Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 8. október 2024 15:02 Fatahönnuðurinn Hildur Yeoman er nýkomin heim úr ævintýralegri ferð á tískuviku í París. Aðsend Fatahönnuðurinn Hildur Yeoman er nýkomin heim úr ævintýralegri ferð til Parísar þar sem hún þræddi tískusýningar franskra tískuhúsa, skellti sér í rússíbana með stórstjörnum, hitti Kylie Jenner og tók púlsinn á helstu straumum tískunnar um þessar mundir. Ísland geti verið einangrað frá hringiðu tískunnar Hildur er dugleg að sækja tískusýningar til þess að versla inn fyrir Yeoman. „Við förum einnig til þess að hitta fólk sem vinnur í sömu grein, hittum hönnuði, stílista og kaupendur af sumum af mest spennandi búðum í heiminum í dag. Það er svo mikilvægt fyrir okkur að sækja París heim á þessum tíma þar sem Ísland er svo einangrað frá hringiðu tískunnar.“ Hildur ásamt Rannveigu. Hún segir kærkomið að geta sótt tískusýningar í París og verið í tengslum við hringiðu tískuheimsins.Aðsend Hildur og hennar teymi heimsóttu ýmis tískuhús, þar á meðal franska skartgripahönnuðinn Justine Clenquet. „Hún gerir pönkað skart sem passar svo fullkomlega við flíkurnar okkar. Svo fórum við á sýningu hjá nýja spænska skartgripamerkinu Simuero. Þau gera gróft handgert silfur og gullskart sem er oft innblásið af sjónum. Við Íslendingarnir tengjum svo mikið við það, umvafin Norður Atlantshafinu.“ Hildur kíkti á sýningu hjá simuero.Aðsend Gengu tískupallinn úr gini hákarls Í verslun sinni selur Hildur tátískumerkin Ottolinger og Coperni og sóttu þær skvísur tískusýningar hjá báðum merkjum. „Ottolinger er merki sem er staðsett í Berlín en sýnir í París. Þau eru þekkt fyrir mikla nýjungagirni í sníðagerð, framúrstefnu og sjálfbærni. Það er ákveðin klúbbastemming í kringum merkið en hönnuðirnir og fylgdarlið þeirra eru þekktir fyrir að stunda og draga innblástur frá klúbbasenunni í Berlín. Sýningarnar eru eins og að labba inn á einn slíkan klúbb,“ segir Hildur um upplifunina. View this post on Instagram A post shared by OTTOLINGER (@ottolinger1000) Þá sé líka lögð mikla áherslu á tryllta tóna og tónlistarkonan Archa sá um tónlistina að þessu sinni. „Vor/sumar 2025 línan hjá Ottolinger var áhrifamikil en módelin löbbuðu úr gininu á risastórum hákarli. Stíliseringin var svolítið næntís og mjög kvenleg, stórt blásið hár, stór sólgleraugu og mikið „attitude“.“ Hildur á sýningu Ottolinger.Aðsend Coperni með helstu tískuspekúlöntum heims Coperni lokaði svo tískuvikunni með trylltri og mjög eftirtektarverðri sýningu í Disneylandi rétt fyrir utan París. Sýningin fékk mikla umfjöllun þar sem raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kylie Jenner gekk tískupallinn fyrir merkið en þetta var sömuleiðis í fyrsta sinn sem Jenner tekur þátt í tískuvikunni í París. Hildur naut sín í botn. Það var líf og fjör hjá Hildi og Rannveigu í París.Aðsend „Það var ótrúlega skemmtilegt kvöld þar sem komu saman alls konar fígúrur úr tískuheiminum og sömuleiðis okkar uppáhalds karakterar Mikki mús, Guffi, Plútó og fleiri. Coperni er eitt af aðal merkjunum í frönsku tískusenunni og við erum svo stolt að hafa verið samstarfsaðilar þeirra í nokkur ár. Þau eru þekkt fyrir að setja upp rosalegar sýningar og sýningin í Disneylandi var þeirra stærsta til þessa.“ Hildur og Mikki Mús í góðum gír.Aðsend Kvöldið var sannarlega viðburðaríkt. „Við fórum í tryllt fyrirpartý á Disney hótelinu með helstu tískuspekúlöntum heims. Allir voru klæddir í Coperni frá toppi til táar. Síðan var förinni heitið í garðinn þar sem ýmsir Disney karakterar tóku vel á móti manni og leiddu mann að Disney höllinni sem var svið tískusýningarinnar.“ Aðal prinsessan Kylie Jenner lokaði sýningunni Eftirvæntingin var gríðarleg og sýningin byrjaði með mikilli litadýrð og tæknibrellum frá kastalanum. View this post on Instagram A post shared by coperni (@coperni) „Fyrstu módelin byrjuðu að labba út, þau báru með sér tilvísanir í prinsessur og prinsa ævintýranna með Coperni „cool twisti“. Fast á eftir þeim fylgdu módel í klæðnaði sem blés innblástur frá hafmeyjum. Fyrirsætan Lila Moss, dóttir Kate Moss, var ein þeirra klædd í silíkon blómakjól.“ View this post on Instagram A post shared by coperni (@coperni) Í kjölfarið fór að færast mikið fjör í sýninguna. „Svo byrjuðu sprengingar í kastalanum og svöl Coperni illmenni byrjuðu að labba út, svartklædd, leðurklædd og með dökk sólgleraugu. Þetta voru súpermódel eins og Paloma Elesser, Irina Shayk, Amelia Grey og aðal prinsessan Kylie Jenner sem lokaði sýningunni. Eftir að sýningunni lauk var garðurinn opinn fyrir Coperni gestina. Við skelltum okkur í rússíbana með James Franco, Bellu Thorne, Byan boy, Susie Bubble og fleiri skemmtilegum. Rússíbaninn endaði í trylltu eftirpartýi þar sem boðið var upp á sykruð epli, kampavín og Mikka mús franskar. Frábær endir á skemmtilegu kvöldi,“ segir Hildur að lokum. View this post on Instagram A post shared by Yeoman (@yeoman_reykjavik) Tíska og hönnun Menning Frakkland Mest lesið Versti óttinn að raungerast Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Tónlist Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Ísland geti verið einangrað frá hringiðu tískunnar Hildur er dugleg að sækja tískusýningar til þess að versla inn fyrir Yeoman. „Við förum einnig til þess að hitta fólk sem vinnur í sömu grein, hittum hönnuði, stílista og kaupendur af sumum af mest spennandi búðum í heiminum í dag. Það er svo mikilvægt fyrir okkur að sækja París heim á þessum tíma þar sem Ísland er svo einangrað frá hringiðu tískunnar.“ Hildur ásamt Rannveigu. Hún segir kærkomið að geta sótt tískusýningar í París og verið í tengslum við hringiðu tískuheimsins.Aðsend Hildur og hennar teymi heimsóttu ýmis tískuhús, þar á meðal franska skartgripahönnuðinn Justine Clenquet. „Hún gerir pönkað skart sem passar svo fullkomlega við flíkurnar okkar. Svo fórum við á sýningu hjá nýja spænska skartgripamerkinu Simuero. Þau gera gróft handgert silfur og gullskart sem er oft innblásið af sjónum. Við Íslendingarnir tengjum svo mikið við það, umvafin Norður Atlantshafinu.“ Hildur kíkti á sýningu hjá simuero.Aðsend Gengu tískupallinn úr gini hákarls Í verslun sinni selur Hildur tátískumerkin Ottolinger og Coperni og sóttu þær skvísur tískusýningar hjá báðum merkjum. „Ottolinger er merki sem er staðsett í Berlín en sýnir í París. Þau eru þekkt fyrir mikla nýjungagirni í sníðagerð, framúrstefnu og sjálfbærni. Það er ákveðin klúbbastemming í kringum merkið en hönnuðirnir og fylgdarlið þeirra eru þekktir fyrir að stunda og draga innblástur frá klúbbasenunni í Berlín. Sýningarnar eru eins og að labba inn á einn slíkan klúbb,“ segir Hildur um upplifunina. View this post on Instagram A post shared by OTTOLINGER (@ottolinger1000) Þá sé líka lögð mikla áherslu á tryllta tóna og tónlistarkonan Archa sá um tónlistina að þessu sinni. „Vor/sumar 2025 línan hjá Ottolinger var áhrifamikil en módelin löbbuðu úr gininu á risastórum hákarli. Stíliseringin var svolítið næntís og mjög kvenleg, stórt blásið hár, stór sólgleraugu og mikið „attitude“.“ Hildur á sýningu Ottolinger.Aðsend Coperni með helstu tískuspekúlöntum heims Coperni lokaði svo tískuvikunni með trylltri og mjög eftirtektarverðri sýningu í Disneylandi rétt fyrir utan París. Sýningin fékk mikla umfjöllun þar sem raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kylie Jenner gekk tískupallinn fyrir merkið en þetta var sömuleiðis í fyrsta sinn sem Jenner tekur þátt í tískuvikunni í París. Hildur naut sín í botn. Það var líf og fjör hjá Hildi og Rannveigu í París.Aðsend „Það var ótrúlega skemmtilegt kvöld þar sem komu saman alls konar fígúrur úr tískuheiminum og sömuleiðis okkar uppáhalds karakterar Mikki mús, Guffi, Plútó og fleiri. Coperni er eitt af aðal merkjunum í frönsku tískusenunni og við erum svo stolt að hafa verið samstarfsaðilar þeirra í nokkur ár. Þau eru þekkt fyrir að setja upp rosalegar sýningar og sýningin í Disneylandi var þeirra stærsta til þessa.“ Hildur og Mikki Mús í góðum gír.Aðsend Kvöldið var sannarlega viðburðaríkt. „Við fórum í tryllt fyrirpartý á Disney hótelinu með helstu tískuspekúlöntum heims. Allir voru klæddir í Coperni frá toppi til táar. Síðan var förinni heitið í garðinn þar sem ýmsir Disney karakterar tóku vel á móti manni og leiddu mann að Disney höllinni sem var svið tískusýningarinnar.“ Aðal prinsessan Kylie Jenner lokaði sýningunni Eftirvæntingin var gríðarleg og sýningin byrjaði með mikilli litadýrð og tæknibrellum frá kastalanum. View this post on Instagram A post shared by coperni (@coperni) „Fyrstu módelin byrjuðu að labba út, þau báru með sér tilvísanir í prinsessur og prinsa ævintýranna með Coperni „cool twisti“. Fast á eftir þeim fylgdu módel í klæðnaði sem blés innblástur frá hafmeyjum. Fyrirsætan Lila Moss, dóttir Kate Moss, var ein þeirra klædd í silíkon blómakjól.“ View this post on Instagram A post shared by coperni (@coperni) Í kjölfarið fór að færast mikið fjör í sýninguna. „Svo byrjuðu sprengingar í kastalanum og svöl Coperni illmenni byrjuðu að labba út, svartklædd, leðurklædd og með dökk sólgleraugu. Þetta voru súpermódel eins og Paloma Elesser, Irina Shayk, Amelia Grey og aðal prinsessan Kylie Jenner sem lokaði sýningunni. Eftir að sýningunni lauk var garðurinn opinn fyrir Coperni gestina. Við skelltum okkur í rússíbana með James Franco, Bellu Thorne, Byan boy, Susie Bubble og fleiri skemmtilegum. Rússíbaninn endaði í trylltu eftirpartýi þar sem boðið var upp á sykruð epli, kampavín og Mikka mús franskar. Frábær endir á skemmtilegu kvöldi,“ segir Hildur að lokum. View this post on Instagram A post shared by Yeoman (@yeoman_reykjavik)
Tíska og hönnun Menning Frakkland Mest lesið Versti óttinn að raungerast Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Tónlist Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira