Bein útsending: „Óveður aldarinnar“ skellur á Flórída Samúel Karl Ólason skrifar 9. október 2024 23:30 Talið er að gífurleg úrkoma fylgi Milton. AP/Marta Lavandier Fellibylurinn Milton hefur náð landi í Flórída í Bandaríkjunum. Fjölmargir hvirfilbylir hafa skollið á Flórída í dag, í aðdraganda Miltons og er búist við mikilli eyðileggingu, nái fellibylurinn landi af þeim styrk sem spár gera ráð fyrir. Alls voru 133 hvirfilbyljaviðvaranir gefnar út í dag og hafa þær aldrei verið fleiri á einum degi í Flórída. Einn hvirfilbyljanna rústaði bílageymslu fógetans í St. Lucie. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að útlit væri fyrir að Milton yrði „óveður aldarinnar“. Norðurhluti auga Miltons náði landi á tólfta tímanum á miðvikudagskvöld og um það leyti sagði Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, að of seint væri fyrir fólk að reyna að flýja. Yfirvöld í Flórída höfðu sagt íbúum fimmtán sýslna að flýja heimili sín en þar er um að ræða um 7,2 milljónir manna. Kraftur Miltons hefur sveiflast til og frá á undanförnum dögum en þrátt fyrir það er búist við því að honum muni fylgja gífurlega öflugar vindhviður og hækkandi sjávarstaða. Sérfræðingar segja að þó fellibylurinn hafi misst kraft áður en auga hans náði landi muni það ekki breyta stöðuni mikið. Flóðin verið enn mikil og vindhraði gífurlegur. Sjá einnig: Milton safnar aftur krafti Þá er einnig búist við því að úrkoman frá Milton muni mælast allt að 46 sentímetrar. Margar vefmyndavélar má finna í Flórída og hafa fjölmiðlar vestanhafs einnig sett upp eigin myndavélar. Hér að neðan má sjá nokkrar slíkar sem áhugasamir geta fylgst með í kvöld og í nótt. Fréttin hefur verið uppfærð. Tweets by NHC_Atlantic Bandaríkin Fellibylurinn Milton Loftslagsmál Náttúruhamfarir Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Alls voru 133 hvirfilbyljaviðvaranir gefnar út í dag og hafa þær aldrei verið fleiri á einum degi í Flórída. Einn hvirfilbyljanna rústaði bílageymslu fógetans í St. Lucie. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að útlit væri fyrir að Milton yrði „óveður aldarinnar“. Norðurhluti auga Miltons náði landi á tólfta tímanum á miðvikudagskvöld og um það leyti sagði Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, að of seint væri fyrir fólk að reyna að flýja. Yfirvöld í Flórída höfðu sagt íbúum fimmtán sýslna að flýja heimili sín en þar er um að ræða um 7,2 milljónir manna. Kraftur Miltons hefur sveiflast til og frá á undanförnum dögum en þrátt fyrir það er búist við því að honum muni fylgja gífurlega öflugar vindhviður og hækkandi sjávarstaða. Sérfræðingar segja að þó fellibylurinn hafi misst kraft áður en auga hans náði landi muni það ekki breyta stöðuni mikið. Flóðin verið enn mikil og vindhraði gífurlegur. Sjá einnig: Milton safnar aftur krafti Þá er einnig búist við því að úrkoman frá Milton muni mælast allt að 46 sentímetrar. Margar vefmyndavélar má finna í Flórída og hafa fjölmiðlar vestanhafs einnig sett upp eigin myndavélar. Hér að neðan má sjá nokkrar slíkar sem áhugasamir geta fylgst með í kvöld og í nótt. Fréttin hefur verið uppfærð. Tweets by NHC_Atlantic
Bandaríkin Fellibylurinn Milton Loftslagsmál Náttúruhamfarir Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira