Næstu vikur gríðarlega mikilvægar fyrir Ten Hag Aron Guðmundsson skrifar 7. október 2024 09:28 Erik ten Hag er knattspyrnustjóri Manchester United Vísir/Getty Í skugga verstu byrjunar Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í sögunni á yfirstandandi tímabili er pressan farin að verða meiri og meiri á knattspyrnustjóranum Erik ten Hag. Fyrrum leikmaður Manchester United segir næstu vikur gríðarlega mikilvægar fyrir Hollendinginn. Manchester United stöðvaði blæðinguna í ensku úrvalsdeildinni með markalausu jafntefli á útivelli gegn Aston Villa um nýliðna helgi. Úrslit sem að stuðningsmenn hefðu tekið fyrir leik að mati Gary Neville. Rauðu djöflarnir hafa nú aðeins unnið þrjá leiki af fyrstu tíu í ensku úrvalsdeildinni á yfirstandandi tímabili og sitja með átta stig af tuttugu og einu stigi mögulegu. „Þetta er lítið skref fram á við,“ segir Neville á Sky Sports um úrslitin hjá Manchester United um nýliðna helgi. „Eftir leik sér maður léttinn hjá Erik ten Hag vegna þess að þessi úrslit kaupa honum tíma næstu vikurnar.“ Þrátt fyrir þessi úrslit hefur Manchester United aldrei byrjað tímabil í ensku úrvalsdeildinni eins illa og núna en fyrir tímabilið var samningur Ten Hag við félagið endurnýjaður. Mennirnir sem tóku þá ákvörðun. Fulltrúar INEOS samsteypunnar auk framkvæmdastjórans Omar Berrada sem og yfirmanni knattspyrnumála Dan Ashworth voru allir á Villa Park um helgina. Neville segir það alveg ljóst að þessir menn munu ekki vilja semja um starfslok við Ten Hag á næstunni þegar svo stutt er frá því að hann framlengdi samning sinn. „Þeir vilja af fremsta megni reyna að komast hjá slíkri ákvörðun á þessu tímabili. Ekkert félag vill fara í knattspyrnustjóra breytingar á miðju tímabili...Félagið tók þá ákvörðun að treysta Ten Hag fyrir verkinu. Nú verða forráðamenn þess bara að bíða og vona að gæfan verði þeim hliðholl næstu vikurnar.“ Nú tekur við landsleikjahlé í öllum helstu deildum Evrópu. Svo hefst keppni aftur í deildunum áður en að annað landsleikjahlé tekur við um miðbik nóvember. „Ef Manchester United verður áfram í 13. eða 14.sæti í ensku úrvalsdeildinni þá tel ég að pressan verði orðin gífurleg. Næstu vikur eru gríðarlega mikilvægar upp á það að gera að Manchester United nái skriðþunga og að Ten Hag haldi starfi sínu.“ Segir Neville og hann bendir á að enginn stuðningsmaður Manchester United vilji sjá Erik Ten Hag rekinn. „Það myndi bara verða framhald á þeirri stöðu sem hefur verið ríkjandi hjá Manchester United undanfarin tíu til tólf ár.“ Enski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Sjá meira
Manchester United stöðvaði blæðinguna í ensku úrvalsdeildinni með markalausu jafntefli á útivelli gegn Aston Villa um nýliðna helgi. Úrslit sem að stuðningsmenn hefðu tekið fyrir leik að mati Gary Neville. Rauðu djöflarnir hafa nú aðeins unnið þrjá leiki af fyrstu tíu í ensku úrvalsdeildinni á yfirstandandi tímabili og sitja með átta stig af tuttugu og einu stigi mögulegu. „Þetta er lítið skref fram á við,“ segir Neville á Sky Sports um úrslitin hjá Manchester United um nýliðna helgi. „Eftir leik sér maður léttinn hjá Erik ten Hag vegna þess að þessi úrslit kaupa honum tíma næstu vikurnar.“ Þrátt fyrir þessi úrslit hefur Manchester United aldrei byrjað tímabil í ensku úrvalsdeildinni eins illa og núna en fyrir tímabilið var samningur Ten Hag við félagið endurnýjaður. Mennirnir sem tóku þá ákvörðun. Fulltrúar INEOS samsteypunnar auk framkvæmdastjórans Omar Berrada sem og yfirmanni knattspyrnumála Dan Ashworth voru allir á Villa Park um helgina. Neville segir það alveg ljóst að þessir menn munu ekki vilja semja um starfslok við Ten Hag á næstunni þegar svo stutt er frá því að hann framlengdi samning sinn. „Þeir vilja af fremsta megni reyna að komast hjá slíkri ákvörðun á þessu tímabili. Ekkert félag vill fara í knattspyrnustjóra breytingar á miðju tímabili...Félagið tók þá ákvörðun að treysta Ten Hag fyrir verkinu. Nú verða forráðamenn þess bara að bíða og vona að gæfan verði þeim hliðholl næstu vikurnar.“ Nú tekur við landsleikjahlé í öllum helstu deildum Evrópu. Svo hefst keppni aftur í deildunum áður en að annað landsleikjahlé tekur við um miðbik nóvember. „Ef Manchester United verður áfram í 13. eða 14.sæti í ensku úrvalsdeildinni þá tel ég að pressan verði orðin gífurleg. Næstu vikur eru gríðarlega mikilvægar upp á það að gera að Manchester United nái skriðþunga og að Ten Hag haldi starfi sínu.“ Segir Neville og hann bendir á að enginn stuðningsmaður Manchester United vilji sjá Erik Ten Hag rekinn. „Það myndi bara verða framhald á þeirri stöðu sem hefur verið ríkjandi hjá Manchester United undanfarin tíu til tólf ár.“
Enski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Sjá meira