Skilaboðum lekið og Haaland ósáttur Sindri Sverrisson skrifar 9. október 2024 13:33 Erling Haaland verður fyrirliði norska landsliðsins í komandi landsleikjum. Getty/Annelie Cracchiolo Markahrókurinn Erling Haaland hefur lýst yfir óánægju sinni með það að einhver úr herbúðum norska landsliðsins í fótbolta hafi lekið skilaboðum í blaðamenn, og að þau hafi verið birt í bók. Bókin „Slagurinn um landsliðið“ kom út í haust en hún er skrifuð af Magnus Braaten, blaðamanni TV 2, og Arilas Berg Ould-Saada, fyrrverandi blaðamanni TV 2 og nú umboðsmanni. Í bókinni birtist fjöldi skilaboða úr hópsamtali norska landsliðsins á WhatsApp, en bókin fjallar um átta dramatíska daga í nóvember 2020 þegar kórórnuveiran herjaði á leikmenn liðsins. Ekki er ljóst hver lak skilaboðunum í blaðamennina en ljóst er að málið angrar Haaland og fleiri: „Það er auðvitað ekki gott að einhver – við vitum ekki hver – skuli gera svona lagað. Það er augljóslega ekki gott heldur að blaðamaður, og annar sem er núna umboðsmaður, nýti þetta svo til að skrifa bók,“ sagði Haaland á blaðamannafundi í dag. Norðmenn eru að undirbúa sig fyrir komandi leiki í Þjóðadeild UEFA, rétt eins og Íslendingar, en þeir mæta Slóveníu á heimavelli á morgun og svo Austurríki á útivelli þremur dögum síðar. Í fjarveru Martin Ödegaard verður Haaland fyrirliði í þessum leikjum. Ekki sáttur ef hans fyrirtæki hefði ráðið höfundinn Haaland hnýtti sérstaklega í fyrrnefndan bókarhöfund Ould-Saada, sem hóf störf 1. október hjá umboðsskrifstofunni Keypass, sem er til að mynda með landsliðsmennina Alexander Sörloth og Sander Berge á sínum snærum. „Þetta verður bara að vera svona. En hefði mitt umboðsmannateymi ráðið hann þá hefði ég ekki verið ánægður með það,“ sagði Haaland og virtist ekki hrifinn af því að liðsfélagar sínir í norska landsliðinu væru tengdir Ould-Saada. „Ég vinn ekki með honum eða hans umboðsskrifstofu. En hefði Rafaela [Pimenta, umboðsmaður Haalands] sent mér skilaboð um að það væri búið að ráða hann [Ould-Saada] þá hefði ég klórað mér svolítið í kollinum og verið ringlaður,“ sagði Haaland. Þjóðadeild karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Bókin „Slagurinn um landsliðið“ kom út í haust en hún er skrifuð af Magnus Braaten, blaðamanni TV 2, og Arilas Berg Ould-Saada, fyrrverandi blaðamanni TV 2 og nú umboðsmanni. Í bókinni birtist fjöldi skilaboða úr hópsamtali norska landsliðsins á WhatsApp, en bókin fjallar um átta dramatíska daga í nóvember 2020 þegar kórórnuveiran herjaði á leikmenn liðsins. Ekki er ljóst hver lak skilaboðunum í blaðamennina en ljóst er að málið angrar Haaland og fleiri: „Það er auðvitað ekki gott að einhver – við vitum ekki hver – skuli gera svona lagað. Það er augljóslega ekki gott heldur að blaðamaður, og annar sem er núna umboðsmaður, nýti þetta svo til að skrifa bók,“ sagði Haaland á blaðamannafundi í dag. Norðmenn eru að undirbúa sig fyrir komandi leiki í Þjóðadeild UEFA, rétt eins og Íslendingar, en þeir mæta Slóveníu á heimavelli á morgun og svo Austurríki á útivelli þremur dögum síðar. Í fjarveru Martin Ödegaard verður Haaland fyrirliði í þessum leikjum. Ekki sáttur ef hans fyrirtæki hefði ráðið höfundinn Haaland hnýtti sérstaklega í fyrrnefndan bókarhöfund Ould-Saada, sem hóf störf 1. október hjá umboðsskrifstofunni Keypass, sem er til að mynda með landsliðsmennina Alexander Sörloth og Sander Berge á sínum snærum. „Þetta verður bara að vera svona. En hefði mitt umboðsmannateymi ráðið hann þá hefði ég ekki verið ánægður með það,“ sagði Haaland og virtist ekki hrifinn af því að liðsfélagar sínir í norska landsliðinu væru tengdir Ould-Saada. „Ég vinn ekki með honum eða hans umboðsskrifstofu. En hefði Rafaela [Pimenta, umboðsmaður Haalands] sent mér skilaboð um að það væri búið að ráða hann [Ould-Saada] þá hefði ég klórað mér svolítið í kollinum og verið ringlaður,“ sagði Haaland.
Þjóðadeild karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira