Glódís kemst ekki á verðlaunahátíðina: „Mér finnst þetta bara fáránlegt“ Aron Guðmundsson skrifar 9. október 2024 18:46 Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, er allt annað en ánægður með skipuleggjendur Ballon D'or verðlaunahátíðarinnar. Vísir/Samsett mynd Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, segir það fáránlegt að stærsta verðlaunahátíð ársins í fótboltaheiminum, þar sem sjálfur gullboltinn verður afhentur bestu leikmönnum heims í karla- og kvennaflokki, skuli vera haldin í miðjum landsleikjaglugga kvennalandsliða. Glódís Perla Viggósdóttir er fyrsti Íslendingurinn sem er tilnefnd til verðlaunanna en hún mun ekki geta mætt á hátíðina þar sem að hún verður stödd í landsliðsverkefni. Landsliðshópur íslenska kvennalandsliðsins fyrir tvo æfingarleiki gegn ólympíumeisturum Bandaríkjanna ytra var opinberaður í dag. Leikir liðanna munu fara fram í Austin Texas og Nashville Tenneesse 25. Og 27.október næstkomandi og gat Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari valið úr sínum sterkustu leikmönnum og gerir aðeins eina breytingu milli landsliðsverkefna. Í landsliðshópnum er sem fyrr að finna leiðtoga liðsins Glódísi Perlu Viggósdóttur, leikmann og fyrirliða Bayern Munchen sem átti skínandi tímabil á síðasta tímabili og var í kjölfar þess tilnefnd til Ballon d´or verðlaunanna virtu sem veitt eru besta leikmanni í heimi í karla og kvennaflokki. „Auðvitað er þetta bara frábært afrek hjá henni. Þetta er risastórt. Hún er einn besti leikmaður heimsins. Tilnefnd sem slík og það er frábært. Þetta sýnir í raun og veru hvar hún er stödd sem leikmaður. Það er eftir því tekið hversu góð hún er. Þetta er bara virkilega flott afrek. Flott fyrir hana sem leikmann og sýnir að við erum með leikmann í þessum gæðaflokki í okkar liði. Það hjálpar okkur að sjálfsögðu líka. Þetta er stórt og mikið. Vonandi verður bara áframhald á þessu. Að hún haldi áfram að þróast og þroskast sem leikmaður. Verði enn þá betri en hún er í dag.“ „Mér finnst þetta bara fáránlegt“ Glódís er fyrst Íslendinga til þess að vera tilnefnd til verðlaunanna en mun ekki geta sótt sjálfa verðlaunahátíðina í París þann 28.október næstkomandi því hún fer fram degi eftir seinni leik Íslands og Bandaríkjanna í Nashville. Þá má gera ráð fyrir því að fleiri stór nöfn úr kvennaboltanum muni ekki geta sótt hátíðina sem er haldin í miðjum landsliðsglugga kvennalandsliðanna og munu á þessum dögum undir lok október fara fram mikilvægir leikir í umspili fyrir Evrópumót næsta árs. Staðreynd sem kemur landsliðsþjálfara Íslands spánskt fyrir sjónir en það er franski miðillinn French Football sem stendur fyrir Ballon d´or valinu og nýtur liðsinnis Evrópska knattspyrnusambandsins við undirbúning verðlaunaafhendingarinnar. „Þetta er náttúrulega bara galið. Í grunninn er þetta galið. Ef þeir vilja gera konum hátt undir höfði þá þurfa þær að geta mætt á svæðið. Það er algjörlega ljóst. Þú getur ekki sett þetta í mitt landsleikjahlé hjá konum því að bestu leikmennirnir eru að spila með landsliðum sínum og munu ekki geta mætt nema kannski í einhverjum undantekningartilfellum þar sem að þær eru í umræddu landi þar sem að verðlaunaafhendingin fer fram. Mér finnst þetta bara fáránlegt. Einfaldasta leiðin í þessu væri bara að halda þetta í sitthvoru lagi. Að hafa sér stóra verðlaunaafhendingu fyrir konur og sér fyrir karla.“ Klippa: „Galið og fáránlegt“ Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Fleiri fréttir Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Sjá meira
Landsliðshópur íslenska kvennalandsliðsins fyrir tvo æfingarleiki gegn ólympíumeisturum Bandaríkjanna ytra var opinberaður í dag. Leikir liðanna munu fara fram í Austin Texas og Nashville Tenneesse 25. Og 27.október næstkomandi og gat Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari valið úr sínum sterkustu leikmönnum og gerir aðeins eina breytingu milli landsliðsverkefna. Í landsliðshópnum er sem fyrr að finna leiðtoga liðsins Glódísi Perlu Viggósdóttur, leikmann og fyrirliða Bayern Munchen sem átti skínandi tímabil á síðasta tímabili og var í kjölfar þess tilnefnd til Ballon d´or verðlaunanna virtu sem veitt eru besta leikmanni í heimi í karla og kvennaflokki. „Auðvitað er þetta bara frábært afrek hjá henni. Þetta er risastórt. Hún er einn besti leikmaður heimsins. Tilnefnd sem slík og það er frábært. Þetta sýnir í raun og veru hvar hún er stödd sem leikmaður. Það er eftir því tekið hversu góð hún er. Þetta er bara virkilega flott afrek. Flott fyrir hana sem leikmann og sýnir að við erum með leikmann í þessum gæðaflokki í okkar liði. Það hjálpar okkur að sjálfsögðu líka. Þetta er stórt og mikið. Vonandi verður bara áframhald á þessu. Að hún haldi áfram að þróast og þroskast sem leikmaður. Verði enn þá betri en hún er í dag.“ „Mér finnst þetta bara fáránlegt“ Glódís er fyrst Íslendinga til þess að vera tilnefnd til verðlaunanna en mun ekki geta sótt sjálfa verðlaunahátíðina í París þann 28.október næstkomandi því hún fer fram degi eftir seinni leik Íslands og Bandaríkjanna í Nashville. Þá má gera ráð fyrir því að fleiri stór nöfn úr kvennaboltanum muni ekki geta sótt hátíðina sem er haldin í miðjum landsliðsglugga kvennalandsliðanna og munu á þessum dögum undir lok október fara fram mikilvægir leikir í umspili fyrir Evrópumót næsta árs. Staðreynd sem kemur landsliðsþjálfara Íslands spánskt fyrir sjónir en það er franski miðillinn French Football sem stendur fyrir Ballon d´or valinu og nýtur liðsinnis Evrópska knattspyrnusambandsins við undirbúning verðlaunaafhendingarinnar. „Þetta er náttúrulega bara galið. Í grunninn er þetta galið. Ef þeir vilja gera konum hátt undir höfði þá þurfa þær að geta mætt á svæðið. Það er algjörlega ljóst. Þú getur ekki sett þetta í mitt landsleikjahlé hjá konum því að bestu leikmennirnir eru að spila með landsliðum sínum og munu ekki geta mætt nema kannski í einhverjum undantekningartilfellum þar sem að þær eru í umræddu landi þar sem að verðlaunaafhendingin fer fram. Mér finnst þetta bara fáránlegt. Einfaldasta leiðin í þessu væri bara að halda þetta í sitthvoru lagi. Að hafa sér stóra verðlaunaafhendingu fyrir konur og sér fyrir karla.“ Klippa: „Galið og fáránlegt“
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Fleiri fréttir Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Sjá meira