„Ísak er búinn að hjálpa mér mjög mikið“ Sindri Sverrisson skrifar 9. október 2024 16:15 Valgeir Lunddal Friðriksson með hendur á lofti á æfingu íslenska landsliðins í Kaplakrika. VÍSIR/VILHELM Valgeir Lunddal Friðriksson er búinn að koma sér vel fyrir hjá Düsseldorf í Þýskalandi og ætlar að festa sig í sessi í íslenska landsliðinu. Liðið á fyrir höndum leiki við Wales og Tyrkland í Þjóðadeildinni, á föstudag og mánudag. Valgeir er í baráttu um bakvarðarstöðu í íslenska landsliðinu og sömuleiðis hjá Düsseldorf en þar hefur hann verið í byrjunarliðinu í síðustu tveimur leikjum, og komið við sögu í öllum leikjum síðan hann mætti til Þýskalands frá Häcken í Svíþjóð í lok ágúst. Hjá Düsseldorf hitti Valgeir fyrir félaga sinn úr landsliðinu, Ísak Bergmann Jóhannesson, sem hefur reynst honum góður stuðningur. „Þetta er mjög góður staður til að vera á. Ég hafði samband við Ísak áður en ég fór í lengri viðræður við þá og hann sagði bara góða hluti um klúbbinn og staðinn. Í sjálfu sér var því „no brainer“ fyrir mig að fara þangað. Fullkomið næsta skref fyrir mig. Ísak er búinn að hjálpa mér mjög mikið síðan að ég mætti þarna út. Ég er mjög þakklátur fyrir hann,“ sagði Valgeir í samtali við Val Pál Eiríksson á hóteli íslenska landsliðsins hér í Reykjavík. Ísak Bergmann Jóhannesson kom ári á undan Valgeiri til Düsseldorf og hefur hjálpað honum að koma sér fyrir.Getty/Daniel Löb Valgeiri þykir vænt um árin sín í Svíþjóð: „Ég átti mjög góðan tíma í Svíþjóð og við unnum allt sem hægt var að vinna. Skrifuðum söguna fyrir klúbbinn á þessum þremur og hálfu ári. Í sjálfu sér var því erfitt að fara en þetta var ekki lokastaður fyrir mig. Ég vildi að sjálfsögðu taka næsta skref lengra og það er mjög gott að vera kominn í umhverfi eins og hjá Düsseldorf.“ Þurfum að nýta að þeir nenna ekki núll gráðum og vindi Valgeir kom inn á sem varamaður í síðasta landsleik, gegn Tyrklandi ytra í september, og lék þá sinn ellefta A-landsleik. „Ég var búinn að vera svolítið meiddur þegar ég kom hingað heim [í september] og þurfti að vinna mig upp úr því í síðasta landsleikjaglugga. Ég náði því og tók þrjátíu mínútur á móti Tyrklandi. Hefði mögulega getað spilað aðeins meira, en ég er mjög þakklátur fyrir að hafa spilað þarna og komið mér aðeins aftur inn í landsliðið. Ég er búinn að vera svolítið meiddur, þannig að ég er mjög ánægður með að vera kominn í hópinn og að geta sýnt mig,“ sagði Valgeir sem er núna fullkomlega klár í slaginn og ætlar að festa sér byrjunarliðssæti í landsliðinu: „Algjörlega. Núna er ég kominn á góðan stað, hef verið að spila alla leiki í Þýskalandi og auðvitað er markmiðið alltaf að eiga heima í þessu landsliði. Vonandi get ég sýnt það núna og á næstunni. Við þurfum að hefna fyrir tapið gegn Tyrklandi og helst taka 4-6 stig út úr þessum glugga. Þessi leikur við Wales [á föstudag] verður erfiður, eins og alltaf, en við þurfum að nýta okkur að það nennir enginn að koma hingað í núll gráður og vind. Við þurfum að hamra aðeins á þá.“ Klippa: Valgeir mætir kokhraustur í Dalinn Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Sjá meira
Valgeir er í baráttu um bakvarðarstöðu í íslenska landsliðinu og sömuleiðis hjá Düsseldorf en þar hefur hann verið í byrjunarliðinu í síðustu tveimur leikjum, og komið við sögu í öllum leikjum síðan hann mætti til Þýskalands frá Häcken í Svíþjóð í lok ágúst. Hjá Düsseldorf hitti Valgeir fyrir félaga sinn úr landsliðinu, Ísak Bergmann Jóhannesson, sem hefur reynst honum góður stuðningur. „Þetta er mjög góður staður til að vera á. Ég hafði samband við Ísak áður en ég fór í lengri viðræður við þá og hann sagði bara góða hluti um klúbbinn og staðinn. Í sjálfu sér var því „no brainer“ fyrir mig að fara þangað. Fullkomið næsta skref fyrir mig. Ísak er búinn að hjálpa mér mjög mikið síðan að ég mætti þarna út. Ég er mjög þakklátur fyrir hann,“ sagði Valgeir í samtali við Val Pál Eiríksson á hóteli íslenska landsliðsins hér í Reykjavík. Ísak Bergmann Jóhannesson kom ári á undan Valgeiri til Düsseldorf og hefur hjálpað honum að koma sér fyrir.Getty/Daniel Löb Valgeiri þykir vænt um árin sín í Svíþjóð: „Ég átti mjög góðan tíma í Svíþjóð og við unnum allt sem hægt var að vinna. Skrifuðum söguna fyrir klúbbinn á þessum þremur og hálfu ári. Í sjálfu sér var því erfitt að fara en þetta var ekki lokastaður fyrir mig. Ég vildi að sjálfsögðu taka næsta skref lengra og það er mjög gott að vera kominn í umhverfi eins og hjá Düsseldorf.“ Þurfum að nýta að þeir nenna ekki núll gráðum og vindi Valgeir kom inn á sem varamaður í síðasta landsleik, gegn Tyrklandi ytra í september, og lék þá sinn ellefta A-landsleik. „Ég var búinn að vera svolítið meiddur þegar ég kom hingað heim [í september] og þurfti að vinna mig upp úr því í síðasta landsleikjaglugga. Ég náði því og tók þrjátíu mínútur á móti Tyrklandi. Hefði mögulega getað spilað aðeins meira, en ég er mjög þakklátur fyrir að hafa spilað þarna og komið mér aðeins aftur inn í landsliðið. Ég er búinn að vera svolítið meiddur, þannig að ég er mjög ánægður með að vera kominn í hópinn og að geta sýnt mig,“ sagði Valgeir sem er núna fullkomlega klár í slaginn og ætlar að festa sér byrjunarliðssæti í landsliðinu: „Algjörlega. Núna er ég kominn á góðan stað, hef verið að spila alla leiki í Þýskalandi og auðvitað er markmiðið alltaf að eiga heima í þessu landsliði. Vonandi get ég sýnt það núna og á næstunni. Við þurfum að hefna fyrir tapið gegn Tyrklandi og helst taka 4-6 stig út úr þessum glugga. Þessi leikur við Wales [á föstudag] verður erfiður, eins og alltaf, en við þurfum að nýta okkur að það nennir enginn að koma hingað í núll gráður og vind. Við þurfum að hamra aðeins á þá.“ Klippa: Valgeir mætir kokhraustur í Dalinn
Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Sjá meira