Draumur að rætast hjá bræðrunum Valur Páll Eiríksson skrifar 9. október 2024 08:03 Willum Þór og Brynjólfur eru saman í landsliðinu í fyrsta sinn og vonast til að fá landsleik saman. Vísir/Sigurjón Bræðurnir Brynjólfur og Willum Þór Willumssynir eru báðir í landsliðshópi Íslands fyrir komandi leiki í Þjóðadeildinni. Draumurinn er að fá að spila saman fyrir íslenska landsliðið. Brynjólfur hefur spilað tvo landsleiki, báða æfingaleiki, en er nú í fyrsta sinn í landsliðshópnum fyrir keppnisleiki. Willum hefur hins vegar verið fastamaður í hópnum undanfarin misseri. Þeir eru nú saman í hópnum fyrir keppnisleiki í fyrsta sinn. „Það er geggjað að vera kominn inn í þetta og skemmir ekki fyrir að fá stóra bróður með,“ segir Brynjólfur og Willum sammælist því. „Þetta er bara gaman. Við vorum náttúrulega aðeins saman í U21 landsliðinu. Við erum vanir því að vera í svipuðum ferðum. En það er alltaf gaman að vera með bróður sínum,“ segir Willum. Þeir hittu fjölskyldu sína í fyrrakvöld áður en þeir mættu á æfingu í gærmorgun. Willum Þór Willumsson kom til Birmingham í sumar og hefur verið að festa sig í sessi í liðinu.Getty/Malcolm Couzens „Við hittumst bara heima í gær og vorum mjög glaðir þegar við sáum hópinn að við værum báðir í honum,“ segir Willum. Tengingin alltaf til staðar Þeir bræður hafa áður spilað saman fyrir U21 landsliðið og náðu einnig nokkrum leikjum saman með Breiðabliki sumarið 2018 áður en Willum, sá eldri, hélt út í atvinnumennsku. Tengingin milli þeirra innan vallar er því góð. „Ég myndi segja að hún sé mjög fín. Við vorum aðeins saman í Blikunum og tengdum vel saman þar. Við skiljum hvorn annan mjög vel,“ segir Brynjólfur. Brynjólfur gerir það gott með Groningen eftir skipti sín til Hollands.Rico Brouwer/Soccrates/Getty Images Willum segir þessa tengingu alltaf vera til staðar þrátt fyrir að þeir leiki í dag í sitthvoru landinu. Willum samdi við Birmingham á Englandi í sumar en Brynjólfur færði sig einnig um set, til Groningen í Hollandi. „Þegar við vorum yngri var tengingin yfirleitt mjög góð og gaman þegar við vorum saman í liði á æfingum. Það er orðið svolítið langt síðan við spiluðum saman en ég hugsa að tengingin sé enn til staðar og verði það alltaf,“ segir Willum. Draumur að rætast Spennan hefur því verið mikil frá því að landsliðshópurinn var kynntur og þeir bræður hafa beðið eftir þessu tækifæri. „Þetta er búinn að vera draumur að spila saman í A-landsliðinu. Það var geggjað að sjá þetta þegar hópurinn var gefinn út,“ segir Brynjólfur og bætir við: Klippa: Draumur að rætast hjá Willumssonum „Sérstaklega þegar maður var lítill, ef maður hugsar til baka, þá var það alltaf draumur að vera saman í A-landsliðinu.“ „Við höfum oft talað um það hvað það væri gaman að vera saman í liði. Þó þetta sé ekki félagslið þá er þetta lið og við að spila saman. Það er mjög skemmtilegt,“ segir Willum. Rifist um vítin Þeir félagar voru þá spurðir hvor þeirra myndi stíga á vítapunktinn með leikinn undir á lokamínútunni. „Eftir síðasta víti sem ég tók veit ég það ekki alveg, “segir Brynjólfur hlægjandi. Hann vísar þar til frægrar spyrnu fyrir Kristiansund í Noregi í apríl síðastliðnum, þar sem allt trylltist. Hann tók boltann af vítaskyttu liðsins til að taka spyrnuna sjálfur og skaut svo í stöng. Viðbrögð brjálaðs lýsanda þess leiks má sjá í spilaranum. „Ég held að hann hafi klikkað á fleirum í gegnum tíðina,“ segir Willum léttur. „Ég myndi bakka sjálfan mig,“ bætir hann við. „Ég myndi alltaf vilja taka boltann sjálfur,“ segir Brynjólfur. „Kannski við séum jafn líklegir til að klikka,“ segir Willum við hlátur þeirra beggja. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum að ofan. Efst má sjá frétt um þá bræður úr Sportpakka gærkvöldsins. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sjá meira
