. Á mánudag: Vaxandi austanátt sunnanlands og hlýnar, rigning eða slydda með köflum þar síðdegis. Hægari vindur fyrir norðan, yfirleitt þurrt og áfram svalt í veðri. Á þriðjudag: Suðaustan- og austanátt og rigning með köflum. Hiti 3 til 9 stig. Á miðvikudag: Breytileg átt og allvíða rigning. Veður Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Útlit er fyrir éljagang á Norðurlandi í dag, en smálægðin sem valdið hefur snjókomu á suðvesturhorninu í morgun ætti að færast suður með hádeginu, að sögn veðurfræðings. Eftir hádegi ætti því að vera orðið þurrt á höfuðborgarsvæðinu, en áfram verður éljagangur á Norðurlandi fram eftir degi. Þannig að hérna á suðvesturhorninu þá ætti þetta ekki að hafa teljandi áhrif á umferð eða hvað? „Ekki eins og þetta lítur út núna. Þetta er frekar hófleg snjókoma og ólíklegt að þetta setjist á vegi,“ segir Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofunni. Hlýnar með helginni Næstu daga sé útlit fyrir fremur svalt og úrkomulítið veður á landinu. „Á morgun er úrkomulítið á landinu, víða þurrt og bjartviðri á Suður- og Vesturlandi og frekar svalt. En á laugardaginn gæti snjóað eitthvað aftur á vesturhluta landsins en þá verður aftur á móti líklega bjart og fallegt veður á austanverðu landinu. Á sunnudaginn fer líklega heldur að hlýna,“ segir Birgir. Veðurhorfu á landinu næstu daga: Á föstudag: Norðvestan 10-18 m/s, en hægari vestanlands. Bjart með köflum, en stöku él á Norður- og Austurlandi og einnig við vesturströndina um kvöldið. Hiti um eða rétt yfir frostmarki að deginum. Á laugardag: Fremur hæg breytileg átt, en norðvestan 8-15 austantil fram eftir degi. Slydda eða snjókoma með köflum vestanlands, annars víða bjartviðri. Hiti breytist lítið. Á sunnudag: Breytileg átt 3-10 og bjart með köflum, en stöku skúrir eða él vestantil. Heldur hlýnandi. Á mánudag: Vaxandi austanátt sunnanlands og hlýnar, rigning eða slydda með köflum þar síðdegis. Hægari vindur fyrir norðan, yfirleitt þurrt og áfram svalt í veðri. Á þriðjudag: Suðaustan- og austanátt og rigning með köflum. Hiti 3 til 9 stig. Á miðvikudag: Breytileg átt og allvíða rigning.
Veður Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira