Gætu ekki flúið þótt þau vildu Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. október 2024 19:37 Aníta og fjölskylda hennar bíða nú eftir öðrum stóra fellibylnum á mánaðarlöngu fríi sínu í Tampa í Flórída. Hillur verslana eru víða tómar og fjölskyldan hefur flutt nauðsynjar inn í herbergi sem ekki eru með útvegg, ef leita þarf skjóls frá fellibylnum. Óttast er að fellibylurinn Milton, sem skellur á Flórída af fullum þunga í nótt, verði mannskæður og hafi katastrófískar afleiðingar víða í ríkinu. Íslendingur á hættusvæði segir biðina eftir hamförum kvíðvænlega. Hún gæti ekki flúið svæðið þótt hún vildi það; eldsneyti er algjörlega uppurið. „Ég er með áríðandi skilaboð til íbúa Flórída. Fellibylurinn Milton verður mannskæður og katastrófískur. Hann mun hafa í för með sér gríðarlegan áhlaðanda, ægilegan vind og alvarleg flóð á leið sinni yfir Flórídaríki,“ sagði Deanne Criswell, yfirmaður almannavarna í Bandaríkjunum í ávarpi í dag. Reiknað er með að hinn katastrófíski Milton gangi á land í Flórída seint í kvöld, eða í kringum sex í fyrramálið að íslenskum tíma. Aníta Björk Káradóttir er stödd ásamt fjölskyldu sinni í mánaðarlöngu fríi í úthverfi borgarinnar Tampa, sem óttast er að fari einna verst úti úr fellibylnum. Aníta lýsir mikilli örvæntingu á svæðinu; vatn, bleyjur, þurrmjólk og aðrar nauðsynjavörur eru víðast hvar nær uppseldar. „Það virðast allir vera í einhvers konar panikkástandi. Og eins og með bensín, það er ekki til bensín til í þrjú til fjögur hundruð kílómetra radíus hjá okkur. Þannig að ef við myndum vilja fara eitthvert þá væri erfitt að komast og við gætum orðið bara strandaglópar,“ segir Aníta. Vatn í upp undir fjögurra metra hæð Þau fjölskyldan eru ekki stödd á rýmingarsvæði en gerðu raunar tilraun til að flýja í gærkvöldi. Þau voru stöðvuð, þar sem slysahætta er úti á vegum og eldsneyti af skornum skammti, eins og áður hefur komið fram. Eitt helsta áhyggjuefni sérfræðinga eru flóðin sem Milton gæti haft í för með sér. Verstu spár reikna með að vatn nái mest þriggja til fjöggurra og hálfs metra hæð við Tampaströndina. Undir þeim kringumstæðum færi hefðbundið einnar hæðar hús algjörlega undir vatn, eins og við sýndum í fréttum Stöðvar 2. Kvíðavaldandi bið Aníta og fjölskylda hafa undirbúið sig vel. Hlerar hafa verið settir fyrir alla glugga og baðkör fyllt til að tryggja neysluvatn. Þá hafa þau útbúið sér svefnstað við sérstök „fellibylsherbergi" í húsinu, herbergi sem ekki eru með útvegg sem hægt er að leita skjóls í. Bensínrafstöð verður einnig tekin í gagnið. „Við erum mjög háð rafmagni af því að við erum með einstakling í fölskyldunni [barnung dóttir Anítu] sem notast við súrefni þannig að við erum mjög undirbúin þegar verður rafmagnslaust. Og ég segi þegar verður rafmagnslaust af því það er bara vitað að það verði,“ segir Aníta. Og nú hefst þungbær bið eftir því að ósköpin skelli á. „Þetta er kvíðavaldandi,“ segir Aníta og kemst við. „sérstaklega þegar við erum svona háð rafmagni.“ Bandaríkin Náttúruhamfarir Fellibylurinn Milton Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Bein útsending: „Óveður aldarinnar“ nálgast Flórída Fellibylurinn Milton nálgast strendur Flórída í Bandaríkjunum óðfluga. Búið er að vera við hvirfilbyljum á svæðinu í aðdraganda Miltons og er búist við mikilli eyðileggingu, nái fellibylurinn landi af þeim styrk sem spár gera ráð fyrir. 9. október 2024 17:24 Aflýsa flugi til og frá Orlando Icelandair hefur aflýst fyrirhuguðu flugi til og frá Orlando í Flórída síðdegis í dag og á morgun. 9. október 2024 07:11 Milton safnar aftur krafti Fellibylurinn Milton er aftur orðinn að fimmta stigs fellibyl, eftir að hann var lækkaður í fjórða flokk í dag. Búist er við því að fellibylurinn muni valda mikilli eyðileggingu á vesturströnd Flórída seinna í vikunni, gangi spár eftir. 8. október 2024 22:24 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
„Ég er með áríðandi skilaboð til íbúa Flórída. Fellibylurinn Milton verður mannskæður og katastrófískur. Hann mun hafa í för með sér gríðarlegan áhlaðanda, ægilegan vind og alvarleg flóð á leið sinni yfir Flórídaríki,“ sagði Deanne Criswell, yfirmaður almannavarna í Bandaríkjunum í ávarpi í dag. Reiknað er með að hinn katastrófíski Milton gangi á land í Flórída seint í kvöld, eða í kringum sex í fyrramálið að íslenskum tíma. Aníta Björk Káradóttir er stödd ásamt fjölskyldu sinni í mánaðarlöngu fríi í úthverfi borgarinnar Tampa, sem óttast er að fari einna verst úti úr fellibylnum. Aníta lýsir mikilli örvæntingu á svæðinu; vatn, bleyjur, þurrmjólk og aðrar nauðsynjavörur eru víðast hvar nær uppseldar. „Það virðast allir vera í einhvers konar panikkástandi. Og eins og með bensín, það er ekki til bensín til í þrjú til fjögur hundruð kílómetra radíus hjá okkur. Þannig að ef við myndum vilja fara eitthvert þá væri erfitt að komast og við gætum orðið bara strandaglópar,“ segir Aníta. Vatn í upp undir fjögurra metra hæð Þau fjölskyldan eru ekki stödd á rýmingarsvæði en gerðu raunar tilraun til að flýja í gærkvöldi. Þau voru stöðvuð, þar sem slysahætta er úti á vegum og eldsneyti af skornum skammti, eins og áður hefur komið fram. Eitt helsta áhyggjuefni sérfræðinga eru flóðin sem Milton gæti haft í för með sér. Verstu spár reikna með að vatn nái mest þriggja til fjöggurra og hálfs metra hæð við Tampaströndina. Undir þeim kringumstæðum færi hefðbundið einnar hæðar hús algjörlega undir vatn, eins og við sýndum í fréttum Stöðvar 2. Kvíðavaldandi bið Aníta og fjölskylda hafa undirbúið sig vel. Hlerar hafa verið settir fyrir alla glugga og baðkör fyllt til að tryggja neysluvatn. Þá hafa þau útbúið sér svefnstað við sérstök „fellibylsherbergi" í húsinu, herbergi sem ekki eru með útvegg sem hægt er að leita skjóls í. Bensínrafstöð verður einnig tekin í gagnið. „Við erum mjög háð rafmagni af því að við erum með einstakling í fölskyldunni [barnung dóttir Anítu] sem notast við súrefni þannig að við erum mjög undirbúin þegar verður rafmagnslaust. Og ég segi þegar verður rafmagnslaust af því það er bara vitað að það verði,“ segir Aníta. Og nú hefst þungbær bið eftir því að ósköpin skelli á. „Þetta er kvíðavaldandi,“ segir Aníta og kemst við. „sérstaklega þegar við erum svona háð rafmagni.“
Bandaríkin Náttúruhamfarir Fellibylurinn Milton Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Bein útsending: „Óveður aldarinnar“ nálgast Flórída Fellibylurinn Milton nálgast strendur Flórída í Bandaríkjunum óðfluga. Búið er að vera við hvirfilbyljum á svæðinu í aðdraganda Miltons og er búist við mikilli eyðileggingu, nái fellibylurinn landi af þeim styrk sem spár gera ráð fyrir. 9. október 2024 17:24 Aflýsa flugi til og frá Orlando Icelandair hefur aflýst fyrirhuguðu flugi til og frá Orlando í Flórída síðdegis í dag og á morgun. 9. október 2024 07:11 Milton safnar aftur krafti Fellibylurinn Milton er aftur orðinn að fimmta stigs fellibyl, eftir að hann var lækkaður í fjórða flokk í dag. Búist er við því að fellibylurinn muni valda mikilli eyðileggingu á vesturströnd Flórída seinna í vikunni, gangi spár eftir. 8. október 2024 22:24 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Bein útsending: „Óveður aldarinnar“ nálgast Flórída Fellibylurinn Milton nálgast strendur Flórída í Bandaríkjunum óðfluga. Búið er að vera við hvirfilbyljum á svæðinu í aðdraganda Miltons og er búist við mikilli eyðileggingu, nái fellibylurinn landi af þeim styrk sem spár gera ráð fyrir. 9. október 2024 17:24
Aflýsa flugi til og frá Orlando Icelandair hefur aflýst fyrirhuguðu flugi til og frá Orlando í Flórída síðdegis í dag og á morgun. 9. október 2024 07:11
Milton safnar aftur krafti Fellibylurinn Milton er aftur orðinn að fimmta stigs fellibyl, eftir að hann var lækkaður í fjórða flokk í dag. Búist er við því að fellibylurinn muni valda mikilli eyðileggingu á vesturströnd Flórída seinna í vikunni, gangi spár eftir. 8. október 2024 22:24