Brynjólfur hefur spilað tvo landsleiki, báða æfingaleiki, en er nú í fyrsta sinn í landsliðshópnum fyrir keppnisleiki. Willum hefur hins vegar verið fastamaður í hópnum undanfarin misseri. Þeir eru nú saman í hópnum fyrir keppnisleiki í fyrsta sinn. „Það er geggjað að vera kominn inn í þetta og skemmir ekki fyrir að fá stóra bróður með,“ segir Brynjólfur og Willum sammælist því. „Þetta er bara gaman. Við vorum náttúrulega aðeins saman í U21 landsliðinu. Við erum vanir því að vera í svipuðum ferðum. En það er alltaf gaman að vera með bróður sínum,“ segir Willum. Þeir hittu fjölskyldu sína í fyrrakvöld áður en þeir mættu á æfingu í gærmorgun. Willum Þór Willumsson kom til Birmingham í sumar og hefur verið að festa sig í sessi í liðinu.Getty/Malcolm Couzens „Við hittumst bara heima í gær og vorum mjög glaðir þegar við sáum hópinn að við værum báðir í honum,“ segir Willum. Tengingin alltaf til staðar Þeir bræður hafa áður spilað saman fyrir U21 landsliðið og náðu einnig nokkrum leikjum saman með Breiðabliki sumarið 2018 áður en Willum, sá eldri, hélt út í atvinnumennsku. Tengingin milli þeirra innan vallar er því góð. „Ég myndi segja að hún sé mjög fín. Við vorum aðeins saman í Blikunum og tengdum vel saman þar. Við skiljum hvorn annan mjög vel,“ segir Brynjólfur. Brynjólfur gerir það gott með Groningen eftir skipti sín til Hollands.Rico Brouwer/Soccrates/Getty Images Willum segir þessa tengingu alltaf vera til staðar þrátt fyrir að þeir leiki í dag í sitthvoru landinu. Willum samdi við Birmingham á Englandi í sumar en Brynjólfur færði sig einnig um set, til Groningen í Hollandi. „Þegar við vorum yngri var tengingin yfirleitt mjög góð og gaman þegar við vorum saman í liði á æfingum. Það er orðið svolítið langt síðan við spiluðum saman en ég hugsa að tengingin sé enn til staðar og verði það alltaf,“ segir Willum. Draumur að rætast Spennan hefur því verið mikil frá því að landsliðshópurinn var kynntur og þeir bræður hafa beðið eftir þessu tækifæri. „Þetta er búinn að vera draumur að spila saman í A-landsliðinu. Það var geggjað að sjá þetta þegar hópurinn var gefinn út,“ segir Brynjólfur og bætir við: Klippa: Draumur að rætast hjá Willumssonum „Sérstaklega þegar maður var lítill, ef maður hugsar til baka, þá var það alltaf draumur að vera saman í A-landsliðinu.“ „Við höfum oft talað um það hvað það væri gaman að vera saman í liði. Þó þetta sé ekki félagslið þá er þetta lið og við að spila saman. Það er mjög skemmtilegt,“ segir Willum. Rifist um vítin Þeir félagar voru þá spurðir hvor þeirra myndi stíga á vítapunktinn með leikinn undir á lokamínútunni. „Eftir síðasta víti sem ég tók veit ég það ekki alveg, “segir Brynjólfur hlægjandi. Hann vísar þar til frægrar spyrnu fyrir Kristiansund í Noregi í apríl síðastliðnum, þar sem allt trylltist. Hann tók boltann af vítaskyttu liðsins til að taka spyrnuna sjálfur og skaut svo í stöng. Viðbrögð brjálaðs lýsanda þess leiks má sjá í spilaranum. „Ég held að hann hafi klikkað á fleirum í gegnum tíðina,“ segir Willum léttur. „Ég myndi bakka sjálfan mig,“ bætir hann við. „Ég myndi alltaf vilja taka boltann sjálfur,“ segir Brynjólfur. „Kannski við séum jafn líklegir til að klikka,“ segir Willum við hlátur þeirra beggja. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum að ofan. Efst má sjá frétt um þá bræður úr Sportpakka gærkvöldsins.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sjá meira